„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2022 19:16 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún segir að ekki sé hægt að leggja meira á heilbrigðisstarfsfólk. Vísir/Egill Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. „Það er engin spurning, út af því ástandi sem núna varir og fólk er búið að vera að vinna í er langt umfram eðlilega vinnuskyldu eða það sem hægt er að krefjast af fólki,” segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, lagði til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag í pistil sem hún skrifaði á Vísi í gær. Guðbjörg tekur undir þetta og segir að líta megi á þetta sem ákveðna vertíð; starfsfólk einangri sig í skiptum fyrir þóknun. „Fólk hefur nú þegar verið að gera það. Það hefur verið að einangra sig frá heimilum, frá restinni af fjölskyldunni, til þess að geta farið á næstu vakt. Það fer jafnvel út fyrir heimilið og gistir annars staðar. Það hafa ekki verið neinar greiðslur eða neitt fyrir það.” Þá þurfi allir að leggjast á eitt; ekki síst vegna fjölda barna sem séu að smitast. „Það er byrjað að bólusetja þau sem betur fer. Þau stunda skóla, þau veikjast, það fóru tólf hundruð í skimun í gær – til þess eins að halda uppi einstaklingsfrelsi. Fyrir hvað? Okkur fullorðna fólkið sem er tví- og þríbólusett. Ég set mjög stórt spurningarmerki við stöðuna eins og hún er og það sem börnin þurfa að ganga í gegnum,” segir Guðbjörg. „Nú er það bara þannig, með eða án minnisblaðs, að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir reglunum sem við vitum hverjar eru. Höldum okkur til hlés og náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
„Það er engin spurning, út af því ástandi sem núna varir og fólk er búið að vera að vinna í er langt umfram eðlilega vinnuskyldu eða það sem hægt er að krefjast af fólki,” segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, lagði til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag í pistil sem hún skrifaði á Vísi í gær. Guðbjörg tekur undir þetta og segir að líta megi á þetta sem ákveðna vertíð; starfsfólk einangri sig í skiptum fyrir þóknun. „Fólk hefur nú þegar verið að gera það. Það hefur verið að einangra sig frá heimilum, frá restinni af fjölskyldunni, til þess að geta farið á næstu vakt. Það fer jafnvel út fyrir heimilið og gistir annars staðar. Það hafa ekki verið neinar greiðslur eða neitt fyrir það.” Þá þurfi allir að leggjast á eitt; ekki síst vegna fjölda barna sem séu að smitast. „Það er byrjað að bólusetja þau sem betur fer. Þau stunda skóla, þau veikjast, það fóru tólf hundruð í skimun í gær – til þess eins að halda uppi einstaklingsfrelsi. Fyrir hvað? Okkur fullorðna fólkið sem er tví- og þríbólusett. Ég set mjög stórt spurningarmerki við stöðuna eins og hún er og það sem börnin þurfa að ganga í gegnum,” segir Guðbjörg. „Nú er það bara þannig, með eða án minnisblaðs, að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir reglunum sem við vitum hverjar eru. Höldum okkur til hlés og náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira