Átta milljónir Englendinga stunda áhættusama drykkju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2022 08:41 Gögn sýna að fólk situr lengur við þegar það drekkur heima en þegar það fer út á lífið. Milljónir Breta neyta nú áfengis í hættulegu magni heima hjá sér. Ástæðuna má að einhverju leyti rekja til þess að fleiri drekka nú heima en á öldurhúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá þessu greinir The Guardian, sem segir fjölda Breta nú vera að valda sjálfum sér „þöglum skaða“ með hættulega mikilli drykkju heima fyrir. Sérfræðingar segja áhættusama áfengisneyslu hafa aukist til muna í kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt þeirri opinberu stofnun sem fylgist með lýðheilsu Breta drekka átta milljón manns á Englandi nú svo mikið af léttvíni, bjór og sterkara áfengi að neyslan er skaðleg heilsu þeirra. Julia Sinclair hjá Royal College of Psychiatrists segir hluta vandans að eftir að fólk fór að drekka heima í auknum mæli í kórónuveirufaraldrinum, sitji það lengur að sumbli en það myndi gera úti á lífinu. Nýjar tölur, sem byggja á könnunum YouGov, sýna að 18,1 prósent fullorðinna á Englandi stunduðu áhættusama drykkju í ágúst, september og október á síðasta ári. Sama hlutfall var 12,4 prósent í febrúar 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Á Bretlandseyjum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að fólk takmarki drykkju við 14 einingar á viku, sem jafngildir 14 litlum vínglösum eða rétt tæplega þrír lítrar af bjór. Skaðleg eða hættuleg drykkja er skilgreind útfrá því hversu oft fólk drekkur, hversu mikið í einu, hvort fólk finnur til samviskubits eftir drykkjuna og hvort drykkjan hefur áhrif á daglegt líf. Tvöfalt fleiri menn en konur stunda áhættusama drykkju. Sinclair segir nýjustu gögn sýna að fólk sé enn að kljást við óvissu og kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og þá hafi sumir komið sér upp venjum þar sem áfengisneysla komi við sögu. Hún segist gera ráð fyrir að það muni taka nokkurn tíma fyrir neyslumynstrið að ganga til baka. Guardian fjallar ítarlega um málið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Áfengi og tóbak Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Frá þessu greinir The Guardian, sem segir fjölda Breta nú vera að valda sjálfum sér „þöglum skaða“ með hættulega mikilli drykkju heima fyrir. Sérfræðingar segja áhættusama áfengisneyslu hafa aukist til muna í kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt þeirri opinberu stofnun sem fylgist með lýðheilsu Breta drekka átta milljón manns á Englandi nú svo mikið af léttvíni, bjór og sterkara áfengi að neyslan er skaðleg heilsu þeirra. Julia Sinclair hjá Royal College of Psychiatrists segir hluta vandans að eftir að fólk fór að drekka heima í auknum mæli í kórónuveirufaraldrinum, sitji það lengur að sumbli en það myndi gera úti á lífinu. Nýjar tölur, sem byggja á könnunum YouGov, sýna að 18,1 prósent fullorðinna á Englandi stunduðu áhættusama drykkju í ágúst, september og október á síðasta ári. Sama hlutfall var 12,4 prósent í febrúar 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Á Bretlandseyjum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að fólk takmarki drykkju við 14 einingar á viku, sem jafngildir 14 litlum vínglösum eða rétt tæplega þrír lítrar af bjór. Skaðleg eða hættuleg drykkja er skilgreind útfrá því hversu oft fólk drekkur, hversu mikið í einu, hvort fólk finnur til samviskubits eftir drykkjuna og hvort drykkjan hefur áhrif á daglegt líf. Tvöfalt fleiri menn en konur stunda áhættusama drykkju. Sinclair segir nýjustu gögn sýna að fólk sé enn að kljást við óvissu og kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og þá hafi sumir komið sér upp venjum þar sem áfengisneysla komi við sögu. Hún segist gera ráð fyrir að það muni taka nokkurn tíma fyrir neyslumynstrið að ganga til baka. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Áfengi og tóbak Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira