Stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2022 23:01 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann fær ekkert að spila með liði sínu Millwall og missti í kjölfarið sæti sitt í íslenska landsliðinu. Jón Daði var valinn fyrir komandi verkefni landsliðsins í Tyrklandi og fór yfir stöðu mála á samfélagsmiðlum sambandsins í dag. Hinn þrítugi Jón Daði hefur bókstaflega verið í frystikistunni hjá Millwall það sem lifir leiktíðar. Hann hefur aðeins spilað 18 mínútur á leiktíðinni en þær mínútur komu í deildarbikarleik. Þar sem hann hefur ekkert spilað þá hefur Arnar Þór Viðarsson ekki valið hann í verkefni íslenska landsliðsins að undanförnu. Hann var hvorki valinn er landsliðið kom saman í október og nóvember á síðasta ári. Training in the rain(ing) in Belek, Turkey. We play @UgandaCranes on Wednesday. pic.twitter.com/ZnwN6hDsUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 11, 2022 „Framundan er að reyna finna sér nýtt lið og betra fótboltaumhverfi til að vera í. Maður er enn á góðum aldri og maður vill ekki sóa tíma sínum fram að sumri. Það eru einhverjar þreifingar í gangi og það er verið að vinna í því að finna nýtt félag fyrir mig til að komast í og komast aftur í gang,“ sagði Jón Daði við KSÍ fyrr í dag. Ísland mætir Úganda á morgun og Suður-Kóreu á laugardaginn en báðir leikirnir fara fram í Tyrklandi. Um leikina hafði Jón Daði eftirfarandi að segja: „Þessir leikir eru virkilega mikilvægir. Ég held að það sé gott fyrir okkur að stilla okkur saman sem lið. Þetta er hellings reynsla fyrir ungu strákana að komast inn í hlutina og læra á þetta allt saman.“ Að lokum var framherjinn spurður út í hápunkt landsliðsferilsins sem spannar 60 leiki til þessa sem og þátttöku á bæði Evrópu- og heimsmeistaramóti. „Þegar stórt er spurt. Þetta er búið að vera hellings ferðalag og ég virkilega stoltur að vera búinn að spila svona marga leiki fyrir land og þjóð. Það er mikið af augnablikum, allt Evrópumótið, það voru svo mikil læti og spenna í landinu. Held að það sé það sem stendur hvað mest upp úr, sérstaklega að skora á stórmóti. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Jón Daði að endingu. Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Hinn þrítugi Jón Daði hefur bókstaflega verið í frystikistunni hjá Millwall það sem lifir leiktíðar. Hann hefur aðeins spilað 18 mínútur á leiktíðinni en þær mínútur komu í deildarbikarleik. Þar sem hann hefur ekkert spilað þá hefur Arnar Þór Viðarsson ekki valið hann í verkefni íslenska landsliðsins að undanförnu. Hann var hvorki valinn er landsliðið kom saman í október og nóvember á síðasta ári. Training in the rain(ing) in Belek, Turkey. We play @UgandaCranes on Wednesday. pic.twitter.com/ZnwN6hDsUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 11, 2022 „Framundan er að reyna finna sér nýtt lið og betra fótboltaumhverfi til að vera í. Maður er enn á góðum aldri og maður vill ekki sóa tíma sínum fram að sumri. Það eru einhverjar þreifingar í gangi og það er verið að vinna í því að finna nýtt félag fyrir mig til að komast í og komast aftur í gang,“ sagði Jón Daði við KSÍ fyrr í dag. Ísland mætir Úganda á morgun og Suður-Kóreu á laugardaginn en báðir leikirnir fara fram í Tyrklandi. Um leikina hafði Jón Daði eftirfarandi að segja: „Þessir leikir eru virkilega mikilvægir. Ég held að það sé gott fyrir okkur að stilla okkur saman sem lið. Þetta er hellings reynsla fyrir ungu strákana að komast inn í hlutina og læra á þetta allt saman.“ Að lokum var framherjinn spurður út í hápunkt landsliðsferilsins sem spannar 60 leiki til þessa sem og þátttöku á bæði Evrópu- og heimsmeistaramóti. „Þegar stórt er spurt. Þetta er búið að vera hellings ferðalag og ég virkilega stoltur að vera búinn að spila svona marga leiki fyrir land og þjóð. Það er mikið af augnablikum, allt Evrópumótið, það voru svo mikil læti og spenna í landinu. Held að það sé það sem stendur hvað mest upp úr, sérstaklega að skora á stórmóti. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Jón Daði að endingu.
Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira