„Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2022 11:44 Einar Hermannsson formaður SÁÁ stendur í ströngu en Sjúkratryggingar Íslands hafa krafið samtökin um endurgreiðslu sem nemur 175 milljónum vegna þess sem SÍ segir tilhæfulausir reikningar. sAMSETT Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. „Maður er mjög hryggur yfir þessari niðurstöðu [eftirlitsdeildar SÍ]. Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín hvernig þetta er sem kemur frá eftirlitinu, segir Einar í Bítinu í morgun. Vísir greindi frá málinu fyrir helgi, um niðurstöðu eftirlitsdeildar SÍ þess efnis að SÁÁ hafi meðal annars sent SÍ reikninga vegna viðtala við sjúklinga sem ekki eru samkvæmt samingi og ræddi þá bæði við Einar og Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga. Málið á sér langan aðdraganda og hefur verði lengi í vinnslu hjá eftirlitsdeild SÍ. Samkvæmt heimildum Vísis er málið afar viðkvæmt og hefur verið rætt meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum gæti verið um saknæmt athæfi að ræða og ef fram fer sem horfir gæti málið komið til kasta ýmissa stjórnsýslueininga. Einar sagði þetta í rauninni snúast um þrennt. „Þessi upphæð byggist í fyrsta lagi á því sem snýr að ungmennadeildinni okkar. Þar erum við að þjónusta 18 til 25 ára. En Sjúkratryggingar Íslands vilja meina að við eigum bara að vera með yngri en tvítugt eða 18 til 19 ára. Það er ekki kveðið á um aldursbilið í samningum okkar, það var í eldri samningnum en ekki í nýjasta samningnum sem við erum með. Þar eru 108 milljónir.“ Telur misskilning ráða túlkun Sjúkratrygginga Einar sagði að þau hjá SÁÁ telji mikilvægt út frá læknisfræðilegum rökum að skilgreiningin á ungmennum sé 18 til 25 ára. „Þetta er klárlega misskilningur á túlkun á samningi,“ sagði Einar spurður um hvort Sjúkratryggingar hafi misskilið eitthvað í því samhengi. „Svo í öðru lagi snýr þetta að göngudeildinni sem eru rúmlega 60 milljónir,“ segir Einar og þar sé um tvíþættar athugasemdir að ræða. „Við lokuðum staðþjónustunni áramótin nóvember og desember 2020. Þegar mestu sóttvarnir voru. Starfsfólk var á staðnum en sinnti fjarþjónustu.“ Einar sagði að SÁÁ fái 27 þúsund heimsóknir á göngudeildina á ári og þau þar hafi ekki talið forsvaranlegt að taka áhættu og því hafi þjónustunni verið breytt. María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Sigurjón „Ef við brjótum þessar 60 milljónir þá fóru 36 milljónir í að veita þjónustu í gegnum síma og búnað sem hægt er að nota varðandi heilbrigðisþjónustu. Þar vilja þeir meina að við höfum verið að sinna óumbeðnum símtölum en við viljum meina að við höfum verið að veita sem besta þjónustu á erfiðum tímum.“ Ekki lokaniðurstaða komin í málið Einar var þá spurður af þeim Bítismönnum hvort það væri ekki svo að Sjúkratryggingar Íslands láti SÁÁ í té fjármagn til eyrnamerktra verkefna? „Jájá, þetta getur verið rétt túlkun en göngudeildin er þannig að við fáum samkvæmt samningi 100 milljónir á ári og það er fastagjald. Við erum ekki að rukka fyrir umfram það heldur vorum við að sinna þjónustu. Og fara eftir samningi.“ En Sjúkratryggingar segja að þið hafið farið út fyrir þann ramma? „Við vorum ekki í raunheimum á þessu tímabili, vorum að kljást við covid og Sjúkratryggingar Íslands eru ekki að okkar mati að taka tillit til þess.“ Einar sagði málinu ekki lokið heldur eigi SÁÁ eftir að setjast niður með forstjóra Sjúkratrygginga og fara yfir málið. Fyrirhugaður er fundur á fimmtudaginn. Þau hjá SÁÁ hafi sent svör á föstudaginn síðastliðinn og engin lokaniðurstaða sé komin í málið. „Þetta er bara skoðun eftirlitsnefndar. Ég hef fulla trú á að þetta leysist. Það er kveðið á um það í lögum að við eigum að veita sem bestu þjónustuna.“ Vísir hefur sent fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og óskað eftir frekari gögnum. Stjórnsýsla Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Maður er mjög hryggur yfir þessari niðurstöðu [eftirlitsdeildar SÍ]. Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín hvernig þetta er sem kemur frá eftirlitinu, segir Einar í Bítinu í morgun. Vísir greindi frá málinu fyrir helgi, um niðurstöðu eftirlitsdeildar SÍ þess efnis að SÁÁ hafi meðal annars sent SÍ reikninga vegna viðtala við sjúklinga sem ekki eru samkvæmt samingi og ræddi þá bæði við Einar og Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga. Málið á sér langan aðdraganda og hefur verði lengi í vinnslu hjá eftirlitsdeild SÍ. Samkvæmt heimildum Vísis er málið afar viðkvæmt og hefur verið rætt meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum gæti verið um saknæmt athæfi að ræða og ef fram fer sem horfir gæti málið komið til kasta ýmissa stjórnsýslueininga. Einar sagði þetta í rauninni snúast um þrennt. „Þessi upphæð byggist í fyrsta lagi á því sem snýr að ungmennadeildinni okkar. Þar erum við að þjónusta 18 til 25 ára. En Sjúkratryggingar Íslands vilja meina að við eigum bara að vera með yngri en tvítugt eða 18 til 19 ára. Það er ekki kveðið á um aldursbilið í samningum okkar, það var í eldri samningnum en ekki í nýjasta samningnum sem við erum með. Þar eru 108 milljónir.“ Telur misskilning ráða túlkun Sjúkratrygginga Einar sagði að þau hjá SÁÁ telji mikilvægt út frá læknisfræðilegum rökum að skilgreiningin á ungmennum sé 18 til 25 ára. „Þetta er klárlega misskilningur á túlkun á samningi,“ sagði Einar spurður um hvort Sjúkratryggingar hafi misskilið eitthvað í því samhengi. „Svo í öðru lagi snýr þetta að göngudeildinni sem eru rúmlega 60 milljónir,“ segir Einar og þar sé um tvíþættar athugasemdir að ræða. „Við lokuðum staðþjónustunni áramótin nóvember og desember 2020. Þegar mestu sóttvarnir voru. Starfsfólk var á staðnum en sinnti fjarþjónustu.“ Einar sagði að SÁÁ fái 27 þúsund heimsóknir á göngudeildina á ári og þau þar hafi ekki talið forsvaranlegt að taka áhættu og því hafi þjónustunni verið breytt. María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Sigurjón „Ef við brjótum þessar 60 milljónir þá fóru 36 milljónir í að veita þjónustu í gegnum síma og búnað sem hægt er að nota varðandi heilbrigðisþjónustu. Þar vilja þeir meina að við höfum verið að sinna óumbeðnum símtölum en við viljum meina að við höfum verið að veita sem besta þjónustu á erfiðum tímum.“ Ekki lokaniðurstaða komin í málið Einar var þá spurður af þeim Bítismönnum hvort það væri ekki svo að Sjúkratryggingar Íslands láti SÁÁ í té fjármagn til eyrnamerktra verkefna? „Jájá, þetta getur verið rétt túlkun en göngudeildin er þannig að við fáum samkvæmt samningi 100 milljónir á ári og það er fastagjald. Við erum ekki að rukka fyrir umfram það heldur vorum við að sinna þjónustu. Og fara eftir samningi.“ En Sjúkratryggingar segja að þið hafið farið út fyrir þann ramma? „Við vorum ekki í raunheimum á þessu tímabili, vorum að kljást við covid og Sjúkratryggingar Íslands eru ekki að okkar mati að taka tillit til þess.“ Einar sagði málinu ekki lokið heldur eigi SÁÁ eftir að setjast niður með forstjóra Sjúkratrygginga og fara yfir málið. Fyrirhugaður er fundur á fimmtudaginn. Þau hjá SÁÁ hafi sent svör á föstudaginn síðastliðinn og engin lokaniðurstaða sé komin í málið. „Þetta er bara skoðun eftirlitsnefndar. Ég hef fulla trú á að þetta leysist. Það er kveðið á um það í lögum að við eigum að veita sem bestu þjónustuna.“ Vísir hefur sent fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og óskað eftir frekari gögnum.
Stjórnsýsla Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44