Hæstiréttur brást vonum Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 12:37 Donald Trump skipaði þrjá hæstaréttardómara en enginn þeirra virðist hafa verið sammála málflutningi verjenda hans. AP/Mariam Zuhaib Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. Umrædd þingnefnd rannsakar árásina þar sem stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Nefndin skoðar sérstaklega aðkomu Trump-liða að árásinni og hvað forsetinn sjálfur gerði á meðan á henni stóð. Trump krafðist þess að gögnin yrðu ekki afhent en Biden leyfði það. Trump-liðar hafa tapað á öllum stigum dómstóla Bandaríkjanna og nefndin er þegar byrjuð að taka við gögnum og þar á meðal dagbókum, gestabókum, ræðudrögum og minnisblöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni var Clarence Thomas eini dómarinn af níu sem vildi meina þingnefndinni aðgang að gögnunum. Aðrir dómarar voru þó þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki rétt á því að krefjast leyndar yfir gögnunum. Úrskurð Hæstaréttar má sjá hér, en um mikinn sigur er að ræða fyrir rannsóknarnefndina. Nefndin hefur einnig stefnt nokkrum af bandamönnum Trumps og þar á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður forsetans. Sjá einnig: Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið Frá síðasta sumari hefur nefndin rætt við á fjórða hundrað manns. Einhverjir hafa þó neitað að ræða við meðlimi nefndarinnar og er Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Trumps, þar á meðal. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir að sýna þinginu vanvirðingu og gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að ár. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Umrædd þingnefnd rannsakar árásina þar sem stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Nefndin skoðar sérstaklega aðkomu Trump-liða að árásinni og hvað forsetinn sjálfur gerði á meðan á henni stóð. Trump krafðist þess að gögnin yrðu ekki afhent en Biden leyfði það. Trump-liðar hafa tapað á öllum stigum dómstóla Bandaríkjanna og nefndin er þegar byrjuð að taka við gögnum og þar á meðal dagbókum, gestabókum, ræðudrögum og minnisblöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni var Clarence Thomas eini dómarinn af níu sem vildi meina þingnefndinni aðgang að gögnunum. Aðrir dómarar voru þó þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki rétt á því að krefjast leyndar yfir gögnunum. Úrskurð Hæstaréttar má sjá hér, en um mikinn sigur er að ræða fyrir rannsóknarnefndina. Nefndin hefur einnig stefnt nokkrum af bandamönnum Trumps og þar á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður forsetans. Sjá einnig: Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið Frá síðasta sumari hefur nefndin rætt við á fjórða hundrað manns. Einhverjir hafa þó neitað að ræða við meðlimi nefndarinnar og er Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Trumps, þar á meðal. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir að sýna þinginu vanvirðingu og gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að ár.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira