Veitingamenn geta fengið allt að 600 þúsund krónur á starfsmann Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2022 20:31 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir lagði frumvarp um mótvægisaðgerðir til veitingahúsa sem þurft hafa að skerða opnunartíma sinn vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda fram í ríkisstjórn í dag í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Veitingastaðir sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda geta fengið allt að sex hundruð þúsund krónur upp í laun starfsmanns samkvæmt aðgerðum sem stjórnvöld kynntu í morgun. Hámarks styrkur getur orðið allt að tólf milljónir króna. Ríkistjórnin samþykkti í dag frumvarp fjármálaráðherra um stuðning við veitingastaði sem þurfa að skerða opnunartíma sinn frá desember síðast liðnum fram í mars á þessu ári vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Í fyrri aðgerðum var miðað við að tekjufallið væri að minnsta kosti 40 prósent. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mælti fyrir málinu á ríkisstjórnarfundi í morgun í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í nýjum aðgerðum geta fyrirtæki í veitingarekstri fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi ef tekjufallið er á blinu 20 til 60 prósent og allt að sex hundruð þúsund krónur á stöðugildi ef tekjufallið er yfir sextíu prósentum. Hvert fyrirtæki getur að hámarki fengið 10 til 12 milljónir króna fyrir þetta tímabil. Grafík/Rúnar Vilberg „Þetta eru í raun styrkir fyrir aðila í veitingarekstri með vínveitingaleyfi sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna skerts opnunartíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Frumvarpið var lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag og kemur væntanlega til umræðu fljótlega á Alþingi. Þá kynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hátt í 400 milljón króna viðbótarframlag tím ýmissa sjóða til að bæta sviðslistafólki, eins og tónlistarfólki það tekjutap sem það hefur orðið fyrir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld að auki vera að skoða frekari aðgerðir fyrir ferðaþjónustuna og viðburðafyrirtæki. Munu framlögin í sjóðina koma tónlistarfólki að gagni sem margt hvert hefur orðiðfyrir miklu tekjutapi undanfarin tvö ár? „Það er veriðað hugsa um þennan hóp já. Það er verið að reyna aðbeina fjármunum í ólíka sjóði þannig aðþað gagnist sem flestum,“segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. 18. janúar 2022 13:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Ríkistjórnin samþykkti í dag frumvarp fjármálaráðherra um stuðning við veitingastaði sem þurfa að skerða opnunartíma sinn frá desember síðast liðnum fram í mars á þessu ári vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Í fyrri aðgerðum var miðað við að tekjufallið væri að minnsta kosti 40 prósent. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mælti fyrir málinu á ríkisstjórnarfundi í morgun í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í nýjum aðgerðum geta fyrirtæki í veitingarekstri fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi ef tekjufallið er á blinu 20 til 60 prósent og allt að sex hundruð þúsund krónur á stöðugildi ef tekjufallið er yfir sextíu prósentum. Hvert fyrirtæki getur að hámarki fengið 10 til 12 milljónir króna fyrir þetta tímabil. Grafík/Rúnar Vilberg „Þetta eru í raun styrkir fyrir aðila í veitingarekstri með vínveitingaleyfi sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna skerts opnunartíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Frumvarpið var lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag og kemur væntanlega til umræðu fljótlega á Alþingi. Þá kynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hátt í 400 milljón króna viðbótarframlag tím ýmissa sjóða til að bæta sviðslistafólki, eins og tónlistarfólki það tekjutap sem það hefur orðið fyrir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld að auki vera að skoða frekari aðgerðir fyrir ferðaþjónustuna og viðburðafyrirtæki. Munu framlögin í sjóðina koma tónlistarfólki að gagni sem margt hvert hefur orðiðfyrir miklu tekjutapi undanfarin tvö ár? „Það er veriðað hugsa um þennan hóp já. Það er verið að reyna aðbeina fjármunum í ólíka sjóði þannig aðþað gagnist sem flestum,“segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. 18. janúar 2022 13:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. 18. janúar 2022 13:15