Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2022 11:38 Bólusetningar grunnskólabarna á aldrinum sex til ellefu ára hófust í Laugardalshöll fyrir um tíu dögum. Byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Byrjað var að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn fædd árið 2016 á mánudaginn og var rætt um að mætingin fyrstu dagana hafi verið eitthvað lakari hjá þeim en hjá eldri börnum í aldurshópnum fimm til ellefu ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk segir að vera kunni að einhverjir foreldrar leikskólabarnanna hafi ekki verið með upplýsingar um bólusetningarnar. „Við treystum svolítið á fjölmiðlana. Heilsugæslan er ekki með sama aðgengi að leikskólunum líkt og í grunnskólunum þar sem skólahjúkrunarfræðingar gátu komið upplýsingum til foreldranna. En þetta hefur gengið ágætlega. Við erum alveg róleg og höfum engar áhyggjur.“ Hún segir að leikskólabörnum verði áfram boðið að mæta með foreldrum í Laugardalshöll næstu vikur, en opið er milli klukkan 10 og 15. Áfram verði boðið upp á sérstök „barnvænni“ rými fyrir bólusetningu yngstu barnanna. „Ameríski draumurinn“ Ragnheiður Ósk segir að annars séu starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á fullu að gefa örvunarskammta. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma til okkar. Þetta hafa verið um tvö þúsund á dag síðustu daga. Við erum ekki endilega að senda út boð, heldur getur fólk mætt með eldra boð eða þá bara kennitöluna sína.“ Bólusett er með bóluefni Pfizer og Moderna, en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu. „Það er alltaf bóluefni að koma til landsins, en við eigum nóg af Moderna. Það er náttúrulega „ameríski draumurinn“,“ segir Ragnheiður. Tilkynnt var fyrr í vikunni að ákveðið hafi verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Kemur tilhögunin til framkvæmda í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Byrjað var að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn fædd árið 2016 á mánudaginn og var rætt um að mætingin fyrstu dagana hafi verið eitthvað lakari hjá þeim en hjá eldri börnum í aldurshópnum fimm til ellefu ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk segir að vera kunni að einhverjir foreldrar leikskólabarnanna hafi ekki verið með upplýsingar um bólusetningarnar. „Við treystum svolítið á fjölmiðlana. Heilsugæslan er ekki með sama aðgengi að leikskólunum líkt og í grunnskólunum þar sem skólahjúkrunarfræðingar gátu komið upplýsingum til foreldranna. En þetta hefur gengið ágætlega. Við erum alveg róleg og höfum engar áhyggjur.“ Hún segir að leikskólabörnum verði áfram boðið að mæta með foreldrum í Laugardalshöll næstu vikur, en opið er milli klukkan 10 og 15. Áfram verði boðið upp á sérstök „barnvænni“ rými fyrir bólusetningu yngstu barnanna. „Ameríski draumurinn“ Ragnheiður Ósk segir að annars séu starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á fullu að gefa örvunarskammta. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma til okkar. Þetta hafa verið um tvö þúsund á dag síðustu daga. Við erum ekki endilega að senda út boð, heldur getur fólk mætt með eldra boð eða þá bara kennitöluna sína.“ Bólusett er með bóluefni Pfizer og Moderna, en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu. „Það er alltaf bóluefni að koma til landsins, en við eigum nóg af Moderna. Það er náttúrulega „ameríski draumurinn“,“ segir Ragnheiður. Tilkynnt var fyrr í vikunni að ákveðið hafi verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Kemur tilhögunin til framkvæmda í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03
Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21