„Ég hvet engan til að fara í slík partý“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 13:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir . Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ræður fólki eindregið frá því að hittast til þess að smitast viljandi af ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar. Þetta var á meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var Þórólfur spurður að því, í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virðist vera vægara en önnur afbrigði, hvað hann myndi segja við þau sem hugsa með sér að best væri að næla í sér afbrigðið til að vera „búin“, ef svo mætti að orði komast. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, spurði þessarar spurningar og vísaði í svokölluð „hettusóttarpartý“, þegar foreldar létu börn sín visvitandi smitast af tiltölulega vægum sjúkdómum á borð við hettusótt og hlaupabólu til að öðlast ónæmi. „Það er mjög óráðlegt. Það stuðlar að aukinni útbreiðslu í samfélaginu og veiran hittir þá fyrir þá sem munu veikjast alvarlega og leggjast inn,“ svaraði Þórólfur. Þetta væri ekki góð hugmynd þegar allt kapp væri lagt á að draga úr þeim fjölda sem greinist með Covid-19 á hverjum degi. „Þetta hangir bara saman, útbreiðslan og hlutfallið sem þarf að leggjast inn. Það væri mjög óráðlegt á sama tíma og við erum að reyna að ná kúrfunni niður,“ sagði Þórólfur. Það væri ekki ráðlegt að halda slík „partý“ til að næla sér í ómíkrónafbrigði Covid-19. „Ég hvet engan til að fara í slík partý. Það gæti endað illa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. 12. janúar 2022 11:37 Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var Þórólfur spurður að því, í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virðist vera vægara en önnur afbrigði, hvað hann myndi segja við þau sem hugsa með sér að best væri að næla í sér afbrigðið til að vera „búin“, ef svo mætti að orði komast. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, spurði þessarar spurningar og vísaði í svokölluð „hettusóttarpartý“, þegar foreldar létu börn sín visvitandi smitast af tiltölulega vægum sjúkdómum á borð við hettusótt og hlaupabólu til að öðlast ónæmi. „Það er mjög óráðlegt. Það stuðlar að aukinni útbreiðslu í samfélaginu og veiran hittir þá fyrir þá sem munu veikjast alvarlega og leggjast inn,“ svaraði Þórólfur. Þetta væri ekki góð hugmynd þegar allt kapp væri lagt á að draga úr þeim fjölda sem greinist með Covid-19 á hverjum degi. „Þetta hangir bara saman, útbreiðslan og hlutfallið sem þarf að leggjast inn. Það væri mjög óráðlegt á sama tíma og við erum að reyna að ná kúrfunni niður,“ sagði Þórólfur. Það væri ekki ráðlegt að halda slík „partý“ til að næla sér í ómíkrónafbrigði Covid-19. „Ég hvet engan til að fara í slík partý. Það gæti endað illa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. 12. janúar 2022 11:37 Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. 12. janúar 2022 11:37
Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29