Hefur mestar áhyggjur af tíundu bekkingum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 20:15 Bára Birgisdóttir, skólastjóri Seljaskóla. Um helmingur þeirra sem greinist með Covid-19 eru börn á grunn- og leikskólaaldri og ríflega fimm þúsund börn í Reykjavík voru fjarverandi úr skóla í gær. Skólastjóri hefur áhyggjur af tíundu bekkingum og hvaða áhrif skert skólahald mun hafa á þá. 1.383 greindust með kórónuveiruna í gær og er það næst mesti fjöldi smitaðra frá upphafi faraldursins. Upp undir helmingur smitaðra í gær voru börn á grunn- og leikskólaaldri en nú eru ríflega 3.640 börn í einangrun. Seljaskóli hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en þar hófst skólahald að hluta að nýju í dag eftir tveggja daga lokun. „Þetta hefur mikil áhrif á alla. Ef maður talar út frá okkur stjórnendum þá erum við bara í bútasaumi og við erum á kvöldin og um helgar í smitrakningu þannig að þetta er að verða svolítið lýjandi, þetta er að verða svolítið langt tímabil,” segir Bára Birgisdóttir, skólastjóri Seljaskóla. Þá hefur sömuleiðis þurft að loka leikskólum en í gær voru 717 starfsmenn grunn- og leikskóla í Reykjavík fjarverandi, og 5300 börn. „Við erum farin að hafa áhyggjur af tíundu bekkingunum okkar. Þetta er farinn að verða langur tími sem við höfum þurft að vera í skertu skólastarfi allt þetta covid-tímabil. Núna er hálft skólaár eftir þar sem þau taka næsta skref í menntuninni, þannig að við þurfum að reyna að setja þau svolítið í forgang,” segir Bára. Þau Kristín Arna, Gerður Tinna og Rúnar Gauti í áttunda bekk viðurkenna að þau líti svolítið á skert skólahald sem ákveðið frí en reyna þó að vera dugleg að læra.Vísir/Arnar Áttundu bekkingar voru á meðal þeirra sem gátu mætt aftur í skólann í morgun, en þó þeir hafi ekki miklar áhyggjur af því að dragast aftur úr í námi, segja þeir að skert skólahald, sóttkví og einangrun hafi vissulega áhrif á námið. Þau Kristín Arna, Gerður Tinna og Rúnar Gauti viðurkenna að þau líti svolítið á skert skólahald sem ákveðið frí en reyna þó að vera dugleg að læra. Fréttastofa leit við í Seljaskóla í dag: Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
1.383 greindust með kórónuveiruna í gær og er það næst mesti fjöldi smitaðra frá upphafi faraldursins. Upp undir helmingur smitaðra í gær voru börn á grunn- og leikskólaaldri en nú eru ríflega 3.640 börn í einangrun. Seljaskóli hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en þar hófst skólahald að hluta að nýju í dag eftir tveggja daga lokun. „Þetta hefur mikil áhrif á alla. Ef maður talar út frá okkur stjórnendum þá erum við bara í bútasaumi og við erum á kvöldin og um helgar í smitrakningu þannig að þetta er að verða svolítið lýjandi, þetta er að verða svolítið langt tímabil,” segir Bára Birgisdóttir, skólastjóri Seljaskóla. Þá hefur sömuleiðis þurft að loka leikskólum en í gær voru 717 starfsmenn grunn- og leikskóla í Reykjavík fjarverandi, og 5300 börn. „Við erum farin að hafa áhyggjur af tíundu bekkingunum okkar. Þetta er farinn að verða langur tími sem við höfum þurft að vera í skertu skólastarfi allt þetta covid-tímabil. Núna er hálft skólaár eftir þar sem þau taka næsta skref í menntuninni, þannig að við þurfum að reyna að setja þau svolítið í forgang,” segir Bára. Þau Kristín Arna, Gerður Tinna og Rúnar Gauti í áttunda bekk viðurkenna að þau líti svolítið á skert skólahald sem ákveðið frí en reyna þó að vera dugleg að læra.Vísir/Arnar Áttundu bekkingar voru á meðal þeirra sem gátu mætt aftur í skólann í morgun, en þó þeir hafi ekki miklar áhyggjur af því að dragast aftur úr í námi, segja þeir að skert skólahald, sóttkví og einangrun hafi vissulega áhrif á námið. Þau Kristín Arna, Gerður Tinna og Rúnar Gauti viðurkenna að þau líti svolítið á skert skólahald sem ákveðið frí en reyna þó að vera dugleg að læra. Fréttastofa leit við í Seljaskóla í dag:
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira