Þetta segir Ragnhildur Eik Árnadóttir, ein þeirra kvenna sem hefur sakað nuddarann Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson um að hafa brotið gegn sér, um þá staðreynd að þinghald í kynferðisbrotamálum sé yfirleitt lokað.
Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.
Undantekning var gerð á þessari reglu í málinu gegn Jóhannesi Tryggva en Ragnhildur lét taka það sérstaklega fram fyrir sína hönd að hún óskaði ekki eftir því að þinghald yrði lokað. Öðruvísi hefði hún ekki fengið að vera viðstödd, þar sem hún telst ekki aðili að sakamálinu gegn Jóhannesi Tryggva, jafnvel þótt hún sé ein af þeim sem kærði hann til lögreglu.
Ragnhildur segir að til viðbótar við almannahagsmunasjónarmið gæti opið þinghald verið leið til að skila skömminni. Auk þess sé auðveldara að stíga fram í dag en það var áður.