Börn upp undir helmingur smitaðra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 11:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Börn sextán ára og yngri voru upp undir helmingur þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær, en aðeins einu sinni frá upphafi faraldursins hafa fleiri greinst smitaðir. Sóttvarnalæknir segir að nýtt spálíkan um fjölda innlagna á Landspítala sé öllu svartsýnna en það fyrra, þó ekki megi lesa of mikið í líkindaspár. 1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærunum. 39 eru á sjúkrahúsi með Covid19 en voru 46 í gær. Þrír eru á gjörgæslu en voru sjö í gær. Þá eru ríflega 22 þúsund manns í einangrun eða sóttkví. „Þetta eru næsthæstu smittölur sem við höfum séð til þessa. Þannig að þetta eru kannski ekkert óvænt miðað við tölur helgarinnar en þetta er svona kannski á svipuðu róli,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að það sé stöðugt í skoðun hvernig hægt sé að gera heimsfaraldurinn eins lítið íþyngjandi fyrir börn eins og hægt er, að öðru leyti sé ekki brugðist sérstaklega við þessum mikla fjölda barna sem séu að smitast. „Við erum ekkert að bregðast öðruvísi við en að gera rakningu í skólum með skólastjórnendum, við setjum börn í einangrun eins og áður og sóttkví, en þær reglur eru líka orðnar mjög umfangsmiklar. Það eru margir sem falla undir þetta og við erum alltaf með það í skoðun hvort við getum ekki endurskoðað þessar reglur á þann hátt að við séum ekki að taka óþarfa áhættu. Það er sífellt til skoðunar,” segir Þórólfur og bendir í því samhengi á breytingar sem gerðar voru á sýnatökum barna í gær, en framvegis verða einungis tekin munnsýni úr börnum undir átta ára aldri. Landspítalinn hyggst kynna nýtt spálíkan um hugsanlegan fjölda innlagna í dag. Þórólfur segir að forsendurnar séu svipaðar og í því fyrra, en samkvæmt því var innlagnafjöldi í samræmi við bjartsýnustu spár. Hann segir spálíkanið þó öllu svartsýnna núna. „Með þessu spálíkani erum við fyrir ofan línuna, eða svona líklegustu spá, þannig að maður þarf alltaf að túlka þessi spálíkön varlega því þau eru ekki raunveruleikinn. Spáin gefur okkur aðeins innsýn í hvað gæti verið í vændum, en við erum samkvæmt nýja spálíkaninu yfir meðaltalinu,” segir hann. „Það er heldur verra en hitt en ég held að það megi ekki túlka það þannig að útlitið sé eitthvað svart í sjálfu sér. Við þurfum bara að horfa á rauntölurnar og hvernig þær eru og túlka spálíkanið út frá því.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærunum. 39 eru á sjúkrahúsi með Covid19 en voru 46 í gær. Þrír eru á gjörgæslu en voru sjö í gær. Þá eru ríflega 22 þúsund manns í einangrun eða sóttkví. „Þetta eru næsthæstu smittölur sem við höfum séð til þessa. Þannig að þetta eru kannski ekkert óvænt miðað við tölur helgarinnar en þetta er svona kannski á svipuðu róli,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að það sé stöðugt í skoðun hvernig hægt sé að gera heimsfaraldurinn eins lítið íþyngjandi fyrir börn eins og hægt er, að öðru leyti sé ekki brugðist sérstaklega við þessum mikla fjölda barna sem séu að smitast. „Við erum ekkert að bregðast öðruvísi við en að gera rakningu í skólum með skólastjórnendum, við setjum börn í einangrun eins og áður og sóttkví, en þær reglur eru líka orðnar mjög umfangsmiklar. Það eru margir sem falla undir þetta og við erum alltaf með það í skoðun hvort við getum ekki endurskoðað þessar reglur á þann hátt að við séum ekki að taka óþarfa áhættu. Það er sífellt til skoðunar,” segir Þórólfur og bendir í því samhengi á breytingar sem gerðar voru á sýnatökum barna í gær, en framvegis verða einungis tekin munnsýni úr börnum undir átta ára aldri. Landspítalinn hyggst kynna nýtt spálíkan um hugsanlegan fjölda innlagna í dag. Þórólfur segir að forsendurnar séu svipaðar og í því fyrra, en samkvæmt því var innlagnafjöldi í samræmi við bjartsýnustu spár. Hann segir spálíkanið þó öllu svartsýnna núna. „Með þessu spálíkani erum við fyrir ofan línuna, eða svona líklegustu spá, þannig að maður þarf alltaf að túlka þessi spálíkön varlega því þau eru ekki raunveruleikinn. Spáin gefur okkur aðeins innsýn í hvað gæti verið í vændum, en við erum samkvæmt nýja spálíkaninu yfir meðaltalinu,” segir hann. „Það er heldur verra en hitt en ég held að það megi ekki túlka það þannig að útlitið sé eitthvað svart í sjálfu sér. Við þurfum bara að horfa á rauntölurnar og hvernig þær eru og túlka spálíkanið út frá því.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira