Allt að tólf milljóna veitingastyrkur í boði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2022 15:26 Nýr veitingastyrkur verður kynntur til sögunnar. Vísir/Hanna Eigendur ákveðinna veitingastaða geta átt rétt að allt að tólf milljóna veitingastyrk til að mæta áhrifum sem samkomutakmarkanir hafa haft á rekstur þeirra. Þetta er á meðal þeirra efnahagslegu aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í, eftir að tilkynnt var í dag að samkomutakmarkanir yrðu hertar til 2. febrúar næstkomandi. Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað en áfram mega 20 manns að hámarki vera saman í rými á veitingastöðum, sem mega hafa opið til 21. Stefnt er að því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, muni leggja fram frumvarp þar sem þeir, sem reka veitingastaði með veitingaleyfi II og III og orðið hafa fyrir minnst tuttugu prósent tekjufalli í desember 2021 til mars á þessu ári vegna takmarkana á opnunartíma, geti sótt um styrk sem geti numið allt að tólf milljónum króna fyrir tímabilið. Styrkfjárhæðin ræðst annars vegar af fjölda stöðugilda og hins vegar af tekjufalli hvers fyrirtækisins. Þá mun ríkisstjórnin einnig leggja fram frumvarp sem heimilar ákveðnum veitingastöðum, sem hafa orðið að sæta takmörkunum á opnunartíma, að fresta staðgreiðslu skatta og greiðslu tryggingagjalds. „Frá því samkomutakmarkanir voru hertar í nóvember er merkjanlegur samdráttur í greiðslukortaveltu hjá fyrirtækjum í veitingarekstri, ólíkt þróun í hagkerfinu í heild. Hertar takmarkanir hafa þannig haft mikil áhrif á starfsemi ákveðinna fyrirtækja í veitingarekstri og leitt til samdráttar í tekjum þeirra. Á þetta fyrst og fremst við um fyrirtæki með vínveitingaleyfi, s.s. veitingahús og bari,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Eigendum veitingastaða með veitingaleyfi í flokki II og III verður þannig heimilað að fresta allt að tveimur greiðslum á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Í frumvarpinu er einnig lagt til að umsóknarfrestur vegna viðspyrnustyrkja fyrir nóvembermánuð 2021 verði framlengdur til 1. mars 2022, en þeir styrkir ná til allra atvinnugreina að því gefnu að tekjufallsviðmið séu uppfyllt. Frestur til að sækja um viðspyrnustyrki rann út 31. desember 2021. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Segir veitingaaðilum létt með óbreyttum reglum og styrkjum Reglur hvað varða veitingastaði hér á landi eru nokkurn veginn óbreyttar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta mikinn létti fyrir veitingahúsaeigendur og hótelrekendur sem hafi verið farnir að reikna með enn harðarði takmörkunum. 14. janúar 2022 14:18 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Meiri neysla við hápunkt faraldursins en árið 2019 Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst um 14% í desember miðað við sama mánuð árið 2020. Kortavelta Íslendinga erlendis nam tæplega 18 milljörðum króna og jókst um 90% milli ára miðaða við fast gengi. 14. janúar 2022 13:32 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Þetta er á meðal þeirra efnahagslegu aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í, eftir að tilkynnt var í dag að samkomutakmarkanir yrðu hertar til 2. febrúar næstkomandi. Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað en áfram mega 20 manns að hámarki vera saman í rými á veitingastöðum, sem mega hafa opið til 21. Stefnt er að því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, muni leggja fram frumvarp þar sem þeir, sem reka veitingastaði með veitingaleyfi II og III og orðið hafa fyrir minnst tuttugu prósent tekjufalli í desember 2021 til mars á þessu ári vegna takmarkana á opnunartíma, geti sótt um styrk sem geti numið allt að tólf milljónum króna fyrir tímabilið. Styrkfjárhæðin ræðst annars vegar af fjölda stöðugilda og hins vegar af tekjufalli hvers fyrirtækisins. Þá mun ríkisstjórnin einnig leggja fram frumvarp sem heimilar ákveðnum veitingastöðum, sem hafa orðið að sæta takmörkunum á opnunartíma, að fresta staðgreiðslu skatta og greiðslu tryggingagjalds. „Frá því samkomutakmarkanir voru hertar í nóvember er merkjanlegur samdráttur í greiðslukortaveltu hjá fyrirtækjum í veitingarekstri, ólíkt þróun í hagkerfinu í heild. Hertar takmarkanir hafa þannig haft mikil áhrif á starfsemi ákveðinna fyrirtækja í veitingarekstri og leitt til samdráttar í tekjum þeirra. Á þetta fyrst og fremst við um fyrirtæki með vínveitingaleyfi, s.s. veitingahús og bari,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Eigendum veitingastaða með veitingaleyfi í flokki II og III verður þannig heimilað að fresta allt að tveimur greiðslum á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Í frumvarpinu er einnig lagt til að umsóknarfrestur vegna viðspyrnustyrkja fyrir nóvembermánuð 2021 verði framlengdur til 1. mars 2022, en þeir styrkir ná til allra atvinnugreina að því gefnu að tekjufallsviðmið séu uppfyllt. Frestur til að sækja um viðspyrnustyrki rann út 31. desember 2021.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Segir veitingaaðilum létt með óbreyttum reglum og styrkjum Reglur hvað varða veitingastaði hér á landi eru nokkurn veginn óbreyttar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta mikinn létti fyrir veitingahúsaeigendur og hótelrekendur sem hafi verið farnir að reikna með enn harðarði takmörkunum. 14. janúar 2022 14:18 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Meiri neysla við hápunkt faraldursins en árið 2019 Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst um 14% í desember miðað við sama mánuð árið 2020. Kortavelta Íslendinga erlendis nam tæplega 18 milljörðum króna og jókst um 90% milli ára miðaða við fast gengi. 14. janúar 2022 13:32 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48
Segir veitingaaðilum létt með óbreyttum reglum og styrkjum Reglur hvað varða veitingastaði hér á landi eru nokkurn veginn óbreyttar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta mikinn létti fyrir veitingahúsaeigendur og hótelrekendur sem hafi verið farnir að reikna með enn harðarði takmörkunum. 14. janúar 2022 14:18
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03
Meiri neysla við hápunkt faraldursins en árið 2019 Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst um 14% í desember miðað við sama mánuð árið 2020. Kortavelta Íslendinga erlendis nam tæplega 18 milljörðum króna og jókst um 90% milli ára miðaða við fast gengi. 14. janúar 2022 13:32