Með allt niður um sig í vinnunni eftir 30 daga sóttkví Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. janúar 2022 23:37 30 dagar í sóttkví þríbólusettur. Óvíst hvort nokkur annar geti státað sig af því sama. vísir/egill Maður sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví segist hæstánægður með að vera kominn aftur á kreik. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í sóttkví og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb. Það var leiðinleg atburðarás sem leiddi til þess að Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, endaði í sóttkví svona lengi. Fyrsti fjölskyldumeðlimur á heimili hans greindist með Covid- 19 þanng 10. desember og svo greindust hin hvert á fætur öðru - öll nema Bjarni. „Maður er náttúrulega orðinn mjög myglaður eftir að hafa verið í sóttkví í 30 daga og ég held líka að fjölskyldan hafi verið orðin mjög þreytt á mér,“ segir Bjarni Már. Stemmningin á heimilinu var orðin dálítið súr undir lokin. „Maður leyfði nú ýmislegt, hlaupahjólreiðar í stofunni og að fá sér ís í morgunmat og eitthvað svona til að reyna að höndla þetta,“ segir Bjarni Á meðal fyrstu verkefna eftir sóttkvína var auðvitað að skella sér í klippingu. Sóttkvíar-celeb Þannig gat Bjarni mætt aftur til kennslu í háskólanum eins og nýr maður. „Ég var ekki með vinnuaðstöðu heima, miklu minna rými. Þannig að ég er með svona mánaðalangan hala á eftir mér í vinnunni. Þannig ég er búinn að vera að byrja fyrsta vinnudaginn á því að senda tölvupósta og segja fólki að ég sé með allt niður um mig,“ segir hann og hlær. Og nái hann ekki að snúa því við á næstunni er hann með annað plan til vara: „Ég er allavega að reyna að verasvona sóttkvíar-celeb. Ef að þessi fræðimannastörf klikka eitthvað þá hef ég allavega eitthvað annað svona að stefna að.“ Hann fékk þriðju sprautu rétt áður en hann var sendur í sóttkví. Og losnaði síðan mánuði síðar einmitt þegar nýjar reglur voru að taka gildi sem hlífa þríbólusettum frá sóttkví. Og það er ekki síst í ljósi þess sem dvölin í sóttkví var súr þegar horft er til baka. „En ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ráðstöfun. Ekki síst í ljósi þess hvað það eru margir í sóttkví einmitt núna,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Það var leiðinleg atburðarás sem leiddi til þess að Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, endaði í sóttkví svona lengi. Fyrsti fjölskyldumeðlimur á heimili hans greindist með Covid- 19 þanng 10. desember og svo greindust hin hvert á fætur öðru - öll nema Bjarni. „Maður er náttúrulega orðinn mjög myglaður eftir að hafa verið í sóttkví í 30 daga og ég held líka að fjölskyldan hafi verið orðin mjög þreytt á mér,“ segir Bjarni Már. Stemmningin á heimilinu var orðin dálítið súr undir lokin. „Maður leyfði nú ýmislegt, hlaupahjólreiðar í stofunni og að fá sér ís í morgunmat og eitthvað svona til að reyna að höndla þetta,“ segir Bjarni Á meðal fyrstu verkefna eftir sóttkvína var auðvitað að skella sér í klippingu. Sóttkvíar-celeb Þannig gat Bjarni mætt aftur til kennslu í háskólanum eins og nýr maður. „Ég var ekki með vinnuaðstöðu heima, miklu minna rými. Þannig að ég er með svona mánaðalangan hala á eftir mér í vinnunni. Þannig ég er búinn að vera að byrja fyrsta vinnudaginn á því að senda tölvupósta og segja fólki að ég sé með allt niður um mig,“ segir hann og hlær. Og nái hann ekki að snúa því við á næstunni er hann með annað plan til vara: „Ég er allavega að reyna að verasvona sóttkvíar-celeb. Ef að þessi fræðimannastörf klikka eitthvað þá hef ég allavega eitthvað annað svona að stefna að.“ Hann fékk þriðju sprautu rétt áður en hann var sendur í sóttkví. Og losnaði síðan mánuði síðar einmitt þegar nýjar reglur voru að taka gildi sem hlífa þríbólusettum frá sóttkví. Og það er ekki síst í ljósi þess sem dvölin í sóttkví var súr þegar horft er til baka. „En ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ráðstöfun. Ekki síst í ljósi þess hvað það eru margir í sóttkví einmitt núna,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13