Valið á Putellas kom ekki á óvart þar sem hún vann Gullhnöttinn, Ballon d‘Or, undir lok síðasta árs. Þá er hin 27 ára gamla Putellas hluti af ógnarsterku liði Barcelona sem vann þrennuna á síðustu leiktíð og virðist ætla að gera slíkt hið sama í ár.
Champions League
— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022
La Liga
Copa de la Reina
Ballon d'Or
And now The Best Women's player.
Alexia Putellas dominated 2021 pic.twitter.com/JuI5eABrjz
Robert Lewandowski var af mörgum talinn líklegastur til að vinna Gullhnöttinn í karlaflokki en allt kom fyrir ekki og Lionel Messi vann enn á ný. Hinn 33 ára gamli Lewandowski getur huggað sig við að vera FIFA-leikmaður ársins 2021.
Hann skoraði 41 mark í aðeins 29 deildarleikjum fyrir Bayern München á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð hefur hann skorað 23 mörk í 19 leikjum.
It is a great honor and pleasure to receive the title of FIFA The Best Men's Player
— Robert Lewandowski (@lewy_official) January 17, 2022
Thank you for your votes and your support #TheBest @FIFAWorldCup @FIFAcom pic.twitter.com/GdLwawCNK8
Chelsea á báða þjálfara ársins, Thomas Tuchel og Emmu Hayes. Undir stjórn Hayes vann Chelsea hina ensku þrennu; deildina, FA-bikarinn og deildarbikarinn.

Tuchel vann Meistaradeild Evrópu, komst í úrslit í FA-bikarnum og er kominn með Chelsea-lið sitt í deildarbikarsins.
Markverðir ársins eru Eduoard Mendy (Chelsea) og Christiane Endler (Lyon). Þá má sjá lið ársins hér að neðan.
FIFPro have named their men's and women's World XI for 2020/21!
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 17, 2022
Erik Lamela skoraði mark ársins og þá fékk danska landsliðið og starfslið þess háttvísisverðlaun FIFA.
Este golazo de Erik Lamela fue nominado como el mejor tanto del 2021.
— CONMEBOL.com (@CONMEBOL) January 17, 2022
¡Felicidades @ErikLamela por ganar el premio #Puskas de la @FIFAcom! #CreeEnGrande pic.twitter.com/XtOqEIyRK3