Birta og Kári ætla sér stóra hluti hjá Heimdalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2022 14:37 Kári og Birta ætla sér æðstu stöður hjá Heimdalli. Aðsend Birta Karen Tryggvadóttir gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 27. janúar næstkomandi. Kári Freyr Kristinsson gefur kost á sér í embætti varaformanns. Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að Birta Karen er 21 árs og er á þriðja ári í hagfræði við Háskóla Íslands, hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2019. Birta hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, innan sem og utan flokksins. Hún hefur setið í stjórn Heimdallar síðustu tvö ár og situr nú í framkvæmdastjórn SUS. Auk þess hefur hún tekið virkan þátt í félagsstörfum innan Háskóla Íslands, hún meðal annars sat í ritstjórn Stúdentablaðsins 2019 - 2020, var formaður Ökonomiu - félags hagfræðinema við HÍ 2020 - 2021 og er núverandi forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta. Samhliða námi starfar hún sem aðstoðarkennari innan hagfræðideildar HÍ. Kári Freyr Kristinsson er 19 ára og er á þriðja ári á viðskiptabraut við Verzlunarskóla Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum félagsstörfum í gegnum tíðina. Í Verzlunarskólanum hefur hann setið í Nemendamótsnefnd og Listafélaginu en í dag gegnir hann embætti forseta Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Ásamt því situr hann í stjórn Skrekks. Innan Sjálfstæðisflokksins situr Kári í stjórn SUS. Samhliða þessu hefur hann unnið á fjölmörgum stöðum eins og leikskóla, frístundaheimili og sem jafningjafræðari. Bæði Birta og Kári skipuðu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum og tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. „Framundan eru stór verkefni hjá Heimdalli, sveitarstjórnarkosningar eru framundan og verður það stór áskorun en í þeim felast þó síður ekki tækifæri - tækifæri til að kynna Sjálfstæðisstefnuna fyrir ungu fólki. Framboðið leggur áherslu á að Heimdallur verði vettvangur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að kynnast starfi flokksins og vill taka þátt í pólitískri umræðu. Auk þess er starfið ekki síður mikilvægt til að veita kjörnum fulltrúum aðhald og halda grunngildum sjálfstæðisstefnunnar á lofti,“ segir í tilkynningunni. Auk Birtu og Kára bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli: Birkir Örn Þorsteinsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Dóra Tómasdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólanum í Reykjavík Elísabet Sara Gísladóttir, 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Emilíanna Rut Mikaelsdóttir 19 ára stúdent úr Menntaskólanum við Sund Eydís Helga Viðarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Lovísa Ólafsdóttir, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Magnús Benediktsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Ragnar Snæland, 23 ára og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Salka Sigmarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, 22 ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands Til viðbótar bjóða fjórir einstaklingar sig fram í varastjórn Almar Máni Þórisson, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Bjarki Guðmundsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Magnús Daði Eyjólfsson, 20 ára og stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands Selma Guðjónsdóttir, 21 árs og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að Birta Karen er 21 árs og er á þriðja ári í hagfræði við Háskóla Íslands, hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2019. Birta hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, innan sem og utan flokksins. Hún hefur setið í stjórn Heimdallar síðustu tvö ár og situr nú í framkvæmdastjórn SUS. Auk þess hefur hún tekið virkan þátt í félagsstörfum innan Háskóla Íslands, hún meðal annars sat í ritstjórn Stúdentablaðsins 2019 - 2020, var formaður Ökonomiu - félags hagfræðinema við HÍ 2020 - 2021 og er núverandi forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta. Samhliða námi starfar hún sem aðstoðarkennari innan hagfræðideildar HÍ. Kári Freyr Kristinsson er 19 ára og er á þriðja ári á viðskiptabraut við Verzlunarskóla Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum félagsstörfum í gegnum tíðina. Í Verzlunarskólanum hefur hann setið í Nemendamótsnefnd og Listafélaginu en í dag gegnir hann embætti forseta Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Ásamt því situr hann í stjórn Skrekks. Innan Sjálfstæðisflokksins situr Kári í stjórn SUS. Samhliða þessu hefur hann unnið á fjölmörgum stöðum eins og leikskóla, frístundaheimili og sem jafningjafræðari. Bæði Birta og Kári skipuðu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum og tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. „Framundan eru stór verkefni hjá Heimdalli, sveitarstjórnarkosningar eru framundan og verður það stór áskorun en í þeim felast þó síður ekki tækifæri - tækifæri til að kynna Sjálfstæðisstefnuna fyrir ungu fólki. Framboðið leggur áherslu á að Heimdallur verði vettvangur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að kynnast starfi flokksins og vill taka þátt í pólitískri umræðu. Auk þess er starfið ekki síður mikilvægt til að veita kjörnum fulltrúum aðhald og halda grunngildum sjálfstæðisstefnunnar á lofti,“ segir í tilkynningunni. Auk Birtu og Kára bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli: Birkir Örn Þorsteinsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Dóra Tómasdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólanum í Reykjavík Elísabet Sara Gísladóttir, 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Emilíanna Rut Mikaelsdóttir 19 ára stúdent úr Menntaskólanum við Sund Eydís Helga Viðarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Lovísa Ólafsdóttir, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Magnús Benediktsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Ragnar Snæland, 23 ára og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Salka Sigmarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, 22 ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands Til viðbótar bjóða fjórir einstaklingar sig fram í varastjórn Almar Máni Þórisson, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Bjarki Guðmundsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Magnús Daði Eyjólfsson, 20 ára og stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands Selma Guðjónsdóttir, 21 árs og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira