„Eilífðarfanginn“ Zubaydah fær milljónir frá Litháen vegna pyntinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2022 10:43 Zubaydah er enn haldið í Guantanamo. Til vinstri má sjá stillu úr heimildarmynd Amnesty International um vatnspyntingar. Stjórnvöld í Litháen hafa greitt Abu Zubaydah, „eilífðarfanganum“, meira en 110 þúsund dollara í bætur fyrir að hafa heimilað bandarísku leyniþjónustunni að hafa haldið honum og pyntað á „svörtum stað“ skammt frá borginni Vilníus. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að Mannréttindadómstóll Evrópu fyrirskipaði greiðslu bótanna vegna brota stjórnvalda gegn evrópskum lögum gegn pyntingum. Zubaydah hefur verið haldið af Bandaríkjamönnum í meira en 20 ár án ákæru. hann var handtekinn í Pakistan um sex mánuðum eftir árásirnar 11. september 2001. Lögmenn Bush-stjórnarinnar freistuðu þess að réttlæta pyntingarnar á þeirri forsendu að Zubaydah væri háttsettur liðsmaður Al Kaída en í ljós kom að hann var hvorki meðlimur samtakanna né hefur hann nokkurn tímann verið ákærður fyrir aðild að árásunum 2001. Lögmenn Zubaydah segja víst að stjórnvöld í Litháen hefðu ekki greitt bæturnar nema fá grænt ljós frá Washington og að því sé uppgjörið til marks um að Bandaríkjamenn séu að mildast í afstöðu sinni til svokallaðra „eilífðarfanga“. Í október síðastliðnum hlýddi Hæstiréttur Bandaríkjanna á mál þar sem stjórnvöld vestanhafs eru að reyna að koma í veg fyrir að tveir verktakar CIA beri vitni í dómsmáli í Póllandi sem sömuleiðis varðar pyntingar á Zubaydah. Við málflutninginn notuðu dómararnir nokkrum sinnum orðið „pyntingar“, sem einnig þykir til marks um ákveðna viðhofsbreytingu vestra. Zubaydah var haldið á nokkrum svörtum stöðum víða um heim en verstu pyntingarnar mátti hann þola í Taílandi. Þeirra á meðal voru vatnspyntingar, þar sem líkt er eftir drukknun, en þær voru framkvæmdar á Zubaydah að minnsta kosti 83 sinnum á einum mánuði. Þá var hann látinn dúsa í kassa á stærð við líkistu dögum saman. Fjármunirnir frá Litháen voru lagðir inn á bankareikning en Zubaydah getur ekki tekið við þeim þar sem honum er enn haldið í Guantanamo og þá hafa eignir hans verið frystar af bandarískum stjórnvöldum. Frysting eigna hans af hálfu Sameinuðu þjóðanna var aflétt fyrir tveimur árum, að kröfu lögmanna Zubaydah. Bandaríkin Litháen Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Rúm þrjú ár eru liðin frá því að Mannréttindadómstóll Evrópu fyrirskipaði greiðslu bótanna vegna brota stjórnvalda gegn evrópskum lögum gegn pyntingum. Zubaydah hefur verið haldið af Bandaríkjamönnum í meira en 20 ár án ákæru. hann var handtekinn í Pakistan um sex mánuðum eftir árásirnar 11. september 2001. Lögmenn Bush-stjórnarinnar freistuðu þess að réttlæta pyntingarnar á þeirri forsendu að Zubaydah væri háttsettur liðsmaður Al Kaída en í ljós kom að hann var hvorki meðlimur samtakanna né hefur hann nokkurn tímann verið ákærður fyrir aðild að árásunum 2001. Lögmenn Zubaydah segja víst að stjórnvöld í Litháen hefðu ekki greitt bæturnar nema fá grænt ljós frá Washington og að því sé uppgjörið til marks um að Bandaríkjamenn séu að mildast í afstöðu sinni til svokallaðra „eilífðarfanga“. Í október síðastliðnum hlýddi Hæstiréttur Bandaríkjanna á mál þar sem stjórnvöld vestanhafs eru að reyna að koma í veg fyrir að tveir verktakar CIA beri vitni í dómsmáli í Póllandi sem sömuleiðis varðar pyntingar á Zubaydah. Við málflutninginn notuðu dómararnir nokkrum sinnum orðið „pyntingar“, sem einnig þykir til marks um ákveðna viðhofsbreytingu vestra. Zubaydah var haldið á nokkrum svörtum stöðum víða um heim en verstu pyntingarnar mátti hann þola í Taílandi. Þeirra á meðal voru vatnspyntingar, þar sem líkt er eftir drukknun, en þær voru framkvæmdar á Zubaydah að minnsta kosti 83 sinnum á einum mánuði. Þá var hann látinn dúsa í kassa á stærð við líkistu dögum saman. Fjármunirnir frá Litháen voru lagðir inn á bankareikning en Zubaydah getur ekki tekið við þeim þar sem honum er enn haldið í Guantanamo og þá hafa eignir hans verið frystar af bandarískum stjórnvöldum. Frysting eigna hans af hálfu Sameinuðu þjóðanna var aflétt fyrir tveimur árum, að kröfu lögmanna Zubaydah.
Bandaríkin Litháen Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira