Við eigum erindi í Garðabæ Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 21. janúar 2022 20:01 Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum. Verslun og þjónusta er sömuleiðis að vaxa samhliða byggðinni. Reglulega fæ ég til dæmis skilaboð frá fólki sem situr á Sjálandi nýjum veitingastað í mínu hverfi og nýtur bæði veitinga og útsýnis. Við sjáum þetta líka á Garðatorgi, í Urriðaholti, á Álftanesi og víðar. Nútímafólk vill hverfiskaffihús, lifandi verslun og samkomustaði þar sem hjartað slær. Með öðrum orðum lífsgæði í heimabyggð. Þetta laðar líka að fólk, ekki bara úr nágrannasveitarfélögunum, heldur víðsvegar af landinu. Fólk á erindi í Garðabæ og þannig viljum við hafa það. Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís. Í þessum anda verður sömuleiðis spennandi að vinna áfram með Arnarlandið þar sem fyrirhuguð er nú heilsubyggð með áherslu á náttúru og heilsueflandi þjónustu. Þar verður auk byggðar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Ráðumst í sameiginlegt markaðsátak Enginn er eyland og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er jafnan af hinu góða. Ég vil því leggja til að við horfum í æ ríkari mæli til þess að styrkja stöðu okkar í markaðslegu tilliti. Ég sé fyrir mér að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður geti unnið saman að því að verða eitt markaðssvæði sem er valkostur við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Ört vaxandi verslun og þjónusta í Garðabæ, aðlaðandi miðbær Hafnarfjarðar, nýjungar í þjónustu á Kársnesinu í Kópavogi og endurbygging Hamraborgar ásamt Smáralind og nágrenni, gerir svæðið allt mjög ákjósanlegt. Tengingar eru góðar hvort sem notast er við almenningssamgöngur eða einkabíl og fjölbreytnin mikil. Af hverju ekki að ráðast í sameiginlegt markaðsátak? Við gætum kynnt fólki hvað er í boði á öllum þessum stöðum þar sem umferðin er greið, næg bílastæði fyrir þau sem það kjósa, gott aðgengi gangandi og hjólandi og minna stress. Svæðið ætti að laða að fólk utan höfuðborgarsvæðisins, því með stuttum bíltúr er hægt að nálgast flest það sama hjá okkur í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi, og jafnvel fleira og betra, en í miðborg Reykjavíkur. Þannig dreifist umferðin betur um höfuðborgarsvæðið og ekki vanþörf á. Við getum gert meira til að efla bæjarbraginn og opnun Menningarhúss er atburður sem ég vil lifa. Ég sé líka mikil tækifæri í Arnarnesvogi fyrir uppbyggingu í sjósporti, eins og kajakróðri, róðrabretti og sjósundi. Við búum vel að opnum, grænum og fallegum svæðum, sannkölluðum náttúruperlum, sem hafa verið friðlýst svo komandi kynslóðir geti þar notið óspilltrar náttúru. Þetta byggir á skýrri hugmyndafræði en Garðabær á Íslandsmet sveitarfélaga í slíkum friðlýsingum en tæplega helmingur bæjarlandsins er friðlýstur. Auk þess að vera heilsueflandi svæði fyrir fólk þá skapar þetta aðlaðandi umgjörð fyrir verslun, þjónustu og hvers kyns afþreyingu. Ég hef metnað og horfi til langrar framtíðar fyrir Garðabæ. Markmiðið er að sveitarfélagið nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúum þar sem áherslan verði fyrst og fremst á að tryggja bæjarbúum áfram sem best lífsgæði. Við höfum náð góðum árangri því bærinn er eftirsóttur til búsetu og hér er fasteignaverð hátt. Höldum áfram. Á öllum þessum möguleikum og sóknarfærum eigum við að byggja til framtíðar. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum. Verslun og þjónusta er sömuleiðis að vaxa samhliða byggðinni. Reglulega fæ ég til dæmis skilaboð frá fólki sem situr á Sjálandi nýjum veitingastað í mínu hverfi og nýtur bæði veitinga og útsýnis. Við sjáum þetta líka á Garðatorgi, í Urriðaholti, á Álftanesi og víðar. Nútímafólk vill hverfiskaffihús, lifandi verslun og samkomustaði þar sem hjartað slær. Með öðrum orðum lífsgæði í heimabyggð. Þetta laðar líka að fólk, ekki bara úr nágrannasveitarfélögunum, heldur víðsvegar af landinu. Fólk á erindi í Garðabæ og þannig viljum við hafa það. Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís. Í þessum anda verður sömuleiðis spennandi að vinna áfram með Arnarlandið þar sem fyrirhuguð er nú heilsubyggð með áherslu á náttúru og heilsueflandi þjónustu. Þar verður auk byggðar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Ráðumst í sameiginlegt markaðsátak Enginn er eyland og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er jafnan af hinu góða. Ég vil því leggja til að við horfum í æ ríkari mæli til þess að styrkja stöðu okkar í markaðslegu tilliti. Ég sé fyrir mér að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður geti unnið saman að því að verða eitt markaðssvæði sem er valkostur við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Ört vaxandi verslun og þjónusta í Garðabæ, aðlaðandi miðbær Hafnarfjarðar, nýjungar í þjónustu á Kársnesinu í Kópavogi og endurbygging Hamraborgar ásamt Smáralind og nágrenni, gerir svæðið allt mjög ákjósanlegt. Tengingar eru góðar hvort sem notast er við almenningssamgöngur eða einkabíl og fjölbreytnin mikil. Af hverju ekki að ráðast í sameiginlegt markaðsátak? Við gætum kynnt fólki hvað er í boði á öllum þessum stöðum þar sem umferðin er greið, næg bílastæði fyrir þau sem það kjósa, gott aðgengi gangandi og hjólandi og minna stress. Svæðið ætti að laða að fólk utan höfuðborgarsvæðisins, því með stuttum bíltúr er hægt að nálgast flest það sama hjá okkur í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi, og jafnvel fleira og betra, en í miðborg Reykjavíkur. Þannig dreifist umferðin betur um höfuðborgarsvæðið og ekki vanþörf á. Við getum gert meira til að efla bæjarbraginn og opnun Menningarhúss er atburður sem ég vil lifa. Ég sé líka mikil tækifæri í Arnarnesvogi fyrir uppbyggingu í sjósporti, eins og kajakróðri, róðrabretti og sjósundi. Við búum vel að opnum, grænum og fallegum svæðum, sannkölluðum náttúruperlum, sem hafa verið friðlýst svo komandi kynslóðir geti þar notið óspilltrar náttúru. Þetta byggir á skýrri hugmyndafræði en Garðabær á Íslandsmet sveitarfélaga í slíkum friðlýsingum en tæplega helmingur bæjarlandsins er friðlýstur. Auk þess að vera heilsueflandi svæði fyrir fólk þá skapar þetta aðlaðandi umgjörð fyrir verslun, þjónustu og hvers kyns afþreyingu. Ég hef metnað og horfi til langrar framtíðar fyrir Garðabæ. Markmiðið er að sveitarfélagið nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúum þar sem áherslan verði fyrst og fremst á að tryggja bæjarbúum áfram sem best lífsgæði. Við höfum náð góðum árangri því bærinn er eftirsóttur til búsetu og hér er fasteignaverð hátt. Höldum áfram. Á öllum þessum möguleikum og sóknarfærum eigum við að byggja til framtíðar. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar