Eiga konur að fá lægri laun? Sandra B. Franks skrifar 11. janúar 2022 08:00 Ein mesta kvennastétt í landinu, og jafnframt ein sú mikilvægasta, eru sjúkraliðar. Um 98% sjúkraliða á Íslandi eru konur. Óumdeilt er það mikilvægi sem sjúkraliðar gegna hjá heilbrigðisstofnunum um allt land. Heilbrigðisþjónustan getur ekki verið án sjúkraliða og hefur það sést vel á tímum Covid-faraldursins. Þrátt fyrir það glíma sjúkraliðar við kerfisbundna mismun þegar kemur að launum. Kynbundnin launamunur milli starfa sem konur helst vinna og starfa sem karlar vinna er með öllu óásættanlegur. Sjúkraliðar bera skarðan hlut Ljóst er að talsverður árangur hefur náðst í að vinna gegn kynbundnum launamun milli sambærilegra starfa. Hins vegar eigum við talsvert lengra í land þegar kemur að kynbundnum launamun sem birtist í kynjaskiptum vinnumarkaði. Rannsóknir sýna að laun eru almennt lægri hjá þeim starfsstéttum þar sem konur eru í meirihluta. Sjúkraliðar bera því mjög skarðan hlut af þessari mismunun. Slíkt er óþolandi óréttlæti og ber stjórnvöldum og stofnunum þess að bregðast við því, bæði þegar kemur að kjarasamningum en einnig stofnanasamningum. Sérstakur starfshópur stjórnvalda og BSRB um endurmat á störfum kvenna hefur lagt til að stofnaður verði aðgerðahópur um launajafnrétti. Þá er lagt til að ráðist verði í greiningu á vandanum ásamt aðgerðum sem miða við að aðstoða atvinnurekendur við að uppfylla lagaskilyrði um jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Hins vegar er ljóst að vandinn krefst markvissra aðgerða. Ólíkt virðismat starfa Sjúkraliðafélag Íslands hefur ályktað um að gripið verði tafarlaust til aðgerða sem miða að því að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Það er ekki nóg að tryggja sömu laun kynjanna fyrir sömu vinnu. Því hin hliðin á teningnum er að störf sem eru að langstærstum hluta unnin af konum eru launalægri en störf sem eru unnin að langstærstum hluta af körlum. Það sem ýtir undir þetta ólíka virðismat starfa er að konur frekar en karlar vinna í nánum samskiptum við annað fólk sem skapar óáþreifanleg verðmæti fyrir samfélagið. Hefðbundin störf sem karlar helst vinna fela hins vegar í sér sköpun á áþreifanlegum verðmætum. Það er því tómt mál að tala um launajafnrétti kynjanna á meðan störf sem eru unnin af 98% konum eru metin lægri en önnur hefðbundin störf sem karlar vinna. Þetta er eitt stærsta mál jafnréttisbaráttu dagsins í dag. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Ein mesta kvennastétt í landinu, og jafnframt ein sú mikilvægasta, eru sjúkraliðar. Um 98% sjúkraliða á Íslandi eru konur. Óumdeilt er það mikilvægi sem sjúkraliðar gegna hjá heilbrigðisstofnunum um allt land. Heilbrigðisþjónustan getur ekki verið án sjúkraliða og hefur það sést vel á tímum Covid-faraldursins. Þrátt fyrir það glíma sjúkraliðar við kerfisbundna mismun þegar kemur að launum. Kynbundnin launamunur milli starfa sem konur helst vinna og starfa sem karlar vinna er með öllu óásættanlegur. Sjúkraliðar bera skarðan hlut Ljóst er að talsverður árangur hefur náðst í að vinna gegn kynbundnum launamun milli sambærilegra starfa. Hins vegar eigum við talsvert lengra í land þegar kemur að kynbundnum launamun sem birtist í kynjaskiptum vinnumarkaði. Rannsóknir sýna að laun eru almennt lægri hjá þeim starfsstéttum þar sem konur eru í meirihluta. Sjúkraliðar bera því mjög skarðan hlut af þessari mismunun. Slíkt er óþolandi óréttlæti og ber stjórnvöldum og stofnunum þess að bregðast við því, bæði þegar kemur að kjarasamningum en einnig stofnanasamningum. Sérstakur starfshópur stjórnvalda og BSRB um endurmat á störfum kvenna hefur lagt til að stofnaður verði aðgerðahópur um launajafnrétti. Þá er lagt til að ráðist verði í greiningu á vandanum ásamt aðgerðum sem miða við að aðstoða atvinnurekendur við að uppfylla lagaskilyrði um jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Hins vegar er ljóst að vandinn krefst markvissra aðgerða. Ólíkt virðismat starfa Sjúkraliðafélag Íslands hefur ályktað um að gripið verði tafarlaust til aðgerða sem miða að því að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Það er ekki nóg að tryggja sömu laun kynjanna fyrir sömu vinnu. Því hin hliðin á teningnum er að störf sem eru að langstærstum hluta unnin af konum eru launalægri en störf sem eru unnin að langstærstum hluta af körlum. Það sem ýtir undir þetta ólíka virðismat starfa er að konur frekar en karlar vinna í nánum samskiptum við annað fólk sem skapar óáþreifanleg verðmæti fyrir samfélagið. Hefðbundin störf sem karlar helst vinna fela hins vegar í sér sköpun á áþreifanlegum verðmætum. Það er því tómt mál að tala um launajafnrétti kynjanna á meðan störf sem eru unnin af 98% konum eru metin lægri en önnur hefðbundin störf sem karlar vinna. Þetta er eitt stærsta mál jafnréttisbaráttu dagsins í dag. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun