„Við reyndum allt sem við gátum til þess að setja sýninguna saman í tæka tíð og að hún yrði nógu góð fyrir ykkur. En tafir á sendingum og Covid hafa alveg gert út af við okkur. Helmingurinn að starfsliðinu mínu er með Covid og það er því ómögulegt að gera sýninguna tilbúna,“ segir berskjölduð Adele í myndbandinu.
Tónleikarnir áttu að fara fram í kvöld. Um er að ræða fyrstu tónleikana af 24 tónleikum í Las Vegas-sýningunni Weekend with Adele sem fer fram í Caesars Palace's Colosseum.
„Við erum búin að vera vakandi núna í meira en 30 klukkutíma að reyna finna út úr þessu en tíminn er á þrotum. Ég er svo leið og skammast mín svo. Ég biðst innilegrar afsökunar til allra sem hafa ferðast hingað til þess að koma á tónleikana. Ég er svo innilega miður mín,“ segir söngkonan grátandi.
Um að ræða fyrstu hefðbundnu tónleika Adele í fimm ár og því má ætla að aðdáendur hafi beðið með mikilli eftirvæntingu. Adele tekur þó fram allir tónleikarnir munu fara fram á nýjum dagsetningum.