Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglugerð þessa efnis.
Þessar breytingar á reglum um smitgát eru gerðar í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til ráðherra kemur fram að af tæplega 16.500 einstaklingum sem sættu smitgát á fyrstu 16 dögum þessa árs greindist aðeins um 1% með Covid-smit í kjölfar prófs. Stór hluti þeirra var börn.
Þeir sem eru í smitgát mega sækja vinnu og skóla og sinna nauðsynlegum erindum.
Þá má mega einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 nú fara í göngutúra ólíkt því sem áður var. Þeir þurfa að halda sig í að minnsta kosti 2 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum og mega ekki fara á fjölsótt svæði. Miðað er við tvær gönguferðir á dag sem mega vera að 30 mínútur í senn.