Nýjar hæðir í sýnatökum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2022 11:54 Von er á miklum fjölda barna í sýnatökur á morgun. vísir/vilhelm Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna Covid-prófa. Í þessari viku hafa allt að sex þúsund sýni verið tekin á dag á Suðurlandsbrautinni þar sem heilsugæslan býður upp á sýnatöku. „Það er búið að vera álag alla vikuna og þá sérstaklega mikið álag hérna að taka sýnatöku hjá börnum. Búið að vera það alla vikuna og byrjaði svo sem í síðustu viku. Það er fyrirséð að það verði áfram þannig að þetta eru alveg nýjar hæðir sem við erum að fara í í sýnatökum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hvað mest hefur verið að gera hafa eitt þúsund börn mætt í sýnatöku. „Þessar tölur sem ég er að tala um, þegar ég er að tala um þúsund börn, það eru átta ára og yngir þannig að þau eru álíka mörg sem eru átta ára og eldri. Átta til átján þannig að þetta eru ansi mörg börn.“ Yfir níu hundruð börn mæta á morgun Ragnheiður segir það taka fimm sinumm lengri tíma að taka sýni hjá barni en fullorðnum sem geri allt miklu erfiðara. Þá er búist við miklu álagi á morgun þegar fjöldi barna mætir í sýnatöku enn eina ferðina. „Bara 900 börn eru að losna úr sóttkví á morgun en það eru þau sem voru útsett á mánudaginn.“ Börn sem mæta í covid-próf fara nú í sér röð en Ragnheiður segir það fyrirkomulag hafa reynst vel. „Við teljum að það sé betra því þarna erum við okkar færasta fólk til þess að taka þessi sýni og fólkið sem er með bestu reynsluna og mestu reynsluna og flest fagfólk þar líka. Þannig það er ástæðan fyrir því að við reynum að taka þau þarna öðru megin.“ Ragnheiður segir stöðuna erfiða og álagið á allt starfsfólk mjög mikið. „Við erum náttúrulega komin yfir þolmörkin myndi ég segja þannig við erum bara einhvern veginn að reyna hvern dag að bregðast við hvað við getum.“ Hún telur þó ekki þurfa að koma til þess að fólki verði vísað frá. „Ég hugsa að við myndum nú seint vísa fólki frá en við munum bara reyna að bregast við á hverjum degi hvað við getum og þá hvort við opnum annars staðar eða á fleiri stöðvar eða köllum til fleira fagfólk eins og við höfum verið að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51 1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32 Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Mikið álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna Covid-prófa. Í þessari viku hafa allt að sex þúsund sýni verið tekin á dag á Suðurlandsbrautinni þar sem heilsugæslan býður upp á sýnatöku. „Það er búið að vera álag alla vikuna og þá sérstaklega mikið álag hérna að taka sýnatöku hjá börnum. Búið að vera það alla vikuna og byrjaði svo sem í síðustu viku. Það er fyrirséð að það verði áfram þannig að þetta eru alveg nýjar hæðir sem við erum að fara í í sýnatökum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hvað mest hefur verið að gera hafa eitt þúsund börn mætt í sýnatöku. „Þessar tölur sem ég er að tala um, þegar ég er að tala um þúsund börn, það eru átta ára og yngir þannig að þau eru álíka mörg sem eru átta ára og eldri. Átta til átján þannig að þetta eru ansi mörg börn.“ Yfir níu hundruð börn mæta á morgun Ragnheiður segir það taka fimm sinumm lengri tíma að taka sýni hjá barni en fullorðnum sem geri allt miklu erfiðara. Þá er búist við miklu álagi á morgun þegar fjöldi barna mætir í sýnatöku enn eina ferðina. „Bara 900 börn eru að losna úr sóttkví á morgun en það eru þau sem voru útsett á mánudaginn.“ Börn sem mæta í covid-próf fara nú í sér röð en Ragnheiður segir það fyrirkomulag hafa reynst vel. „Við teljum að það sé betra því þarna erum við okkar færasta fólk til þess að taka þessi sýni og fólkið sem er með bestu reynsluna og mestu reynsluna og flest fagfólk þar líka. Þannig það er ástæðan fyrir því að við reynum að taka þau þarna öðru megin.“ Ragnheiður segir stöðuna erfiða og álagið á allt starfsfólk mjög mikið. „Við erum náttúrulega komin yfir þolmörkin myndi ég segja þannig við erum bara einhvern veginn að reyna hvern dag að bregðast við hvað við getum.“ Hún telur þó ekki þurfa að koma til þess að fólki verði vísað frá. „Ég hugsa að við myndum nú seint vísa fólki frá en við munum bara reyna að bregast við á hverjum degi hvað við getum og þá hvort við opnum annars staðar eða á fleiri stöðvar eða köllum til fleira fagfólk eins og við höfum verið að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51 1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32 Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51
1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32
Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44
Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05