Guðmundur Árni snýr aftur í pólitík eftir sextán ár í utanríkisþjónustunni Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2022 23:33 Guðmundur Árni sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í komandi bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn, sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir kosningarnar í maí. Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook síðu sinni nú. Það er afar sjaldgæft, ef ekki óþekkt, að stjórnmálamenn sem farið hafa til starfa í utanríkisþjónustunni snúi aftur fremst á svið stjórnmálanna eins og Guðmundur Árni sækist nú eftir að gera. Guðmundur Árni segir í færslunni að margir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafi lýst yfir stuðningi við að hann byði sig fram til forystu í bænum. Samfylkingin hafi verið í minnihluta í Hafnarfirði síðast liðin átta ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið ríkjum. „Það er mikilvægt að allir Hafnfirðingar geti verið stoltir af bænum sínum. Það kallar á ný viðbrögð, opið stjórnkerfi og virka aðkoma bæjarbúa að endurbótum,“ segir Guðmundur í færslunni og bætir við að hann muni beita sér af fullum krafti og eftirvæntingu. Var vinsæll bæjarstjóri en sagði af sér ráðherraembætti Guðmundur Árni var í bæjarstjórnarmálum í tólf ár og þar af sjö ár bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins frá árinu 1991 til 1993 og þingmaður fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðan Samfylkinguna frá 1993 til 2003. Hann var félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994. Hann neyddist til að segja af sér ráðherraembætti hinn 11. nóvember 1994 eftir útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans sem aðallega snerist um skipan hans á mönnum í embætti. Eins og áður sagði sat hann þó á þingi í níu ár eftir það bæði fyrir Alþýðuflokk og Samfylkinguna. Síðast liðin sextán ár hefur hann gegnt embætti sendiherra víða en hefur nú óskað eftir því að koma heim frá Winnipeg þar sem hann er sendiherra af persónulegum ástæðum. Facebook færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook síðu sinni nú. Það er afar sjaldgæft, ef ekki óþekkt, að stjórnmálamenn sem farið hafa til starfa í utanríkisþjónustunni snúi aftur fremst á svið stjórnmálanna eins og Guðmundur Árni sækist nú eftir að gera. Guðmundur Árni segir í færslunni að margir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafi lýst yfir stuðningi við að hann byði sig fram til forystu í bænum. Samfylkingin hafi verið í minnihluta í Hafnarfirði síðast liðin átta ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið ríkjum. „Það er mikilvægt að allir Hafnfirðingar geti verið stoltir af bænum sínum. Það kallar á ný viðbrögð, opið stjórnkerfi og virka aðkoma bæjarbúa að endurbótum,“ segir Guðmundur í færslunni og bætir við að hann muni beita sér af fullum krafti og eftirvæntingu. Var vinsæll bæjarstjóri en sagði af sér ráðherraembætti Guðmundur Árni var í bæjarstjórnarmálum í tólf ár og þar af sjö ár bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins frá árinu 1991 til 1993 og þingmaður fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðan Samfylkinguna frá 1993 til 2003. Hann var félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994. Hann neyddist til að segja af sér ráðherraembætti hinn 11. nóvember 1994 eftir útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans sem aðallega snerist um skipan hans á mönnum í embætti. Eins og áður sagði sat hann þó á þingi í níu ár eftir það bæði fyrir Alþýðuflokk og Samfylkinguna. Síðast liðin sextán ár hefur hann gegnt embætti sendiherra víða en hefur nú óskað eftir því að koma heim frá Winnipeg þar sem hann er sendiherra af persónulegum ástæðum. Facebook færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira