Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 93-71 | Þægilegt hjá heimamönnum Andri Már Eggertsson skrifar 14. janúar 2022 22:15 Úr leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Valur vann góðan sigur á Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá að liðin væru hlið við hlið í töflunni fyrir leik en Valur vann leikinn með 22 stiga mun. Bæði lið voru í vandræðum með að finna takt í upphafi leiks og þurfti fimm sóknir til að fá fyrstu körfu leiksins en það var Hjálmar Stefánsson sem setti niður þriggja stiga skot og gerði fyrstu stig Vals í Subway-deildinni á árinu 2022. Jafnræði var með liðunum í fyrsta fjórðungi og skiptust liðin á að taka stutt áhlaup. Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Javon Bess skoruðu 14 af fyrstu 19 stigum Tindastóls. Javone Bess skoraði 22 stig í kvöldVísir/Bára Dröfn Valur byrjaði annan leikhluta af mikilli ákefð og náði 10-3 kafla strax og komst í átta stiga forystu. Tindastóll minnkaði muninn niður í þrjú stig. Valur var þó með yfirhöndina í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 47-39. Leikur Tindastóls versnaði í seinni hálfleik og voru gestirnir í miklum vandræðum í þriðja leikhluta. Tilþrif kvöldsins átti Kristófer Acox í 3. leikhluta þegar hann fékk flugbraut að körfunni og tróð með miklum tilþrifum. Kristófer tróð með tilþrifumVísir/Bára Dröfn Á meðan ekkert gekk upp í sóknarleik Tindastóls, létu Valsmenn boltann ganga hratt milli manna og fengu auðveldar körfur. Þegar 3. leikhluta lauk var Valur með sextán stiga forystu og vilji gestanna að koma til baka enginn. Valur gaf ekkert eftir í síðasta fjórðungi og var það þeirra stigahæsti leikhluti. Kristófer Acox og Pablo Bertone sáu um sóknarleik Vals. Samanlagt skoruðu þeir 21 stig af 26 stigum Vals í leikhlutanum. Valur vann að lokum 22 stiga sigur 93-71. Valsmenn fögnuðu sínum fyrsta sigri á árinuVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Valur? Varnarleikur Vals saltaði gestina frá Sauðárkróki. Varnarmenn Vals drógu tennurnar úr leikmönnum Tindastóls sem áttu engin svör við varnarleik heimamanna. Það getur verið strembið að spila aftur eftir fjögurra vikan hlé en Valur leysti verkefnið afar vel og virkaði vel undirbúið. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Bertone átti glansleik í kvöld. Pablo Bertone skoraði 32 stig, gaf 5 stoðsendingar og endaði með 35 framlagspunkta. Kristófer Acox tók mikið til sín sem setti gestina í mikil vandræði. Kristófer endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 24 stig og tók 12 fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Tindastóls var afar slakur. Javone Bess gerði 22 stig en annars gerði enginn leikmaður Tindastóls yfir tíu stig. Sigtryggur Arnar Björnsson náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afar illa. Hvað gerist næst? Tindastóll fer til Ísafjarðar og mætir Vestra næsta mánudag klukkan 19:15. Grindavík og Valur mætast næsta fimmtudag klukkan 20:15. Finnur Freyr: Kemur í ljós hvort við fáum kana Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með sigurinnVísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur á Tindastól. „Ég var ánægður með varnarleikinn í kvöld. Þegar við löguðum það sem við vorum að gera illa í fyrri hálfleik þá fannst mér við vera með þá,“ sagði Finnur Freyr ánægður með varnarleikinn. Valur tapaði gegn Breiðabliki í síðasta leik en þá sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, að Valur væri óskilvirkasta lið deildarinnar í sókn. Valur skoraði 96 stig í kvöld og var Finnur ánægður með sóknarleikinn. „Pablo Bertone og Kristófer Acox áttu góðan leik og við héldum tampi þegar Kári Jónsson datt út. Menn segja ýmislegt og sumir geta leyft sér það.“ Félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin og var Finnur óviss hvort það kæmi kani eða hversu margir kanar kæmu. Baldur: Það var hvorki orka né vilji til að spila Baldur var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur með tuttugu og tveggja stiga tap gegn Val. „Mér fannst við lélegir á báðum endum vallarins. Við misstum Val langt frá okkur í seinni hálfleik,“ sagði Baldur svekktur eftir leik. Baldur var afar svekktur með sitt lið sem gaf mikið eftir í öðrum og þriðja leikhluta. „Varnarleikurinn var slakur og sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska. Það var hvorki orka né vilji til að spila og verðum við að líta í eigin barm og gera betur.“ „Mér fannst við aldrei ná neinu augnabliki í leiknum og virkaði allt sem við gerðum einfaldlega flatt.“ Það var aðeins einn leikmaður í liði Tindastóls sem gerði yfir tíu stig og fannst Baldri vanta framlag frá fleirum. „Það er auðvitað þannig að við þurfum framlag frá fleirum en bara Javon Bess sóknarlega,“ sagði Baldur að lokum. Myndir: Helgi Rafn gerði 2 stig gegn ValVísir/Bára Dröfn Pablo Bertone átti frábæran leikVísir/Bára Dröfn Kári Jónsson fór meiddur af velliVísir/Bára Dröfn Sveinn Búi Birgisson skoraði skilur Pétur eftirVísir/Bára Dröfn Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Íslenski körfuboltinn Körfubolti
Valur vann góðan sigur á Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá að liðin væru hlið við hlið í töflunni fyrir leik en Valur vann leikinn með 22 stiga mun. Bæði lið voru í vandræðum með að finna takt í upphafi leiks og þurfti fimm sóknir til að fá fyrstu körfu leiksins en það var Hjálmar Stefánsson sem setti niður þriggja stiga skot og gerði fyrstu stig Vals í Subway-deildinni á árinu 2022. Jafnræði var með liðunum í fyrsta fjórðungi og skiptust liðin á að taka stutt áhlaup. Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Javon Bess skoruðu 14 af fyrstu 19 stigum Tindastóls. Javone Bess skoraði 22 stig í kvöldVísir/Bára Dröfn Valur byrjaði annan leikhluta af mikilli ákefð og náði 10-3 kafla strax og komst í átta stiga forystu. Tindastóll minnkaði muninn niður í þrjú stig. Valur var þó með yfirhöndina í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 47-39. Leikur Tindastóls versnaði í seinni hálfleik og voru gestirnir í miklum vandræðum í þriðja leikhluta. Tilþrif kvöldsins átti Kristófer Acox í 3. leikhluta þegar hann fékk flugbraut að körfunni og tróð með miklum tilþrifum. Kristófer tróð með tilþrifumVísir/Bára Dröfn Á meðan ekkert gekk upp í sóknarleik Tindastóls, létu Valsmenn boltann ganga hratt milli manna og fengu auðveldar körfur. Þegar 3. leikhluta lauk var Valur með sextán stiga forystu og vilji gestanna að koma til baka enginn. Valur gaf ekkert eftir í síðasta fjórðungi og var það þeirra stigahæsti leikhluti. Kristófer Acox og Pablo Bertone sáu um sóknarleik Vals. Samanlagt skoruðu þeir 21 stig af 26 stigum Vals í leikhlutanum. Valur vann að lokum 22 stiga sigur 93-71. Valsmenn fögnuðu sínum fyrsta sigri á árinuVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Valur? Varnarleikur Vals saltaði gestina frá Sauðárkróki. Varnarmenn Vals drógu tennurnar úr leikmönnum Tindastóls sem áttu engin svör við varnarleik heimamanna. Það getur verið strembið að spila aftur eftir fjögurra vikan hlé en Valur leysti verkefnið afar vel og virkaði vel undirbúið. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Bertone átti glansleik í kvöld. Pablo Bertone skoraði 32 stig, gaf 5 stoðsendingar og endaði með 35 framlagspunkta. Kristófer Acox tók mikið til sín sem setti gestina í mikil vandræði. Kristófer endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 24 stig og tók 12 fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Tindastóls var afar slakur. Javone Bess gerði 22 stig en annars gerði enginn leikmaður Tindastóls yfir tíu stig. Sigtryggur Arnar Björnsson náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afar illa. Hvað gerist næst? Tindastóll fer til Ísafjarðar og mætir Vestra næsta mánudag klukkan 19:15. Grindavík og Valur mætast næsta fimmtudag klukkan 20:15. Finnur Freyr: Kemur í ljós hvort við fáum kana Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með sigurinnVísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur á Tindastól. „Ég var ánægður með varnarleikinn í kvöld. Þegar við löguðum það sem við vorum að gera illa í fyrri hálfleik þá fannst mér við vera með þá,“ sagði Finnur Freyr ánægður með varnarleikinn. Valur tapaði gegn Breiðabliki í síðasta leik en þá sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, að Valur væri óskilvirkasta lið deildarinnar í sókn. Valur skoraði 96 stig í kvöld og var Finnur ánægður með sóknarleikinn. „Pablo Bertone og Kristófer Acox áttu góðan leik og við héldum tampi þegar Kári Jónsson datt út. Menn segja ýmislegt og sumir geta leyft sér það.“ Félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin og var Finnur óviss hvort það kæmi kani eða hversu margir kanar kæmu. Baldur: Það var hvorki orka né vilji til að spila Baldur var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur með tuttugu og tveggja stiga tap gegn Val. „Mér fannst við lélegir á báðum endum vallarins. Við misstum Val langt frá okkur í seinni hálfleik,“ sagði Baldur svekktur eftir leik. Baldur var afar svekktur með sitt lið sem gaf mikið eftir í öðrum og þriðja leikhluta. „Varnarleikurinn var slakur og sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska. Það var hvorki orka né vilji til að spila og verðum við að líta í eigin barm og gera betur.“ „Mér fannst við aldrei ná neinu augnabliki í leiknum og virkaði allt sem við gerðum einfaldlega flatt.“ Það var aðeins einn leikmaður í liði Tindastóls sem gerði yfir tíu stig og fannst Baldri vanta framlag frá fleirum. „Það er auðvitað þannig að við þurfum framlag frá fleirum en bara Javon Bess sóknarlega,“ sagði Baldur að lokum. Myndir: Helgi Rafn gerði 2 stig gegn ValVísir/Bára Dröfn Pablo Bertone átti frábæran leikVísir/Bára Dröfn Kári Jónsson fór meiddur af velliVísir/Bára Dröfn Sveinn Búi Birgisson skoraði skilur Pétur eftirVísir/Bára Dröfn Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti