„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. janúar 2022 13:10 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir greinilegt að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Búdapest. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. Þrír leikmenn greindust smitaðir í fyrradag og í gær greindust þrír til viðbótar. Eftir hraðpróf í dag greindist svo sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson með smit en hópurinn fer í PCR próf í kvöld. „Við bindum vonir við að við höfum náð utan um smitin og fáum ekki upp fleiri tilvik í bili,“ segir Róbert. Mikil áhersla var lögð á sóttvarnir áður en hópurinn fór út, til að mynda voru leikmenn í einangrun fyrir brottför og fóru þau með leiguflugi til Búdapest. „En þegar við komum hingað út verður að segjast að aðbúnaður á hótelinu hafi ekki verið nægilega góður,“ segir Róbert en hótelið var opið fyrir aðra gesti, fólk gekk grímulaust um ganga þess, og mikill umgangur var á hæðum, í lyftum og anddyri hótelsins. „Það er greinilegt að sóttvarnir voru ekki í hávegum hafðar hérna í Ungverjalandi þegar kom að mótinu,“ segir hann enn fremur. Fulltrúar liðanna fóru til Búdapest í október til að kanna aðstæður en Róbert bendir á að staðan í faraldrinum hafi þá verið allt önnur en nú. Liðin komu sínum athugasemdum á framfæri fyrir mótið og voru vonir bundnar við að framkvæmdin yrði með svipuðu móti og þegar HM fór fram í Egyptalandi, þar sem liðin voru hver í sínum kúlum. „Enda eina leiðin til að halda mótinu smitfríu ef það er hægt að kalla, en það var ekki gert og því hefur í rauninni farið sem farið. Við sjáum smit hjá nánast öllum liðum og gríðarlega mörg í sumum hverjum, til dæmis hjá Þýskalandi,“ segir Róbert. „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar,“ segir Róbert en hann telur þó engar líkur á því að mótinu verði frestað líkt og sumir hafa kallað eftir. Helsta markmið íslenska liðsins á þessari stundu er að halda liðinu gangandi. „Við erum búin að herða enn frekar á öllum sóttvörnum, sem voru nú frekar strangar fyrir, hjá okkur til að koma í veg fyrir fleiri smit hjá okkur og við munum vera mjög varkárir núna næstu daga og stefnum á að reyna að klára mótið með stæl,“ segir Róbert. „Við erum bara brattir með framhaldið og ætlum að gefa allt í þessa þrjá leiki sem eru eftir.“ EM karla í handbolta 2022 Handbolti Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mjög raunhæft að mótið verði flautað af Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson taka undir gagnrýni Guðmundar Guðmundssonar og leikmanna íslenska landsliðsins á sóttvarnir á EM í handbolta og segja aðstæður óviðunandi. 21. janúar 2022 09:01 „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 20:06 Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest. 20. janúar 2022 16:17 Björgvin: Þetta var mikið sjokk „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. 20. janúar 2022 13:58 Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Þrír leikmenn greindust smitaðir í fyrradag og í gær greindust þrír til viðbótar. Eftir hraðpróf í dag greindist svo sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson með smit en hópurinn fer í PCR próf í kvöld. „Við bindum vonir við að við höfum náð utan um smitin og fáum ekki upp fleiri tilvik í bili,“ segir Róbert. Mikil áhersla var lögð á sóttvarnir áður en hópurinn fór út, til að mynda voru leikmenn í einangrun fyrir brottför og fóru þau með leiguflugi til Búdapest. „En þegar við komum hingað út verður að segjast að aðbúnaður á hótelinu hafi ekki verið nægilega góður,“ segir Róbert en hótelið var opið fyrir aðra gesti, fólk gekk grímulaust um ganga þess, og mikill umgangur var á hæðum, í lyftum og anddyri hótelsins. „Það er greinilegt að sóttvarnir voru ekki í hávegum hafðar hérna í Ungverjalandi þegar kom að mótinu,“ segir hann enn fremur. Fulltrúar liðanna fóru til Búdapest í október til að kanna aðstæður en Róbert bendir á að staðan í faraldrinum hafi þá verið allt önnur en nú. Liðin komu sínum athugasemdum á framfæri fyrir mótið og voru vonir bundnar við að framkvæmdin yrði með svipuðu móti og þegar HM fór fram í Egyptalandi, þar sem liðin voru hver í sínum kúlum. „Enda eina leiðin til að halda mótinu smitfríu ef það er hægt að kalla, en það var ekki gert og því hefur í rauninni farið sem farið. Við sjáum smit hjá nánast öllum liðum og gríðarlega mörg í sumum hverjum, til dæmis hjá Þýskalandi,“ segir Róbert. „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar,“ segir Róbert en hann telur þó engar líkur á því að mótinu verði frestað líkt og sumir hafa kallað eftir. Helsta markmið íslenska liðsins á þessari stundu er að halda liðinu gangandi. „Við erum búin að herða enn frekar á öllum sóttvörnum, sem voru nú frekar strangar fyrir, hjá okkur til að koma í veg fyrir fleiri smit hjá okkur og við munum vera mjög varkárir núna næstu daga og stefnum á að reyna að klára mótið með stæl,“ segir Róbert. „Við erum bara brattir með framhaldið og ætlum að gefa allt í þessa þrjá leiki sem eru eftir.“
EM karla í handbolta 2022 Handbolti Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mjög raunhæft að mótið verði flautað af Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson taka undir gagnrýni Guðmundar Guðmundssonar og leikmanna íslenska landsliðsins á sóttvarnir á EM í handbolta og segja aðstæður óviðunandi. 21. janúar 2022 09:01 „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 20:06 Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest. 20. janúar 2022 16:17 Björgvin: Þetta var mikið sjokk „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. 20. janúar 2022 13:58 Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mjög raunhæft að mótið verði flautað af Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson taka undir gagnrýni Guðmundar Guðmundssonar og leikmanna íslenska landsliðsins á sóttvarnir á EM í handbolta og segja aðstæður óviðunandi. 21. janúar 2022 09:01
„Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 20:06
Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest. 20. janúar 2022 16:17
Björgvin: Þetta var mikið sjokk „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. 20. janúar 2022 13:58
Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01