Svindlaði sér inn í Gettu betur lið annars skóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 23:00 Degi segist einfaldlega hafa leiðst heima þegar hann sá hlekk á skráningu í Gettu betur lið FMOS. vísir/vilhelm/aðsend Endurkoma Framhaldsskólans í Mosfellsbæ (FMOS) í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, fór ekki beint vel af stað síðasta fimmtudagskvöld. Skólinn grúttapaði þar fyrir Menntaskólanum á Egilsstöðum en ekki nóg með það heldur játaði einn liðsmaður liðsins eftir keppnina að hann væri alls ekki nemandi í FMOS heldur Kvennó. Umsjónarmaður keppninnar segir að Ríkisútvarpið sé meðvitað um málið og bíði eftir að heyra skýringar FMOS á því. „Við biðjum náttúrulega skólana sjálfa að velja alla sína keppendur af kostgæfni. Það er ekki eins og við liggjum yfir upplýsingum um alla keppendurna áður en við hleypum þeim inn,“ segir Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður Gettu betur. Ragnar Eyþórsson pródúsent hjá RÚV.vísir/vilhelm Leiddist heima og ákvað að skrá sig Það var Dagur Steinn Arnarsson, Kvenskælingur á þriðja ári, sem sigldi þarna undir fölsku flaggi. „Mér leiddist bara heima einhvern tíma núna í byrjun árs þegar ég sá að FMOS væri að leita að nemendum til að taka þátt í Gettu betur. Þar var einhver hlekkur til að skrá sig og ég ákvað bara í einhverju gríni að skrá mig þar,“ segir Dagur Steinn í samtali við Vísi í kvöld. Hann hafi síðan steingleymt þessu þangað til hann fékk allt í einu póst frá skólanum með upplýsingum um hvert og hvenær hann ætti að mæta á fund með liðinu – hann væri kominn inn. „Ég held að þau hafi verið í algjörum vandræðum með að finna einhvern í liðið,“ segir hann. „Ég fór ekki einu sinni í prufur eða neitt. Skráði mig bara og var kominn inn.“ Dagur er á þriðja og síðasta ári í Kvennó. Hann var staðráðinn í að sigra Gettu betur fyrir FMOS.aðsend Í kjölfarið hafi hann látið vin sinn í FMOS vita af þessu uppátæki sínu og þeir hafi í sameiningu ákveðið að taka grínið alla leið. Vinurinn hafði þá samband við þá sem sáu um Gettu betur mál FMOS og spurði hvort hann mætti ekki þjálfa liðið. Því var tekið vel og þeir félagarnir nú orðnir tveir í gríninu; annar sem liðsmaður en hinn sem þjálfari liðsins. Stuttu fyrir keppni hafi enn vantað þriðja liðsmann fyrir liðið og þjálfarinn, vinur Dags Steins, þá beðinn um að hlaupa í skarðið og taka þátt sem hann og gerði. „Þegar ég mætti á æfingar og svona létum við eins og við þekktumst ekkert,“ segir Dagur Steinn. Þannig hafi enginn annar í liðinu eða í FMOS vitað af því að hann væri í raun Kvenskælingur. „Þau spurðu mig aldrei neitt um það í hvaða bekk ég væri eða neitt,“ segir hann. Þeir félagar tóku einhvern hluta ferlisins upp og birtu stutta sögu af því á Twitter: Í dag fórum við í sögubækurnar.@DagurStone hvenno maðurinn@kristjanaarnars meistari pic.twitter.com/wXk5YGsgUF— Ingólfur Arnoddsson (@IngolfurArn) January 13, 2022 Hefði viljað fara í sjónvarpið Þegar síðan kom loks að fyrstu keppninni síðasta fimmtudag var liðið sérlega illa undirbúið, búið að æfa lítið og lítill áhugi fyrir þátttökunni almennt í skólanum, sem hefur ekki oft áður tekið þátt í Gettu betur og var til dæmis ekki með í keppninni síðast. „Ég var samt staðráðinn í að vinna. Ég vildi sjá hvað við kæmumst langt með þetta og fyndnast hefði auðvitað verið að komast í sjónvarpið,“ segir Dagur Steinn en til þess hefði liðið þurft að sigra síðustu keppni í 32 liða úrslitum og næstu umferð 16 liða úrslita, sem báðar fara fram í útvarpinu á Rás 2. „Á leiðinni upp í Efstaleiti keyrðum við síðan fram hjá stórum dauðum fugli, ég veit ekki hvernig fugl þetta var, en það var fyrsti fyrirboðinn að tapinu,“ segir Dagur Steinn en liðið grúttapaði í 32 liða úrslitunum gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hér má hlusta á keppnina á vef Ríkisútvarpsins. „Ég held að staðan hafi verið 14 – 2 og ég vissi nú snemma að þetta væri búið,“ segir Dagur Steinn sem vill sem minnst rifja upp um það tap. Á leið heim eftir keppnina hafi hann síðan svipt af sér hulunni og játað fyrir liðsfélögum sínum að hann væri alls ekki í FMOS heldur Kvenskælingur. Þau hafi tekið nokkuð vel í þetta og þótt uppátækið skondið. Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður keppninnar er þó afar sáttur með að FMOS hafi tapað. „Við erum bara glöð að liðið sem tefldi fram röngum leikmanni hafi tapað því þá hefur þetta ekki haft áhrif á framgang keppninnar. Það er náttúrulega þannig að svindl þýðir tap og ef þau hefðu unnið hefði þurft að dæma þann sigur ógildan. En þetta hefur ekki nein áhrif á framhaldið,“ segir hann. Uppfært: Upprunalega stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem FMOS tæki þátt í keppninni. Það er ekki rétt, skólinn hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður en var ekki með í fyrra. Framhaldsskólar Ríkisútvarpið Mosfellsbær Gettu betur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Umsjónarmaður keppninnar segir að Ríkisútvarpið sé meðvitað um málið og bíði eftir að heyra skýringar FMOS á því. „Við biðjum náttúrulega skólana sjálfa að velja alla sína keppendur af kostgæfni. Það er ekki eins og við liggjum yfir upplýsingum um alla keppendurna áður en við hleypum þeim inn,“ segir Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður Gettu betur. Ragnar Eyþórsson pródúsent hjá RÚV.vísir/vilhelm Leiddist heima og ákvað að skrá sig Það var Dagur Steinn Arnarsson, Kvenskælingur á þriðja ári, sem sigldi þarna undir fölsku flaggi. „Mér leiddist bara heima einhvern tíma núna í byrjun árs þegar ég sá að FMOS væri að leita að nemendum til að taka þátt í Gettu betur. Þar var einhver hlekkur til að skrá sig og ég ákvað bara í einhverju gríni að skrá mig þar,“ segir Dagur Steinn í samtali við Vísi í kvöld. Hann hafi síðan steingleymt þessu þangað til hann fékk allt í einu póst frá skólanum með upplýsingum um hvert og hvenær hann ætti að mæta á fund með liðinu – hann væri kominn inn. „Ég held að þau hafi verið í algjörum vandræðum með að finna einhvern í liðið,“ segir hann. „Ég fór ekki einu sinni í prufur eða neitt. Skráði mig bara og var kominn inn.“ Dagur er á þriðja og síðasta ári í Kvennó. Hann var staðráðinn í að sigra Gettu betur fyrir FMOS.aðsend Í kjölfarið hafi hann látið vin sinn í FMOS vita af þessu uppátæki sínu og þeir hafi í sameiningu ákveðið að taka grínið alla leið. Vinurinn hafði þá samband við þá sem sáu um Gettu betur mál FMOS og spurði hvort hann mætti ekki þjálfa liðið. Því var tekið vel og þeir félagarnir nú orðnir tveir í gríninu; annar sem liðsmaður en hinn sem þjálfari liðsins. Stuttu fyrir keppni hafi enn vantað þriðja liðsmann fyrir liðið og þjálfarinn, vinur Dags Steins, þá beðinn um að hlaupa í skarðið og taka þátt sem hann og gerði. „Þegar ég mætti á æfingar og svona létum við eins og við þekktumst ekkert,“ segir Dagur Steinn. Þannig hafi enginn annar í liðinu eða í FMOS vitað af því að hann væri í raun Kvenskælingur. „Þau spurðu mig aldrei neitt um það í hvaða bekk ég væri eða neitt,“ segir hann. Þeir félagar tóku einhvern hluta ferlisins upp og birtu stutta sögu af því á Twitter: Í dag fórum við í sögubækurnar.@DagurStone hvenno maðurinn@kristjanaarnars meistari pic.twitter.com/wXk5YGsgUF— Ingólfur Arnoddsson (@IngolfurArn) January 13, 2022 Hefði viljað fara í sjónvarpið Þegar síðan kom loks að fyrstu keppninni síðasta fimmtudag var liðið sérlega illa undirbúið, búið að æfa lítið og lítill áhugi fyrir þátttökunni almennt í skólanum, sem hefur ekki oft áður tekið þátt í Gettu betur og var til dæmis ekki með í keppninni síðast. „Ég var samt staðráðinn í að vinna. Ég vildi sjá hvað við kæmumst langt með þetta og fyndnast hefði auðvitað verið að komast í sjónvarpið,“ segir Dagur Steinn en til þess hefði liðið þurft að sigra síðustu keppni í 32 liða úrslitum og næstu umferð 16 liða úrslita, sem báðar fara fram í útvarpinu á Rás 2. „Á leiðinni upp í Efstaleiti keyrðum við síðan fram hjá stórum dauðum fugli, ég veit ekki hvernig fugl þetta var, en það var fyrsti fyrirboðinn að tapinu,“ segir Dagur Steinn en liðið grúttapaði í 32 liða úrslitunum gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hér má hlusta á keppnina á vef Ríkisútvarpsins. „Ég held að staðan hafi verið 14 – 2 og ég vissi nú snemma að þetta væri búið,“ segir Dagur Steinn sem vill sem minnst rifja upp um það tap. Á leið heim eftir keppnina hafi hann síðan svipt af sér hulunni og játað fyrir liðsfélögum sínum að hann væri alls ekki í FMOS heldur Kvenskælingur. Þau hafi tekið nokkuð vel í þetta og þótt uppátækið skondið. Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður keppninnar er þó afar sáttur með að FMOS hafi tapað. „Við erum bara glöð að liðið sem tefldi fram röngum leikmanni hafi tapað því þá hefur þetta ekki haft áhrif á framgang keppninnar. Það er náttúrulega þannig að svindl þýðir tap og ef þau hefðu unnið hefði þurft að dæma þann sigur ógildan. En þetta hefur ekki nein áhrif á framhaldið,“ segir hann. Uppfært: Upprunalega stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem FMOS tæki þátt í keppninni. Það er ekki rétt, skólinn hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður en var ekki með í fyrra.
Framhaldsskólar Ríkisútvarpið Mosfellsbær Gettu betur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira