Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2022 11:44 Einar Hermannsson er formaður SÁÁ. VÍSIR/VILHELM Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. Stundin greindi frá málinu í morgun en það á sér margra mánaða aðdraganda en eftirlitsdeild Sjúkratrygginga hóf eftirlit með starfsemi SÁÁ í febrúar í fyrra. SÁÁ var svo tilkynnt um lokaniðurstöðu eftirlitsnefndar 29. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við þrennt; að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Einar Hermannsson formaður SÁÁ bendir á að grípa hafi þurft til lokunarinnar vegna heimsfaraldurs. „Þau vilja rukka okkur um að við lokuðum þegar mestu fjöldatakmarkanirnar voru, við gátum ekki haldið úti starfsemi í húsinu bara út af fjölda. Hér á göngudeildinni í Efstaleiti eru um 27 þúsund heimsóknir á ári,“ segir Einar. „Á sér enga stoð í raunveruleikanum“ Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga. Það er talað um sutt óumbeðin símtöl, sem hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Þetta hljómar ekki sérstaklega vel, hvernig útskýrið þið þetta? „Þegar þú lest þetta svona hljómar þetta mjög illa, ég get alveg tekið undir það. En þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing,“ segir Einar. „En við höfum svosem sagt að það geti vel verið að það sé pínulítill hluti sem var ekki rétt rukkaður.“ Ekki heldur náðst í Kjartan Hrein Njálsson aðstoðarmann Landlæknis í dag en hann staðfestir við Stundina að embættið hafi verið upplýst um málið. Einar segir næstu skref að ræða við Sjúkratryggingar. „Það hefur í raun ekkert samtal átt sér stað allt þetta ferli.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Sigurjón María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir þó að mikil samskipti hafi verið við SÁÁ í gegnum ferlið. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ segir María. Fréttin var uppfærð klukkan 12:08 með viðbrögðum frá Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Stundin greindi frá málinu í morgun en það á sér margra mánaða aðdraganda en eftirlitsdeild Sjúkratrygginga hóf eftirlit með starfsemi SÁÁ í febrúar í fyrra. SÁÁ var svo tilkynnt um lokaniðurstöðu eftirlitsnefndar 29. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við þrennt; að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Einar Hermannsson formaður SÁÁ bendir á að grípa hafi þurft til lokunarinnar vegna heimsfaraldurs. „Þau vilja rukka okkur um að við lokuðum þegar mestu fjöldatakmarkanirnar voru, við gátum ekki haldið úti starfsemi í húsinu bara út af fjölda. Hér á göngudeildinni í Efstaleiti eru um 27 þúsund heimsóknir á ári,“ segir Einar. „Á sér enga stoð í raunveruleikanum“ Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga. Það er talað um sutt óumbeðin símtöl, sem hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Þetta hljómar ekki sérstaklega vel, hvernig útskýrið þið þetta? „Þegar þú lest þetta svona hljómar þetta mjög illa, ég get alveg tekið undir það. En þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing,“ segir Einar. „En við höfum svosem sagt að það geti vel verið að það sé pínulítill hluti sem var ekki rétt rukkaður.“ Ekki heldur náðst í Kjartan Hrein Njálsson aðstoðarmann Landlæknis í dag en hann staðfestir við Stundina að embættið hafi verið upplýst um málið. Einar segir næstu skref að ræða við Sjúkratryggingar. „Það hefur í raun ekkert samtal átt sér stað allt þetta ferli.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Sigurjón María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir þó að mikil samskipti hafi verið við SÁÁ í gegnum ferlið. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ segir María. Fréttin var uppfærð klukkan 12:08 með viðbrögðum frá Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.
Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira