Líkir myndbirtingu Sigurðar G við áður séða þöggunartilburði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2022 19:51 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segir mynd af Vítalíu Lazarevu, sem Sigurður G. Guðjónsson kveðst ekki kannast við, líkjast þöggunartilburðum. Vísir/Samsett Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson tekur fyrir að hafa birt mynd af Vítalíu Lazarevu hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Talskona Stígamóta segir myndbirtinguna líkjast þöggunartilburðum. Vítalía, sem hefur sakað þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi, vakti sjálf athygli á mynddeilingunni á Twitter og furðaði sig á því að Sigurður, sem hún segist ekkert þekkja, hafi birt af henni mynd á Facebook. Hún hafi á myndinni verið að ganga inn á fund með sínum eigin lögmanni. Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af mér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann .... Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt.HJÁLP pic.twitter.com/y8tsWwVrkK— Vitalia Lazareva (@LazarevaVitalia) January 21, 2022 „Það er náttúrulega mjög íþyngjandi að upplifa það að það sé verið að fylgjast með manni. Sérstaklega ef maður er hræddur við aðilann sem kann að vera að fylgjast með manni eða senda einhvern til að fylgjast með manni,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagðist Sigurður ekki kannast við að hafa birt myndina á Facebook og sagðist heldur ekki hafa verið á staðnum þegar myndin var tekin. Í morgun mátti þó sjá myndina á Facebook-síðu Sigurðar. Sigurður fjarlægði myndina af Facebook eftir hádegi í dag. „Það er kannski erfitt að festa fingur á það nákvæmlega, hvað þetta er, en í öllu falli finnst mér þetta líkjast mjög ýmsum þöggunartilburðum sem við höfum áður séð,“ segir Steinunn. Við það bætist að meintir gerendur í málinu séu allir valdamiklir menn. „Ég held að það sé alveg aukalag af ótta sem fylgir því að stíga fram gegn mjög valdamiklum mönnum sem eru í allt annarri stöðu en brotaþoli.“ Sigurður hefur áður verið á milli tannanna á fólki vegna umdeildrar Facebook-færslu þar sem hann birti ljósmyndir af skýrslum lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem sakaði Kolbein Sigþórsson knattspyrnumann um ofbeldi. „Það er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við það sem sami maður hefur gert áður, þar sem hann birtir lögregluskýrlsur brotaþola opinberlega á Facebook.“ Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að félaginu hafi borist athugasemdir í dag vegna málsins sem það muni taka til skoðunar. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33 Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. 15. desember 2021 19:08 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Vítalía, sem hefur sakað þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi, vakti sjálf athygli á mynddeilingunni á Twitter og furðaði sig á því að Sigurður, sem hún segist ekkert þekkja, hafi birt af henni mynd á Facebook. Hún hafi á myndinni verið að ganga inn á fund með sínum eigin lögmanni. Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af mér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann .... Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt.HJÁLP pic.twitter.com/y8tsWwVrkK— Vitalia Lazareva (@LazarevaVitalia) January 21, 2022 „Það er náttúrulega mjög íþyngjandi að upplifa það að það sé verið að fylgjast með manni. Sérstaklega ef maður er hræddur við aðilann sem kann að vera að fylgjast með manni eða senda einhvern til að fylgjast með manni,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagðist Sigurður ekki kannast við að hafa birt myndina á Facebook og sagðist heldur ekki hafa verið á staðnum þegar myndin var tekin. Í morgun mátti þó sjá myndina á Facebook-síðu Sigurðar. Sigurður fjarlægði myndina af Facebook eftir hádegi í dag. „Það er kannski erfitt að festa fingur á það nákvæmlega, hvað þetta er, en í öllu falli finnst mér þetta líkjast mjög ýmsum þöggunartilburðum sem við höfum áður séð,“ segir Steinunn. Við það bætist að meintir gerendur í málinu séu allir valdamiklir menn. „Ég held að það sé alveg aukalag af ótta sem fylgir því að stíga fram gegn mjög valdamiklum mönnum sem eru í allt annarri stöðu en brotaþoli.“ Sigurður hefur áður verið á milli tannanna á fólki vegna umdeildrar Facebook-færslu þar sem hann birti ljósmyndir af skýrslum lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem sakaði Kolbein Sigþórsson knattspyrnumann um ofbeldi. „Það er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við það sem sami maður hefur gert áður, þar sem hann birtir lögregluskýrlsur brotaþola opinberlega á Facebook.“ Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að félaginu hafi borist athugasemdir í dag vegna málsins sem það muni taka til skoðunar.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33 Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. 15. desember 2021 19:08 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33
Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. 15. desember 2021 19:08
Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18