Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. janúar 2022 12:59 Hvað má og hvað má ekki segja þegar fjallað er um kynferðisbrot? Vísir/Vilhelm Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði. Gestir þáttarins voru Edda Falak, fjármálafræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Umræddir menn voru nafngreindir á samfélagsmiðlum í haust, í færslu sem var tekin út stuttu síðar, og málið lá í dvala þar til nú þar sem fjölmiðlar náðu ekki í neinn til að tjá sig um ásakanirnar. Þolendur sem hafa tjáð sig um reynslu sína hafa mátt sæta hótunum um lögsóknir og fjölmiðlamenn verið dæmdir fyrir meiðyrði þegar þeir hafa haft eftir viðmælendum. Eru teikn á lofti um að mörkin um hvað er ásættanlegt í þessu samhengi séu að færast til? Að rétturinn og frelsið til að segja frá sé að færast ofar í forgangsröðina heldur en réttur manna til að vera nafnlausir þar til þeir hafa verið dæmdir sekir af dómstólum? Þetta og fleira í Pallborðinu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þá má finna helstu umræðuefni þáttarins í textalýsingu í vaktinni hér að neðan.
Gestir þáttarins voru Edda Falak, fjármálafræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Umræddir menn voru nafngreindir á samfélagsmiðlum í haust, í færslu sem var tekin út stuttu síðar, og málið lá í dvala þar til nú þar sem fjölmiðlar náðu ekki í neinn til að tjá sig um ásakanirnar. Þolendur sem hafa tjáð sig um reynslu sína hafa mátt sæta hótunum um lögsóknir og fjölmiðlamenn verið dæmdir fyrir meiðyrði þegar þeir hafa haft eftir viðmælendum. Eru teikn á lofti um að mörkin um hvað er ásættanlegt í þessu samhengi séu að færast til? Að rétturinn og frelsið til að segja frá sé að færast ofar í forgangsröðina heldur en réttur manna til að vera nafnlausir þar til þeir hafa verið dæmdir sekir af dómstólum? Þetta og fleira í Pallborðinu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þá má finna helstu umræðuefni þáttarins í textalýsingu í vaktinni hér að neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Pallborðið Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira