Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum okkar greinum við frá því sem fram kom á upplýsingafundi almannavarna um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum.

Þar kom meðal annars fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann muni að öllum líkindum skila nýju minnisblaði fyrir helgi þar sem lagt verði til að farið verði í harðari sóttvarnaaðgerðir.

Þá heyrum við í smábátasjómönnum en hljóðið í þeim er þungt eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram tillögu um skertar þorskveiðiheimildir til strandveiða.

Einnig fjöllum við um Boris Johnsson forsætisráðherra Breta sem er í miklum vandræðum vegna veislu sem boðað var til í Downingstræti 10 þegar samkomutakmarkanir í Bretlandi bönnuðu allt slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×