Sóknarmennirnir okkar þurfa að stíga upp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 09:00 Thomas Tuchel var ekki sáttur. EPA-EFE/Tim Keeton Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var ekki parsáttur með framherja sína eftir 1-0 tap liðsins gegn Manchester City í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar. „Miðað við kringumstæðurnar, ef þú horfir á öftustu fimm hjá okkur og skoðar hvaða leikmenn okkur vantaði þá er ég sáttur við frammistöðuna varnarlega,“ byrjaði Tuchel á að segja í viðtali eftir leik. „Við sköpuðum okkur nokkur færi eftir skyndisóknir í síðari hálfleik. Við fengum eitt gott færi til að taka forystuna en á endanum töpuðum við í jöfnum leik, það gerist. Þetta snerist um einstaklingsgæði og okkur vantaði þau upp á topp ef ég er hreinskilinn,“ bætti Þjóðverjinn við og sendi þar með sóknarmönnum sínum skýr skilaboð. „Þú verður að bíða eftir augnablikinu. Við fengum sömu tækifæri í fyrri hálfleik en eftir átta eða níu skyndisóknir áttum við enn eftir að ná snertingu á boltann inn í vítateig þeirra. Fyrirgjafir og gæði okkar á boltanum voru alls ekki á hæsta getustigi í dag. Við þurfum að ná því til að fá hálffæri, hvað þá almennileg færi gegn City en það var það sem vantaði í fyrri hálfleik.“ „Sóknarmennirnir okkar þurfa að standa sig betur. Við þurfum meiri stöðugleika. Chelsea er ekki staður þar sem þú getur falið þig.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um hungur. Við erum að reyna, þið getið verið viss um það en ef Man City vinnur 12 leiki í röð á meðan við erum að glíma við meiðsli og Covid þá er það ekki besti tíminn til að brúa bilið. Munurinn er orðinn frekar stór af því þeir höndla meiðsli og Covid betur en við,“ sagði Tuchel að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
„Miðað við kringumstæðurnar, ef þú horfir á öftustu fimm hjá okkur og skoðar hvaða leikmenn okkur vantaði þá er ég sáttur við frammistöðuna varnarlega,“ byrjaði Tuchel á að segja í viðtali eftir leik. „Við sköpuðum okkur nokkur færi eftir skyndisóknir í síðari hálfleik. Við fengum eitt gott færi til að taka forystuna en á endanum töpuðum við í jöfnum leik, það gerist. Þetta snerist um einstaklingsgæði og okkur vantaði þau upp á topp ef ég er hreinskilinn,“ bætti Þjóðverjinn við og sendi þar með sóknarmönnum sínum skýr skilaboð. „Þú verður að bíða eftir augnablikinu. Við fengum sömu tækifæri í fyrri hálfleik en eftir átta eða níu skyndisóknir áttum við enn eftir að ná snertingu á boltann inn í vítateig þeirra. Fyrirgjafir og gæði okkar á boltanum voru alls ekki á hæsta getustigi í dag. Við þurfum að ná því til að fá hálffæri, hvað þá almennileg færi gegn City en það var það sem vantaði í fyrri hálfleik.“ „Sóknarmennirnir okkar þurfa að standa sig betur. Við þurfum meiri stöðugleika. Chelsea er ekki staður þar sem þú getur falið þig.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um hungur. Við erum að reyna, þið getið verið viss um það en ef Man City vinnur 12 leiki í röð á meðan við erum að glíma við meiðsli og Covid þá er það ekki besti tíminn til að brúa bilið. Munurinn er orðinn frekar stór af því þeir höndla meiðsli og Covid betur en við,“ sagði Tuchel að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira