29 ára verðlaunahafi á ÓL og HM lést í bílslysi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 11:30 Deon Lendore fagnar bronsverðlaunum á ÓL í London með félögum sínum í boðhlaupssveit Trínidad og Tóbagó. Hann er lengst til hægri. Getty/Jamie Squire Það er þjóðarsorg á Trínidad og Tóbagó eftir að einn fremsti íþróttamaður þjóðarinnar í gegnum tíðina lést í bílslysi. Hinn 29 ára gamli Deon Lendore lést eftir árekstur í Texas fylki í Bandaríkjunum. Hann var á leiðinni á milli Austin og College Station þegar hann missti stjórn á bílnum sem fór yfir á öfugan vegarhelming og fyrir annan bíl. It is with heavy hearts that we mourn the loss of Deon Lendore. An inspiration and motivator to those around him, the impact he had not only on Aggie track & field, but across the world, will be greatly missed.Here. https://t.co/eyIli0BGVY pic.twitter.com/dMn09LsfFh— Texas A&M Track & Field/Cross Country (@aggietfxc) January 11, 2022 Ökumaður hins bílsins, 65 ára kona, slasaðist illa og var flutt á sjúkrahús. Lendore keppti fyrir Texas A&M háskólann á sínum tíma og vann sem þjálfari við skólann. Hann var mjög sigursæll á háskólaferli sínum. Words cannot adequately express our sadness at the devastating and untimely loss of 3x Olympian and Olympic and World Championship bronze medalist Deon Lendore who has been an inspiration and motivation to us all both on an off the track. pic.twitter.com/jU2OKyqs6Z— Team TTO (@TTOlympic) January 11, 2022 Ólympíunefnd Trínidad og Tóbagó sagði frá fráfalli spretthlauparans. „Orð geta ekki lýst sorg okkar yfir því að missa þrefaldan Ólympíufara og bronshafa á bæði Heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum. Deon Leondre hefur verið okkur öllum innblástur innan sem utan vallar,“ segir í tilkenningu hennar. Deon Lendore vann bronsverðlaun í 4 x 400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í London 2012 en hann tók einnig þátt í leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó á síðasta ári. Hann hafði líka unnið þrenn bronsverðlaun á heimsmeistaramótum og einnig silfur í boðhlaupi á HM. Trinidad and Tobago 400m sprinter Deon Lendore killed in a car crash in Texas. 2012 Olympic bronze medalist (4x400m) and 2015 World championship silver medalist (4x400m) pic.twitter.com/tbn59pfhw7— Ato Boldon (@AtoBoldon) January 11, 2022 Á síðasta ári hljóp hann 400 metrana á 44,73 sekúndum þegar hann endaði í öðru sæti á Demantamóti í Stokkhólmi aðeins 0,1 sekúndu á eftir sigurvegaranum Kirani James frá Grenada. „Ég er algjöru áfalli og harmi lostin,“ skrifaði jamaíska hlaupakonan Natoya Goule á Instagram. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Trínidad og Tóbagó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Deon Lendore lést eftir árekstur í Texas fylki í Bandaríkjunum. Hann var á leiðinni á milli Austin og College Station þegar hann missti stjórn á bílnum sem fór yfir á öfugan vegarhelming og fyrir annan bíl. It is with heavy hearts that we mourn the loss of Deon Lendore. An inspiration and motivator to those around him, the impact he had not only on Aggie track & field, but across the world, will be greatly missed.Here. https://t.co/eyIli0BGVY pic.twitter.com/dMn09LsfFh— Texas A&M Track & Field/Cross Country (@aggietfxc) January 11, 2022 Ökumaður hins bílsins, 65 ára kona, slasaðist illa og var flutt á sjúkrahús. Lendore keppti fyrir Texas A&M háskólann á sínum tíma og vann sem þjálfari við skólann. Hann var mjög sigursæll á háskólaferli sínum. Words cannot adequately express our sadness at the devastating and untimely loss of 3x Olympian and Olympic and World Championship bronze medalist Deon Lendore who has been an inspiration and motivation to us all both on an off the track. pic.twitter.com/jU2OKyqs6Z— Team TTO (@TTOlympic) January 11, 2022 Ólympíunefnd Trínidad og Tóbagó sagði frá fráfalli spretthlauparans. „Orð geta ekki lýst sorg okkar yfir því að missa þrefaldan Ólympíufara og bronshafa á bæði Heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum. Deon Leondre hefur verið okkur öllum innblástur innan sem utan vallar,“ segir í tilkenningu hennar. Deon Lendore vann bronsverðlaun í 4 x 400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í London 2012 en hann tók einnig þátt í leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó á síðasta ári. Hann hafði líka unnið þrenn bronsverðlaun á heimsmeistaramótum og einnig silfur í boðhlaupi á HM. Trinidad and Tobago 400m sprinter Deon Lendore killed in a car crash in Texas. 2012 Olympic bronze medalist (4x400m) and 2015 World championship silver medalist (4x400m) pic.twitter.com/tbn59pfhw7— Ato Boldon (@AtoBoldon) January 11, 2022 Á síðasta ári hljóp hann 400 metrana á 44,73 sekúndum þegar hann endaði í öðru sæti á Demantamóti í Stokkhólmi aðeins 0,1 sekúndu á eftir sigurvegaranum Kirani James frá Grenada. „Ég er algjöru áfalli og harmi lostin,“ skrifaði jamaíska hlaupakonan Natoya Goule á Instagram.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Trínidad og Tóbagó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira