Guðmundur var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 undir forystu Sólveigar Önnu sem var kjörinn formaður. Hann hefur setið í stjórn síðan þá.
Guðmundur vill deildarskipta félaginu með því að búa til litlar stjórnir eftir starfsstéttum, frá leikskólum, hafnarstarfsmönnum, hópferðarbílstjórum og úr fiskvinnslu, svo nokkur dæmi séu nefnd, til þess að móta kröfur inn í kjarasamningsviðræður.
Hann vill svo tilnefna fulltrúa úr hverri stjórn í kjarasamningsnefnd Eflingar inn í viðræðurnar sem hefjast í haust.
Lágir vextir séu gríðarlegt hagsmunamál
„Verkefni þessa árs verða fyrst og fremst undirbúningur fyrir kjarasamningana nú haust. Aðaláherslumál þeirra kjarasamninga verða fyrst og fremst um húsnæðismál, það er að segja að tryggja að leiguþak verði komið á leigumarkaðinn. Stuðla að byggingu ódýrra leiguíbúða eins og gert var með Bjarg leiguíbúðakerfið," segir Guðmundur og imprar á mikilvægi þess að Seðlabankinn tryggi áframhaldandi lága vexti í landinu.
„Vaxtastigið er gríðarlega mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar og allt fólkið í landinu."
Farið verði strax í að deildarskipta félaginu með því að kalla inn í litlar stjórnir frá leikskólum, þeim sem vinna við höfnina, Eimskip og Samskip, hópferðabílstjóra, fólk sem vinnur við aðhlynningu, fólk í fiskvinnslu og þar fram eftir götunum,"
Þessar litlu stjórnir muni svo vinna að og móta kröfur fyrir sitt fólk fyrir næstu kjarasamninga. Fulltrúar innan úr þessum litlu stjórnum, einn úr hverjum hópi, muni svo skipa kjarasamninganefnd Eflingar í viðræðunum í haust.
Vaxtastigið er gríðarlega mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar og allt fólkið í landinu
Tryggt að stjórnarmenn hafi aðgang að gögnum sem þeir biðja um
„Við munum halda áfram því góða starfi sem við vorum byrjuð á og og hlúa vel að félagsmönnum Eflingar. Þá verður tryggt að stjórnarmenn hafi aðgang að þeim gögnum sem þeir biðja um og varðar starfsemi Eflingar," segir Guðmundur.
Þar vísar hann í mál sem upp kom í Eflingu seint á síðasta ári þegar Guðmundur sakaði Sólveigu Önnu um að hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar.
Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í lok október í fyrra, líkt og frægt er orðið. Afsögnin kom í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á tveimur dögum áður en til afsagnarinnar kom. Átök á skrifstofu Eflingar voru eitt af því sem einkenndi formannsferil Sólveigar Önnu.
Þá verður tryggt að stjórnarmenn hafi aðgang að þeim gögnum sem þeir biðja um og varðar starfsemi Eflingar
Deilur Guðmundar og Sólveigar Önnu urðu opinberar í aðdraganda og um það leyti sem Sólveig Anna hætti störfum fyrir félagið
Guðmundur segir formann Eflingar þurfa að vera réttsýnan. „Formaður þarf að vera heiðarlegur og koma fram við fólk af virðingu. Vera diplómat en harður í horn að taka í samningum," segir Guðmundur.
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.