LRH hættir ekki á Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2022 20:04 Lögreglustöðin Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook. Sú athugasemd byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlends stórfyrirtækisins. Um er að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Facebooksíðu embættisins yrði lokað vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Rætt var við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hún að allar upplýsingar og gögn sem lögreglan fær í gegnum Facebook endi í höndum META, fyrirtækisins sem á samfélagsmiðilinn. Þaðan séu þær svo jafnvel seldar til þriðju aðila. „Þannig að þær eru komnar dálítið langt, upplýsingar um einhvern sem mögulega tengist glæp á Íslandi og sem er mögulega blásaklaus af þeim glæpi. Þannig að þetta er í raun útgangsatriðið og það sem ákvörðunin snerist að,“ sagði Helga. Hún sagði að ákvörðunin hefði einungis tekið til þeirra upplýsinga þegar einhver er bendlaður við glæp. „Ef ætlunin er að nota samskiptamiðla einungis til þess að greina frá viðburðum og tilkynningum um almannavarnir og hættu eða eitthvað slíkt, þá er það ekki bannað og ekki tekið á því.“ Helga sagði þetta vandmeðfarið. „Þetta er eins og ef Covid-göngudeildin færi allt í einu að biðla upplýsingum til sinna sjúklinga og biðja um samskipti á Facebook. Það væri glórulaust. Lögreglan á að geta varið sín kerfi ef hún er að kalla eftir viðkvæmum upplýsingum sem þarf að passa.“ Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig var birt á Facebook, segir að síðan sé fyrst og fremst til þess að „koma mikilvægum skilaboðum til almennings, auðvelda samskipti, bæta og auka þjónustu við notendur og einnig að svara kalli nútímans um breyttar og fjölbreyttari samskiptaleiðir með því að fjölga þeim leiðum sem eru í boði.“ Þar segir einnig að í kjölfar ákvörðunar Persónuverndar í fyrra hafi verið farið yfir verklag og ákveðið að hætta að biðja um upplýsingar frá almenningi í gegnum miðilinn. Í stað þess verði aðrar leiðir nýttar. „Tekið skal fram að embættið veitir ekki persónugreinanlegar upplýsingar til aðila í gegnum samskiptamiðilinn heldur leiðbeinir fólki um að beina erindum í réttan farveg sé þess þörf. Því telur embættið að ekki sé tilefni til þess að hætta notkun þess á samfélagsmiðlinum í ljósi þess að um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir lögreglu til að ná til almennings og auka sýnileika lögreglu í samfélaginu.“ Lögreglan Facebook Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sú athugasemd byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlends stórfyrirtækisins. Um er að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Facebooksíðu embættisins yrði lokað vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Rætt var við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hún að allar upplýsingar og gögn sem lögreglan fær í gegnum Facebook endi í höndum META, fyrirtækisins sem á samfélagsmiðilinn. Þaðan séu þær svo jafnvel seldar til þriðju aðila. „Þannig að þær eru komnar dálítið langt, upplýsingar um einhvern sem mögulega tengist glæp á Íslandi og sem er mögulega blásaklaus af þeim glæpi. Þannig að þetta er í raun útgangsatriðið og það sem ákvörðunin snerist að,“ sagði Helga. Hún sagði að ákvörðunin hefði einungis tekið til þeirra upplýsinga þegar einhver er bendlaður við glæp. „Ef ætlunin er að nota samskiptamiðla einungis til þess að greina frá viðburðum og tilkynningum um almannavarnir og hættu eða eitthvað slíkt, þá er það ekki bannað og ekki tekið á því.“ Helga sagði þetta vandmeðfarið. „Þetta er eins og ef Covid-göngudeildin færi allt í einu að biðla upplýsingum til sinna sjúklinga og biðja um samskipti á Facebook. Það væri glórulaust. Lögreglan á að geta varið sín kerfi ef hún er að kalla eftir viðkvæmum upplýsingum sem þarf að passa.“ Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig var birt á Facebook, segir að síðan sé fyrst og fremst til þess að „koma mikilvægum skilaboðum til almennings, auðvelda samskipti, bæta og auka þjónustu við notendur og einnig að svara kalli nútímans um breyttar og fjölbreyttari samskiptaleiðir með því að fjölga þeim leiðum sem eru í boði.“ Þar segir einnig að í kjölfar ákvörðunar Persónuverndar í fyrra hafi verið farið yfir verklag og ákveðið að hætta að biðja um upplýsingar frá almenningi í gegnum miðilinn. Í stað þess verði aðrar leiðir nýttar. „Tekið skal fram að embættið veitir ekki persónugreinanlegar upplýsingar til aðila í gegnum samskiptamiðilinn heldur leiðbeinir fólki um að beina erindum í réttan farveg sé þess þörf. Því telur embættið að ekki sé tilefni til þess að hætta notkun þess á samfélagsmiðlinum í ljósi þess að um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir lögreglu til að ná til almennings og auka sýnileika lögreglu í samfélaginu.“
Lögreglan Facebook Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira