Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 77-71 | Annar sigur Breiðabliks á tímabilinu Andri Már Eggertsson skrifar 19. janúar 2022 20:00 Breiðablik vann góðan sigur í kvöld. vísir/bára Breiðablik vann sinn annan sigur í Subway-deild kvenna í kvöld gegn Grindavík. Leikurinn var spennandi þrátt fyrir að Breiðablik lenti aldrei undir í leiknum. Breiðablik vann að lokum sex stiga sigur 77-71. Í fyrri hálfleik áttu bæði lið sinn leikhluta. Breiðablik byrjaði leikinn töluvert betur en andstæðingur þeirra frá Grindavík. Eftir aðeins fjórar mínútur voru heimakonur komnar tólf stigum yfir. Sóknarleikur Breiðabliks í 1. leikhluta gekk smurt fyrir sig. Ásamt því var varnarleikurinn þéttur og átti Grindavík í miklum vandræðum með að finna leiðir að körfunni. Breiðablik var sextán stigum yfir eftir 1. leikhluta. Grindavík svaraði fyrir sig í öðrum leikhluta. Hulda Björk Ólafsdóttir setti niður þriggja stiga skot í fyrstu sókn Grindavíkur í öðrum leikhluta og þá snérist pendúllinn við. Grindavík skoraði sextán stig á tæplega fimm mínútum á meðan heimakonur frá Kópavogi gerðu aðeins tvö stig. Ótrúlegur viðsnúningur á skömmum tíma. Breiðablik var sex stigum yfir í hálfleik 39-33. Breiðablik byrjaði seinni hálfleik betur en Grindavík var aldrei langt undan og hleypti heimakonum aldrei í sama gír og í fyrsta leikhluta. Grindavík tókst að minnka forskot Breiðabliks minnst niður í tvö stig en nær komust þær ekki. Líkt og í þriðja leikhluta var Breiðablik með yfirhöndina í síðasta fjórðungi en Grindavík var aldrei langt á eftir. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Ísabella Ósk Sigurðardóttir setti þá niður þrist af löngu færi spjaldið ofan í á afar mikilvægu augnabliki og kom forskoti Breiðabliks í sex stig þegar tvær mínútur voru tæplega eftir. Breiðablik vann á endanum sex stiga sigur 77-71. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik byrjaði leikinn af miklum krafti. Gestirnir frá Grindavík skoruðu aðeins tíu stig á fyrstu tíu mínútunum og komst Breiðablik sextán stigum yfir. Þrátt fyrir að hafa aðeins fengið tvö stig af bekknum lenti Breiðablik aldrei undir í leiknum og stóð af sér öll áhlaup Grindavíkur. Hverjar stóðu upp úr? Michaela Lynn Kelly var stigahæst í Breiðabliki með 24 stig. Hún tók einnig 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Ísabella Ósk Sigurðardóttir var með tvöfalda tvennu. Ísabella skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Robbi Ryan var stigahæst hjá Grindavík með 24 stig. Hvað gekk illa? Fyrsti leikhlutinn hjá Grindavík var afleiddur. Grindavík skoraði aðeins tíu stig og var allan leikinn að vinna upp þessa sextán stiga holu sem þær grófu sig í. Grindavík hitti aðeins úr 6 af 29 þriggja stiga skotum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er á sunnudaginn gegn Haukum klukkan 18:00 í Smáranum. Grindavík fær Njarðvík í heimsókn næstkomandi miðvikudag klukkan 18:15. Ánægður með varnarleikinn Ívar Ásgrímsson var ánægður með sigur kvöldsinsVÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með annan sigur liðsins á tímabilinu. „Varnarleikurinn var góður, það sem við töluðum um fyrir leik fannst mér ganga upp, við keyrðum vel á þær sem setti Grindavík í allskonar vandræði,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Byrjunarlið Breiðabliks gerði 75 af 77 stigum heimakvenna í leiknum en Ívar var þó ánægður með stelpurnar sem komu inn af bekknum. „Stelpurnar voru orðnar þreyttar í öðrum leikhluta, við rúlluðum lítið á liðinu. Ég var samt ánægður með þær stelpur sem komu inn af bekknum því þær hafa ekki verið að spila mikið með okkur.“ Breiðablik lenti aldrei undir í leiknum en þrátt fyrir það hótuðu gestirnir að jafna leikinn á nokkrum augnablikum en Ívari fannst hans lið alltaf eiga svar þegar leikurinn var í járnum. „Við áttum inni þriggja stiga körfu spjaldið ofan í þarna undir lokinn. Mér fannst Michaela Lynn Kelly taka af skarið undir lokin sem hún gerði ekki í síðasta leik og hún steig vel upp í lokin,“ sagði Ívar Ásgrímsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Breiðablik UMF Grindavík
Breiðablik vann sinn annan sigur í Subway-deild kvenna í kvöld gegn Grindavík. Leikurinn var spennandi þrátt fyrir að Breiðablik lenti aldrei undir í leiknum. Breiðablik vann að lokum sex stiga sigur 77-71. Í fyrri hálfleik áttu bæði lið sinn leikhluta. Breiðablik byrjaði leikinn töluvert betur en andstæðingur þeirra frá Grindavík. Eftir aðeins fjórar mínútur voru heimakonur komnar tólf stigum yfir. Sóknarleikur Breiðabliks í 1. leikhluta gekk smurt fyrir sig. Ásamt því var varnarleikurinn þéttur og átti Grindavík í miklum vandræðum með að finna leiðir að körfunni. Breiðablik var sextán stigum yfir eftir 1. leikhluta. Grindavík svaraði fyrir sig í öðrum leikhluta. Hulda Björk Ólafsdóttir setti niður þriggja stiga skot í fyrstu sókn Grindavíkur í öðrum leikhluta og þá snérist pendúllinn við. Grindavík skoraði sextán stig á tæplega fimm mínútum á meðan heimakonur frá Kópavogi gerðu aðeins tvö stig. Ótrúlegur viðsnúningur á skömmum tíma. Breiðablik var sex stigum yfir í hálfleik 39-33. Breiðablik byrjaði seinni hálfleik betur en Grindavík var aldrei langt undan og hleypti heimakonum aldrei í sama gír og í fyrsta leikhluta. Grindavík tókst að minnka forskot Breiðabliks minnst niður í tvö stig en nær komust þær ekki. Líkt og í þriðja leikhluta var Breiðablik með yfirhöndina í síðasta fjórðungi en Grindavík var aldrei langt á eftir. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Ísabella Ósk Sigurðardóttir setti þá niður þrist af löngu færi spjaldið ofan í á afar mikilvægu augnabliki og kom forskoti Breiðabliks í sex stig þegar tvær mínútur voru tæplega eftir. Breiðablik vann á endanum sex stiga sigur 77-71. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik byrjaði leikinn af miklum krafti. Gestirnir frá Grindavík skoruðu aðeins tíu stig á fyrstu tíu mínútunum og komst Breiðablik sextán stigum yfir. Þrátt fyrir að hafa aðeins fengið tvö stig af bekknum lenti Breiðablik aldrei undir í leiknum og stóð af sér öll áhlaup Grindavíkur. Hverjar stóðu upp úr? Michaela Lynn Kelly var stigahæst í Breiðabliki með 24 stig. Hún tók einnig 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Ísabella Ósk Sigurðardóttir var með tvöfalda tvennu. Ísabella skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Robbi Ryan var stigahæst hjá Grindavík með 24 stig. Hvað gekk illa? Fyrsti leikhlutinn hjá Grindavík var afleiddur. Grindavík skoraði aðeins tíu stig og var allan leikinn að vinna upp þessa sextán stiga holu sem þær grófu sig í. Grindavík hitti aðeins úr 6 af 29 þriggja stiga skotum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er á sunnudaginn gegn Haukum klukkan 18:00 í Smáranum. Grindavík fær Njarðvík í heimsókn næstkomandi miðvikudag klukkan 18:15. Ánægður með varnarleikinn Ívar Ásgrímsson var ánægður með sigur kvöldsinsVÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með annan sigur liðsins á tímabilinu. „Varnarleikurinn var góður, það sem við töluðum um fyrir leik fannst mér ganga upp, við keyrðum vel á þær sem setti Grindavík í allskonar vandræði,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Byrjunarlið Breiðabliks gerði 75 af 77 stigum heimakvenna í leiknum en Ívar var þó ánægður með stelpurnar sem komu inn af bekknum. „Stelpurnar voru orðnar þreyttar í öðrum leikhluta, við rúlluðum lítið á liðinu. Ég var samt ánægður með þær stelpur sem komu inn af bekknum því þær hafa ekki verið að spila mikið með okkur.“ Breiðablik lenti aldrei undir í leiknum en þrátt fyrir það hótuðu gestirnir að jafna leikinn á nokkrum augnablikum en Ívari fannst hans lið alltaf eiga svar þegar leikurinn var í járnum. „Við áttum inni þriggja stiga körfu spjaldið ofan í þarna undir lokinn. Mér fannst Michaela Lynn Kelly taka af skarið undir lokin sem hún gerði ekki í síðasta leik og hún steig vel upp í lokin,“ sagði Ívar Ásgrímsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti