Fengu tiltal frá lögreglu vegna ruglingslegra sóttvarnareglna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 20:19 Brynjólfur J. Baldursson, annar eigenda Gróðurhússins, segir sóttvarnareglur nokkuð ruglingslegar eftir að nýjar reglur tóku gildi á miðnætti en þakkar þó fyrir að lögregla hafi komið og bent á hvað mætti betur fara. Vísir Lögreglan á Suðurlandi heimsótti Gróðurhúsið í Hveragerði fyrr í kvöld vegna sóttvarnareglna sem höfðu verið brotnar inni í mathöllinni á staðnum. Eigandi Gróðurhússins segir að bætt verði úr sóttvörnum á staðnum fyrir morgundaginn en reglur hafi verið óskýrar þegar þær breyttust á miðnætti í gær. Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu. „Við vorum að fá ábendingar um hvernig hægt væri að bæta sóttvarnir á milli hólfa og við erum að reyna að laga það. Við fáum frest fram á morgundaginn til að kippa þessu í liðinn,“ segir Brynjólfur í samtali við fréttastofu. Mathöllinni í Gróðurhúsinu er skipt í átta sóttvarnahólf og mega tuttugu vera inni í hverju hólfi. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega enn vera tuttugu í rými á veitingastöðum og opnunartími er óbreyttur en Brynjólfur segir að verið sé að fylgjast enn betur með sóttvörnum nú þegar staða faraldursins er jafn slæm og hún er. Brynjólfur segir að leiðbeiningar um fjarlægð milli sóttvarnahólfa ekki hafa verið nógu skýrar.Vísir Nú verða veitingastaðirnir í mathöllinni látnir sjá um að bera mat á borð, til að minnka flakk gesta á milli hólfa, og verður það gert strax í kvöld. Á morgun verði svo farið yfir hvernig megi tryggja að fólk fari em minnst milli hólfa, hvernig tryggja megi nægar fjarlægðir milli hólfanna og svo framvegis. „Maður er bara að læra. Sóttvarnareglurnar hafa greinilega breyst þannig að það er verið að fylgja fastar eftir núna. Eðlilega kannski,“ segir Brynjólfur. „Við erum bara að laga það sem þarf að laga og svo kemur lögreglan aftur á morgun og skoðar með okkur úrbæturnar, svo allt sé eins og það á að vera.“ Mismunandi reglur í sitthvorum enda hússins Hann segir sóttvarnareglurnar að mörgu leyti óskýrar. „Maður finnur það þegar maður er að ræða þessi mál við kollega og við erum líka frekar ný í þessu þannig að við erum að læra bara á sama tíma og við gerum hlutina. En þegar maður las reglurnar þá skildi maður þetta öðruvísi en núna þegar við fengum athugasemdir frá lögreglunni.“ „Eins og þetta með hólfin, maður áttaði sig ekki á því hvað þyrfti að vera langt á milli þeirra og hvernig útgangar eiga að vera merktir. Mögulega eigum við bara að lesa þetta betur og leita okkur meiri hjálpar en ég held að við séum ekki einu sem erum að fá tiltal og leiðbeiningar,“ segir Brynjólfur. Hann bendir á að í hinum enda hússins séu verslanir og aðrar reglur gildi þar en inni í mathöllinni, sem geti verið ruglingslegt. „Maður þurfti alveg að þrílesa þessar reglur. Maður hélt að það mættu bara vera tíu í hólfi og svo sá maður að það væru tuttugu. Þetta er í grunninn eins og í fyrri reglum en greinilega verið að fylgja fastar eftir. Ég held að það séu margir sem eiga erfitt með að framfylgja þessu en það verður bara að gera það,“ segir Brynjólfur. „Satt best að segja held ég að lögreglan sé líka pínu ringluð yfir þessum reglum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hveragerði Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu. „Við vorum að fá ábendingar um hvernig hægt væri að bæta sóttvarnir á milli hólfa og við erum að reyna að laga það. Við fáum frest fram á morgundaginn til að kippa þessu í liðinn,“ segir Brynjólfur í samtali við fréttastofu. Mathöllinni í Gróðurhúsinu er skipt í átta sóttvarnahólf og mega tuttugu vera inni í hverju hólfi. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega enn vera tuttugu í rými á veitingastöðum og opnunartími er óbreyttur en Brynjólfur segir að verið sé að fylgjast enn betur með sóttvörnum nú þegar staða faraldursins er jafn slæm og hún er. Brynjólfur segir að leiðbeiningar um fjarlægð milli sóttvarnahólfa ekki hafa verið nógu skýrar.Vísir Nú verða veitingastaðirnir í mathöllinni látnir sjá um að bera mat á borð, til að minnka flakk gesta á milli hólfa, og verður það gert strax í kvöld. Á morgun verði svo farið yfir hvernig megi tryggja að fólk fari em minnst milli hólfa, hvernig tryggja megi nægar fjarlægðir milli hólfanna og svo framvegis. „Maður er bara að læra. Sóttvarnareglurnar hafa greinilega breyst þannig að það er verið að fylgja fastar eftir núna. Eðlilega kannski,“ segir Brynjólfur. „Við erum bara að laga það sem þarf að laga og svo kemur lögreglan aftur á morgun og skoðar með okkur úrbæturnar, svo allt sé eins og það á að vera.“ Mismunandi reglur í sitthvorum enda hússins Hann segir sóttvarnareglurnar að mörgu leyti óskýrar. „Maður finnur það þegar maður er að ræða þessi mál við kollega og við erum líka frekar ný í þessu þannig að við erum að læra bara á sama tíma og við gerum hlutina. En þegar maður las reglurnar þá skildi maður þetta öðruvísi en núna þegar við fengum athugasemdir frá lögreglunni.“ „Eins og þetta með hólfin, maður áttaði sig ekki á því hvað þyrfti að vera langt á milli þeirra og hvernig útgangar eiga að vera merktir. Mögulega eigum við bara að lesa þetta betur og leita okkur meiri hjálpar en ég held að við séum ekki einu sem erum að fá tiltal og leiðbeiningar,“ segir Brynjólfur. Hann bendir á að í hinum enda hússins séu verslanir og aðrar reglur gildi þar en inni í mathöllinni, sem geti verið ruglingslegt. „Maður þurfti alveg að þrílesa þessar reglur. Maður hélt að það mættu bara vera tíu í hólfi og svo sá maður að það væru tuttugu. Þetta er í grunninn eins og í fyrri reglum en greinilega verið að fylgja fastar eftir. Ég held að það séu margir sem eiga erfitt með að framfylgja þessu en það verður bara að gera það,“ segir Brynjólfur. „Satt best að segja held ég að lögreglan sé líka pínu ringluð yfir þessum reglum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hveragerði Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent