Forsætisráðherrann frestaði brúðkaupinu vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 15:50 acinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AP/Mark Mitchell Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur frestað brúðkaupi sínu í aðdraganda þess að ríkisstjórn hennar herðir sóttvarnarreglur. Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er í töluverðri dreifingu á Nýja-Sjálandi þessa dagana. Til stendur að setja aftur grímuskyldu á og takmarka samkomufjölda en hertar reglur taka gildi á miðnætti ytra. Í frétt Reuters segir að nýju reglurnar miði við það að ekki megi fleiri en hundrað koma saman og á það meðal annars við brúðkaupsveislur. Það á þó sérstaklega við atburði þar sem notast er við bólusetningarpassa. Þar sem það er ekki gert mega ekki fleiri en 25 koma saman. Á blaðamannafundi í dag sagði Ardern frá því að brúðkaupi hennar hefði verið frestað og sagðist hún hafa samúð með öðrum í sömu stöðu og hún. Spurð út í hvernig henni liði vegna brúðkaupsins svaraði hún: „Svona er lífið. Ég er ekkert frábrugðin þúsundum annarra Nýsjálendinga sem orðið mun verr fyrir barðinu á faraldrinum en ég. Það versta er að geta ekki verið með ástvinum, sem eru stundum alvarlega veikir. Það er mun sorglegra en mínar aðstæður.“ Landamæri Nýja-Sjálands hafa verið lokuð erlendum aðilum frá því í mars 2020 en ríkisstjórn Ardern frestaði því nýverið að opna landamærin aftur um miðjan janúar til loka febrúar. Var það vegna mikillar dreifingar kórónuveirunnar meðal nágranna Nýja-Sjálands í Ástralíu. Um 94 prósent allra íbúa landsins yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst tvo skammta bóluefnis. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vatnið í eyranu reyndist vera kakkalakki Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér. 13. janúar 2022 17:25 Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30. desember 2021 07:37 Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. 9. desember 2021 07:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Til stendur að setja aftur grímuskyldu á og takmarka samkomufjölda en hertar reglur taka gildi á miðnætti ytra. Í frétt Reuters segir að nýju reglurnar miði við það að ekki megi fleiri en hundrað koma saman og á það meðal annars við brúðkaupsveislur. Það á þó sérstaklega við atburði þar sem notast er við bólusetningarpassa. Þar sem það er ekki gert mega ekki fleiri en 25 koma saman. Á blaðamannafundi í dag sagði Ardern frá því að brúðkaupi hennar hefði verið frestað og sagðist hún hafa samúð með öðrum í sömu stöðu og hún. Spurð út í hvernig henni liði vegna brúðkaupsins svaraði hún: „Svona er lífið. Ég er ekkert frábrugðin þúsundum annarra Nýsjálendinga sem orðið mun verr fyrir barðinu á faraldrinum en ég. Það versta er að geta ekki verið með ástvinum, sem eru stundum alvarlega veikir. Það er mun sorglegra en mínar aðstæður.“ Landamæri Nýja-Sjálands hafa verið lokuð erlendum aðilum frá því í mars 2020 en ríkisstjórn Ardern frestaði því nýverið að opna landamærin aftur um miðjan janúar til loka febrúar. Var það vegna mikillar dreifingar kórónuveirunnar meðal nágranna Nýja-Sjálands í Ástralíu. Um 94 prósent allra íbúa landsins yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst tvo skammta bóluefnis.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vatnið í eyranu reyndist vera kakkalakki Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér. 13. janúar 2022 17:25 Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30. desember 2021 07:37 Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. 9. desember 2021 07:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Vatnið í eyranu reyndist vera kakkalakki Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér. 13. janúar 2022 17:25
Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30. desember 2021 07:37
Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. 9. desember 2021 07:45