Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2022 08:54 Slayer er ein helsta þrassmetalband sögunnar. Tónleikar þeirra á Íslandi árið 2018 hafa dregið dilk á eftir sér. Ben Hasty/MediaNews Group/Reading Eagle via Getty Images) Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. Friðrik var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra til að greiða umboðsfyrirtækinu um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018 en ekkert fékkst upp í kröfuna. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í nóvember í fyrra. Málið má rekja til þess að K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer, höfðaði mál á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf. og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Solstice Productions samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtækinu. Solstice Productions varð gjaldþrota í nóvember, nam það um 337 milljónum króna. Friðrik óskaði eftir því að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi og varðaði mikilvæga hagsmuni hans. Taldi hann málsmeðferð málsins á neðri dómstigum hafa verið stórlega ábótavant, dómur Landsréttar hafi verið rangur að efni til og byggt á gögnum sem ekki hafi legið fyrir við þingfestingu málsins. Í ákvörðun Hæstaréttar segir hins vegar að ekki sé unnt að líta á úrslit málsins fyrir Hæstarétti hefðu verulega almenna þýðingu. Þá telur Hæstirétturinn að málið varði ekki sértaklega mikilvæga hagsmuni Friðriks. Einnig verði ekki séð að málsmeðferð þess hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar rangru að efninu til. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer. 3. mars 2021 13:37 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Friðrik var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra til að greiða umboðsfyrirtækinu um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018 en ekkert fékkst upp í kröfuna. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í nóvember í fyrra. Málið má rekja til þess að K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer, höfðaði mál á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf. og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Solstice Productions samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtækinu. Solstice Productions varð gjaldþrota í nóvember, nam það um 337 milljónum króna. Friðrik óskaði eftir því að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi og varðaði mikilvæga hagsmuni hans. Taldi hann málsmeðferð málsins á neðri dómstigum hafa verið stórlega ábótavant, dómur Landsréttar hafi verið rangur að efni til og byggt á gögnum sem ekki hafi legið fyrir við þingfestingu málsins. Í ákvörðun Hæstaréttar segir hins vegar að ekki sé unnt að líta á úrslit málsins fyrir Hæstarétti hefðu verulega almenna þýðingu. Þá telur Hæstirétturinn að málið varði ekki sértaklega mikilvæga hagsmuni Friðriks. Einnig verði ekki séð að málsmeðferð þess hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar rangru að efninu til. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer. 3. mars 2021 13:37 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06
Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55
Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15
Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer. 3. mars 2021 13:37
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent