Leikskólabörnin verða líklegast boðuð í bólusetningu í næstu viku Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. janúar 2022 16:28 Í vikunni munu öll börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu fá boð í bólusetningu en þau eru ríflega sautján þúsund talsins. Vísir/Vilhelm Annar dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í hádeginu en alls fengu um 3.600 boð um mætingu í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir daginn hafa gengið vel en þetta er annar stærsti dagur vikunnar. „Stærsti dagurinn verður á fimmtudaginn þá verða 3.900 börn úr skólunum en 3.600 í dag þannig þetta er mjög stór dagur og það gengur alveg ótrúlega vel,“ segir Ragnheiður. Í gær fengu 1900 börn boð og mættu alls um fimmtán hundruð. Að sögn Ragnheiðar fór mætingin í gær fram úr björtustu vonum og virðist svipuð staða vera uppi í dag. Líkt og í gær verður börnum boðið upp á skemmtiatriði meðan á bólusetningu stendur til að létta stemninguna. Leikskólabörnin mæta í næstu viku Í heildina munu 17255 skólabörn á höfuðborgarsvæðinu fá boð í bólusetningu í vikunni en gera má ráð fyrir að það séu færri sem raunverulega geta mætt í bólusetningu. „Það er náttúrulega einhver hluti af þeim búinn að fá Covid síðustu þrjá mánuði og svo er mikið af börnum í sóttkví núna, þannig við vorum að reikna með bara svona 50 prósent mætingu eða eitthvað svoleiðis en það virðist vera meiri mæting í það,“ segir Ragnheiður en það mun koma í ljós í lok vikunnar hversu mikil mætingin verður í raun og veru. Leikskólabörnin voru ekki boðuð í vikunni en Ragnheiður segist reikna með að þau fái boð í næstu viku. Verið er að leggja drög að skipulaginu fyrir það en þau verða líklegast líka bólusett í höllinni. „Við dreifum þeim líklega bara á alla dagana því þetta er bara einn árgangur. Fáum þau bara í litlum hópum, það er líklega skynsamlegast,” segir Ragnheiður. Ekki hætt að boða í örvun Það hefur sömuleiðis verið mikið að gera í örvunarbólusetningum fullorðna í vikunni en opið hús er fyrir þau milli tíu og tólf á daginn. Margir sem fengu bóluefni Janssen í sumar og örvunarbólusetningu í ágúst geta nú farið að mæta í seinni örvunarskammtinn. Ekki var boðað í örvunarbólusetningu í þessarri viku vegna barnabólusetninganna en Ragnheiður reiknar með að það verði tekið upp aftur. „Við munum örugglega taka það upp aftur í næstu viku, við ákváðum bara því þetta var svo stór pakki með börnin að vera ekki að boða en það má alveg koma sjálfur og óska eftir því,” segir Ragnheiður. Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Kasper, Jesper og Jónatan litu við í Laugardalshöll Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta börnum, sem þangað voru komin í bólusetningu. 10. janúar 2022 15:04 Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir daginn hafa gengið vel en þetta er annar stærsti dagur vikunnar. „Stærsti dagurinn verður á fimmtudaginn þá verða 3.900 börn úr skólunum en 3.600 í dag þannig þetta er mjög stór dagur og það gengur alveg ótrúlega vel,“ segir Ragnheiður. Í gær fengu 1900 börn boð og mættu alls um fimmtán hundruð. Að sögn Ragnheiðar fór mætingin í gær fram úr björtustu vonum og virðist svipuð staða vera uppi í dag. Líkt og í gær verður börnum boðið upp á skemmtiatriði meðan á bólusetningu stendur til að létta stemninguna. Leikskólabörnin mæta í næstu viku Í heildina munu 17255 skólabörn á höfuðborgarsvæðinu fá boð í bólusetningu í vikunni en gera má ráð fyrir að það séu færri sem raunverulega geta mætt í bólusetningu. „Það er náttúrulega einhver hluti af þeim búinn að fá Covid síðustu þrjá mánuði og svo er mikið af börnum í sóttkví núna, þannig við vorum að reikna með bara svona 50 prósent mætingu eða eitthvað svoleiðis en það virðist vera meiri mæting í það,“ segir Ragnheiður en það mun koma í ljós í lok vikunnar hversu mikil mætingin verður í raun og veru. Leikskólabörnin voru ekki boðuð í vikunni en Ragnheiður segist reikna með að þau fái boð í næstu viku. Verið er að leggja drög að skipulaginu fyrir það en þau verða líklegast líka bólusett í höllinni. „Við dreifum þeim líklega bara á alla dagana því þetta er bara einn árgangur. Fáum þau bara í litlum hópum, það er líklega skynsamlegast,” segir Ragnheiður. Ekki hætt að boða í örvun Það hefur sömuleiðis verið mikið að gera í örvunarbólusetningum fullorðna í vikunni en opið hús er fyrir þau milli tíu og tólf á daginn. Margir sem fengu bóluefni Janssen í sumar og örvunarbólusetningu í ágúst geta nú farið að mæta í seinni örvunarskammtinn. Ekki var boðað í örvunarbólusetningu í þessarri viku vegna barnabólusetninganna en Ragnheiður reiknar með að það verði tekið upp aftur. „Við munum örugglega taka það upp aftur í næstu viku, við ákváðum bara því þetta var svo stór pakki með börnin að vera ekki að boða en það má alveg koma sjálfur og óska eftir því,” segir Ragnheiður.
Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Kasper, Jesper og Jónatan litu við í Laugardalshöll Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta börnum, sem þangað voru komin í bólusetningu. 10. janúar 2022 15:04 Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Kasper, Jesper og Jónatan litu við í Laugardalshöll Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta börnum, sem þangað voru komin í bólusetningu. 10. janúar 2022 15:04
Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29
Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30