FIFA takmarkar fjölda lánssamninga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2022 22:31 Gianni Infantino er forseti FIFA. Harold Cunningham/FIFA Á næstu árum mun Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA takmarka þann fjölda leikmanna sem félög mega lána eða fá á láni frá félögum í öðrum löndum. Frá og með 1. júlí næstkomandi mega lið aðeins vera með átta leikmenn á láni frá öðrum löndum. Að sama skapi má félagið aðeins lána átta leikmenn til annarra landa, sem er svokallaður alþjóðlegur lánssamningur [e. International loan deal]. Tímabilið 2023-2024 lækkar talan niður í sjö, og að lokum sex ári síðar. Nýju reglurnar gilda þó ekki um lánssamninga innan sama lands, en FIFA hefur gefið hverju aðildarfélagi fyrir sig þrjú ár til að búa til regluverk í samræmi við það sem sambandið er að innleiða. Talsmaður FIFA segir að reglubreytingin muni aðstoða félögin þar sem þetta gefi ungum leikmönnum tækifæri á að vaxa og dafna innan síns félags. Þá muni þetta einnig stuðla að samkeppnishæfni og koma í veg fyrir að félög hamstri leikmenn. FIFA announces new loan regulations with the aim to "develop young players, promote competitive balance and prevent hoarding."From 2024, clubs will be restricted to six players loaned in and six loaned out at one time. Under 21s and club-trained players will be exempt. pic.twitter.com/SqLlZvD4ok— B/R Football (@brfootball) January 20, 2022 Þetta er þó ekki eina breytingin sem gerð verður á lánssamningum, en frá og með næsta tímabili má hvert félag ekki senda fleiri en þrjá leikmenn á láni til sama félagsins. Þá þurfa lánssamningar að gilda í það minnsta frá einum félagsskiptaglugga til þess næsta, og mega í mesta lagi vera eitt ár. Félögin þurfa að skila inn skriflegum samningi um skilmála lánssamningsins, þar sem fram kemur lengd og fjárhagsleg skilyrði samningsins. Þessar nýju reglur eru hluti af því að endurbæta félagsskiptakerfið og áttu upphaflega að taka gildi í júlí árið 2020, en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikmenn undir 21 árs aldri, sem og þeir sem hafa farið í gegnum yngri flokka félaganna, munu ekki teljast sem alþjóðlegur lánssamningur. Fótbolti FIFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Frá og með 1. júlí næstkomandi mega lið aðeins vera með átta leikmenn á láni frá öðrum löndum. Að sama skapi má félagið aðeins lána átta leikmenn til annarra landa, sem er svokallaður alþjóðlegur lánssamningur [e. International loan deal]. Tímabilið 2023-2024 lækkar talan niður í sjö, og að lokum sex ári síðar. Nýju reglurnar gilda þó ekki um lánssamninga innan sama lands, en FIFA hefur gefið hverju aðildarfélagi fyrir sig þrjú ár til að búa til regluverk í samræmi við það sem sambandið er að innleiða. Talsmaður FIFA segir að reglubreytingin muni aðstoða félögin þar sem þetta gefi ungum leikmönnum tækifæri á að vaxa og dafna innan síns félags. Þá muni þetta einnig stuðla að samkeppnishæfni og koma í veg fyrir að félög hamstri leikmenn. FIFA announces new loan regulations with the aim to "develop young players, promote competitive balance and prevent hoarding."From 2024, clubs will be restricted to six players loaned in and six loaned out at one time. Under 21s and club-trained players will be exempt. pic.twitter.com/SqLlZvD4ok— B/R Football (@brfootball) January 20, 2022 Þetta er þó ekki eina breytingin sem gerð verður á lánssamningum, en frá og með næsta tímabili má hvert félag ekki senda fleiri en þrjá leikmenn á láni til sama félagsins. Þá þurfa lánssamningar að gilda í það minnsta frá einum félagsskiptaglugga til þess næsta, og mega í mesta lagi vera eitt ár. Félögin þurfa að skila inn skriflegum samningi um skilmála lánssamningsins, þar sem fram kemur lengd og fjárhagsleg skilyrði samningsins. Þessar nýju reglur eru hluti af því að endurbæta félagsskiptakerfið og áttu upphaflega að taka gildi í júlí árið 2020, en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikmenn undir 21 árs aldri, sem og þeir sem hafa farið í gegnum yngri flokka félaganna, munu ekki teljast sem alþjóðlegur lánssamningur.
Fótbolti FIFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira