Danir hafi vanrækt handritasáttmálann Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. janúar 2022 07:01 Lilja stendur föst á sínu. Handritin skulu heim. vísir/vilhelm Danir hafa ekki uppfyllt öll skilyrði hins sögulega handritasáttmála að mati menningarmálaráðherra. Hún kallar eftir því að Danir efli rannsóknir sínar á miðaldabókmenntum og mun áfram berjast fyrir því að fá þau flest flutt til Íslands. Lítið hefur komið út úr störfum samráðsnefndar Íslands og Danmerkur um handritin sem var stofnuð fyrir tveimur árum. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur í sinni stjórnartíð talað fyrir því að fá þau íslensku miðaldahandrit sem enn eru í vörslu Dana hingað heim. Í vikunni birti Danska Ríkisútvarpið viðtal við ráðherrann þar sem hún gagnrýndi meðal annars framlag Dana til fræðanna. „Danir hafa ekki sinnt í eins miklum mæli rannsóknarskyldu sinni, ef við skoðum samninginn og þeir hafa líka verið að skera niður fjárveitingar til Norrænna fræða í Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Í handritasáttmálanum var ákveðið að Íslendingar fengju hluta handritanna aftur og að bæði lönd myndu sinna rannsóknum á þeim. Einnig er þar kveðið á um Íslendingar geti ekki krafist þess að fá fleiri handrit afhent. Vildu hindra það að einhver eins og Lilja kæmi til sögunnar Er þessi samningur þá orðinn úreltur að mati ráðherrans? „Hann var mjög umdeildur á sínum tíma. Það voru mjög margir Danir sem vildu alls ekki að handritin færu hérna eða að svona helmingurinn kæmi til Íslands því að þeir höfðu áhyggjur af því að það myndi einhver koma seinna meir eins og ég og segja heyrðu það ætti eitthvað meira að koma,“ segir Lilja. Þó telur hún að hægt sé að vinna innan samkomulagsins með því að fá langtímalán á handritunum. Danir neituðu nýlega Norðmönnum um svipaða langtímalánsbeiðni og hafa margir litið á það sem merki þess að enginn vilji sé þeim megin til að skila menningarverðmætum aftur til upprunalandanna. Lilju þykir synd að handritin séu geymd þar sem þeim sé ekki sinnt eins vel og hægt er. „Já ég tel að svo sé. Og dönsk yfirvöld segja að þau geti gert betur. En ég segi við getum líka gert enn betur,“ segir Lilja. Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Háskólar Bókmenntir Danmörk Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Lítið hefur komið út úr störfum samráðsnefndar Íslands og Danmerkur um handritin sem var stofnuð fyrir tveimur árum. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur í sinni stjórnartíð talað fyrir því að fá þau íslensku miðaldahandrit sem enn eru í vörslu Dana hingað heim. Í vikunni birti Danska Ríkisútvarpið viðtal við ráðherrann þar sem hún gagnrýndi meðal annars framlag Dana til fræðanna. „Danir hafa ekki sinnt í eins miklum mæli rannsóknarskyldu sinni, ef við skoðum samninginn og þeir hafa líka verið að skera niður fjárveitingar til Norrænna fræða í Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Í handritasáttmálanum var ákveðið að Íslendingar fengju hluta handritanna aftur og að bæði lönd myndu sinna rannsóknum á þeim. Einnig er þar kveðið á um Íslendingar geti ekki krafist þess að fá fleiri handrit afhent. Vildu hindra það að einhver eins og Lilja kæmi til sögunnar Er þessi samningur þá orðinn úreltur að mati ráðherrans? „Hann var mjög umdeildur á sínum tíma. Það voru mjög margir Danir sem vildu alls ekki að handritin færu hérna eða að svona helmingurinn kæmi til Íslands því að þeir höfðu áhyggjur af því að það myndi einhver koma seinna meir eins og ég og segja heyrðu það ætti eitthvað meira að koma,“ segir Lilja. Þó telur hún að hægt sé að vinna innan samkomulagsins með því að fá langtímalán á handritunum. Danir neituðu nýlega Norðmönnum um svipaða langtímalánsbeiðni og hafa margir litið á það sem merki þess að enginn vilji sé þeim megin til að skila menningarverðmætum aftur til upprunalandanna. Lilju þykir synd að handritin séu geymd þar sem þeim sé ekki sinnt eins vel og hægt er. „Já ég tel að svo sé. Og dönsk yfirvöld segja að þau geti gert betur. En ég segi við getum líka gert enn betur,“ segir Lilja.
Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Háskólar Bókmenntir Danmörk Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira