Þjóðverjar eltu leikinn allan tímann en þeir komust aldrei yfir í leiknum. Covid-19 er búið að fara illa með Þjóðverjana sem hafa þurft að kalla inn nánast heilt nýtt lið. Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins hefur meira að segja þurft að leita út fyrir stóra 35 manna hópinn sem hann valdi fyrir mót, í leit af nýjum leikmönnum.
Svíar jafna Norðmenn að stigum en bæði lið eru nú með fjögur stig í öðru og þriðja sætinu. Þjóðverjar eru í fimmta sæti með tvö stig.
Næsti leikur Svíþjóðar er gegn Noregi á þriðjudaginn á meðan Þjóðverjar leika við Rússa sama dag.