Boðar mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 19:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Höfða í dag, þar sem aðalskipulagið var undirritað. Vísir/Sigurjón Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sést hér undirrita aðalskipulagið, hnausþykkt plagg, heilar 254 blaðsíður, en það tekur svo gildi strax á næstu dögum. Á meðal þess sem fest er í sessi með undirritun aðalskipulagsins er nýr íbúðareitur við KR-heimilið, flugvöllur í Vatnsmýri til 2032 og uppbygginarreitur við Sæbraut, sem á að setja í stokk. Allt að 2000 íbúðir á ári Reykjavíkurborg Yfirlit yfir helstu breytingar sem gera á í borginni næstu átján árin sést á kortinu hér fyrir ofan en ljóst er að þær eru allverulegar. Dagur segir að með undirrituninni í dag sé nú alveg ljóst hvar megi byggja - og koma til móts við húsnæðisskort. Hann bendir á að á meðalári hafi hingað til verið byggðar 600 íbúðir í Reykjavík. Hann boðar nú mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. „Þá getum við á grundvelli þessa aðalskipulags auðveldlega byggt um 1200 íbúðir á ári og jafnvel allt að 2000, allt eftir því hvað markaðurinn í raun, og húsnæðismarkaðurinn kallar á,“ segir Dagur. Spenntastur fyrir Borgarlínunni Hvenær verður byrjað að ráðast í þetta allt saman? Það er ekki nóg að skrifa undir plögg, það þarf eins og þú segir að láta verkin tala. „Ja, ein stærsta deiliskipulagsáætlun síðustu ára mun öðlast gildi samhliða þessu, sem er nýja byggðin uppi á Ártúnshöfða. Það verður eitt stærsta uppbyggingarsvæði okkar á næstu árum en líka reitir eins og Orkureiturinn, Heklureiturinn og fleiri reitir.“ Þá er borgarstjóri ekki í vafa um hvaða einstaka verkefni aðalskipulagsins hann er spenntastur fyrir. „Ég myndi segja að Borgarlínuframkvæmdin sé lykillinn að því að þetta gangi upp fyrir alla, gangi upp fyrir samgöngurnar og umferðina,“ segir Dagur. Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sést hér undirrita aðalskipulagið, hnausþykkt plagg, heilar 254 blaðsíður, en það tekur svo gildi strax á næstu dögum. Á meðal þess sem fest er í sessi með undirritun aðalskipulagsins er nýr íbúðareitur við KR-heimilið, flugvöllur í Vatnsmýri til 2032 og uppbygginarreitur við Sæbraut, sem á að setja í stokk. Allt að 2000 íbúðir á ári Reykjavíkurborg Yfirlit yfir helstu breytingar sem gera á í borginni næstu átján árin sést á kortinu hér fyrir ofan en ljóst er að þær eru allverulegar. Dagur segir að með undirrituninni í dag sé nú alveg ljóst hvar megi byggja - og koma til móts við húsnæðisskort. Hann bendir á að á meðalári hafi hingað til verið byggðar 600 íbúðir í Reykjavík. Hann boðar nú mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. „Þá getum við á grundvelli þessa aðalskipulags auðveldlega byggt um 1200 íbúðir á ári og jafnvel allt að 2000, allt eftir því hvað markaðurinn í raun, og húsnæðismarkaðurinn kallar á,“ segir Dagur. Spenntastur fyrir Borgarlínunni Hvenær verður byrjað að ráðast í þetta allt saman? Það er ekki nóg að skrifa undir plögg, það þarf eins og þú segir að láta verkin tala. „Ja, ein stærsta deiliskipulagsáætlun síðustu ára mun öðlast gildi samhliða þessu, sem er nýja byggðin uppi á Ártúnshöfða. Það verður eitt stærsta uppbyggingarsvæði okkar á næstu árum en líka reitir eins og Orkureiturinn, Heklureiturinn og fleiri reitir.“ Þá er borgarstjóri ekki í vafa um hvaða einstaka verkefni aðalskipulagsins hann er spenntastur fyrir. „Ég myndi segja að Borgarlínuframkvæmdin sé lykillinn að því að þetta gangi upp fyrir alla, gangi upp fyrir samgöngurnar og umferðina,“ segir Dagur.
Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira