Willum boðar afléttingaráætlun Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 09:34 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vinnur nú að aðgerðaáætlun um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum og á von á því að hún verði kynnt fyrir lok vikunnar. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 2. febrúar. „Blessunarlega hefur þetta verið að þróast þannig í þessum faraldri og þessari bylgju að tölurnar eru að vinna með okkur og þá erum við alltaf að horfa á heilbrigðiskerfið sérstaklega, það að við ráðum við stöðuna og séum að veita alla aðra heilbrigðisþjónustu í landinu,“ sagði Willum í Bítinu á Bylgjunni. Nú sýni gögn með vissu að bæði hafi meðallegutími Covid-sjúklinga styst á Landspítalanum og innlagnahlutfall minnkað til muna. Einnig þurfi fólk að vera í eftirliti Covid-göngudeildar í skemmri tíma en áður. Fyrst þurfi að lækka viðbúnaðarstig Stjórnvöld í sumum ríkjum hafa kynnt miklar afléttingar seinustu daga og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að ómíkrón afbrigðið geti markað endalokin á kórónuveirufaraldrinum í Evrópu. Fljótlega eftir að ómíkron náði yfirhöndinni víða um heim birtust vísbendingar um að afbrigðið valdi vægari einkennum en þau fyrri. Hafa heilbrigðisyfirvöld hér verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilegt tillit til þeirrar þróunar. „Það er rétt að taka fram að það er misjafnt hvar þjóðir eru staddar í bylgjunni og hvernig hún birtist okkur. Bólusetningarstaðan hér er mjög góð og svo hefur útsjónarsemin og hugvitið á Covid-göngudeildinni skipt máli, af því það er íþyngjandi að vera með þetta svona mikið á einum spítala,“ segir Willum. „Þessi staða er að birtast okkur líka og þess vegna segjum við að við þurfum núna að taka þetta í skrefum.“ Samhliða því þurfi að lækka viðbúnaðarstig almannavarna og Landspítalans en spítalinn er búinn að vera á neyðarstigi frá 28. desember. Willum segir að með því hafi stjórn spítalans verið að kalla eftir utanaðkomandi aðstoð og ráðist hafi verið í aðgerðir til þess að heilbrigðiskerfið myndi ráða við stöðuna. Sjúklingum á gjörgæslu vegna Covid-19 hefur fækkað á sama tíma og um og yfir þúsund innanlandsmit hafa greinst á hverjum degi.Vísir/Vilhelm „Það þýðir að nú getum við farið að taka heilbrigðisþjónustuna okkar niður af neyðarstigi almannavarna og spítalann og svo getum við farið að aflétta hér samkomutakmörkunum og létta þessum sóttvarnaaðgerðum,“ segir Willum. „Ég sé það fyrir mér að þetta gerist allt í þessum rökréttu skrefum í þessari viku og við boðum það hvernig við gerum þetta.“ Þannig að þú ert að segja að samkomutakmörkunum verði lyft í þessari viku? „Það er vika í að þær sem eru núna renni út og um leið og við sjáum þetta gerast þá getum við boðað þessar afléttingar,“ segir Willum og reiknar fastlega með því að það verði gengið lengra en að fara aftur í tuttugu manna samkomutakmarkanir. Einnig sé útlit fyrir að slakað verði á takmörkunum á landamærum. Ekki gengið of langt Willum telur ekki rétt að stjórnvöld hafi gengið of langt með því að herða takmarkanir á sama tíma og vísbendingar voru um að innlagnahlutfall væri að lækka. „Ég held að við höfum náð að hemja veiruna með spítala á neyðarstigi, þá hefði það nú verið óábyrgt að fara gegn ráðum okkar færustu sérfræðinga fyrir heilbrigðisráðherra sem hefur þá frumskyldu að sjá til þess að verja líf og passa upp á að heilbrigðiskerfið standist ágjöfina og geti veitt ekki bara Covid-umönnun heldur alla aðra heilbrigðisþjónustu samhliða.“ „Við vorum komin með þetta upp í 47 [sjúklinga] fyrir einhverjum tíu dögum síðan og sjö á gjörgæslu og þá voru menn ekki alveg öruggir miðað við tölurnar. Við vorum bara ekki komin með nóg af tölum inn í okkar líkan og þá var mikið delta inn á spítalanum. Síðan höfum við náð meiri gögnum inn í spálíkönin og erum með sex sviðsmyndir sem við erum að vinna með þessum nýju tölum. Það lítur allt út fyrir miðað við þær sviðsmyndir að við getum létt samkomutakmörkunum og létt á þessum sóttvarnaráðstöfunum samhliða,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Endalok faraldursins í Evrópu séu í nánd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að í mars muni sex af hverjum tíu Evrópubúum hafa smitast af kórónuveirunni. Því nálgist endalok faraldurs hennar í álfunni. 23. janúar 2022 19:42 Skoða nú allar mögulegar afléttingar Heilbrigðisyfirvöld skoða nú, í samráði við sóttvarnalækni, allar mögulegar afléttingar með hliðsjón af skynsemi og öryggi. 23. janúar 2022 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Blessunarlega hefur þetta verið að þróast þannig í þessum faraldri og þessari bylgju að tölurnar eru að vinna með okkur og þá erum við alltaf að horfa á heilbrigðiskerfið sérstaklega, það að við ráðum við stöðuna og séum að veita alla aðra heilbrigðisþjónustu í landinu,“ sagði Willum í Bítinu á Bylgjunni. Nú sýni gögn með vissu að bæði hafi meðallegutími Covid-sjúklinga styst á Landspítalanum og innlagnahlutfall minnkað til muna. Einnig þurfi fólk að vera í eftirliti Covid-göngudeildar í skemmri tíma en áður. Fyrst þurfi að lækka viðbúnaðarstig Stjórnvöld í sumum ríkjum hafa kynnt miklar afléttingar seinustu daga og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að ómíkrón afbrigðið geti markað endalokin á kórónuveirufaraldrinum í Evrópu. Fljótlega eftir að ómíkron náði yfirhöndinni víða um heim birtust vísbendingar um að afbrigðið valdi vægari einkennum en þau fyrri. Hafa heilbrigðisyfirvöld hér verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilegt tillit til þeirrar þróunar. „Það er rétt að taka fram að það er misjafnt hvar þjóðir eru staddar í bylgjunni og hvernig hún birtist okkur. Bólusetningarstaðan hér er mjög góð og svo hefur útsjónarsemin og hugvitið á Covid-göngudeildinni skipt máli, af því það er íþyngjandi að vera með þetta svona mikið á einum spítala,“ segir Willum. „Þessi staða er að birtast okkur líka og þess vegna segjum við að við þurfum núna að taka þetta í skrefum.“ Samhliða því þurfi að lækka viðbúnaðarstig almannavarna og Landspítalans en spítalinn er búinn að vera á neyðarstigi frá 28. desember. Willum segir að með því hafi stjórn spítalans verið að kalla eftir utanaðkomandi aðstoð og ráðist hafi verið í aðgerðir til þess að heilbrigðiskerfið myndi ráða við stöðuna. Sjúklingum á gjörgæslu vegna Covid-19 hefur fækkað á sama tíma og um og yfir þúsund innanlandsmit hafa greinst á hverjum degi.Vísir/Vilhelm „Það þýðir að nú getum við farið að taka heilbrigðisþjónustuna okkar niður af neyðarstigi almannavarna og spítalann og svo getum við farið að aflétta hér samkomutakmörkunum og létta þessum sóttvarnaaðgerðum,“ segir Willum. „Ég sé það fyrir mér að þetta gerist allt í þessum rökréttu skrefum í þessari viku og við boðum það hvernig við gerum þetta.“ Þannig að þú ert að segja að samkomutakmörkunum verði lyft í þessari viku? „Það er vika í að þær sem eru núna renni út og um leið og við sjáum þetta gerast þá getum við boðað þessar afléttingar,“ segir Willum og reiknar fastlega með því að það verði gengið lengra en að fara aftur í tuttugu manna samkomutakmarkanir. Einnig sé útlit fyrir að slakað verði á takmörkunum á landamærum. Ekki gengið of langt Willum telur ekki rétt að stjórnvöld hafi gengið of langt með því að herða takmarkanir á sama tíma og vísbendingar voru um að innlagnahlutfall væri að lækka. „Ég held að við höfum náð að hemja veiruna með spítala á neyðarstigi, þá hefði það nú verið óábyrgt að fara gegn ráðum okkar færustu sérfræðinga fyrir heilbrigðisráðherra sem hefur þá frumskyldu að sjá til þess að verja líf og passa upp á að heilbrigðiskerfið standist ágjöfina og geti veitt ekki bara Covid-umönnun heldur alla aðra heilbrigðisþjónustu samhliða.“ „Við vorum komin með þetta upp í 47 [sjúklinga] fyrir einhverjum tíu dögum síðan og sjö á gjörgæslu og þá voru menn ekki alveg öruggir miðað við tölurnar. Við vorum bara ekki komin með nóg af tölum inn í okkar líkan og þá var mikið delta inn á spítalanum. Síðan höfum við náð meiri gögnum inn í spálíkönin og erum með sex sviðsmyndir sem við erum að vinna með þessum nýju tölum. Það lítur allt út fyrir miðað við þær sviðsmyndir að við getum létt samkomutakmörkunum og létt á þessum sóttvarnaráðstöfunum samhliða,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Endalok faraldursins í Evrópu séu í nánd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að í mars muni sex af hverjum tíu Evrópubúum hafa smitast af kórónuveirunni. Því nálgist endalok faraldurs hennar í álfunni. 23. janúar 2022 19:42 Skoða nú allar mögulegar afléttingar Heilbrigðisyfirvöld skoða nú, í samráði við sóttvarnalækni, allar mögulegar afléttingar með hliðsjón af skynsemi og öryggi. 23. janúar 2022 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Endalok faraldursins í Evrópu séu í nánd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að í mars muni sex af hverjum tíu Evrópubúum hafa smitast af kórónuveirunni. Því nálgist endalok faraldurs hennar í álfunni. 23. janúar 2022 19:42
Skoða nú allar mögulegar afléttingar Heilbrigðisyfirvöld skoða nú, í samráði við sóttvarnalækni, allar mögulegar afléttingar með hliðsjón af skynsemi og öryggi. 23. janúar 2022 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent