Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 15:31 Deilum innan Hundaræktarfélagsins var vísað frá Héraðsdómi í dag. Getty Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. Málið má rekja til þess að ræktendurnir tveir voru með bráðabirgðaúrskurði siðanefndar Hundaræktarfélagsins útilokaðir frá allri þátttöku í starfi félagsins og frá því að gegna dómarastörfum og öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið í þrjá mánuði. Úrskurðurinn byggðist á kæru stjórnar Hundaræktarfélagsins til siðanefndar þess, vegna þess að röng tík hafði verið skráð vísvitandi á eitt, tvö eða þrjú vottorð í umsókn um ættbókarskráningu tiltekinna gota. Þá hafi ræktendurnir sömuleiðis ekki mætt með hunda úr ræktun sinni til sýnatöku til sönnunar á ætterni, neitað að gefa upp upplýsingar og svarað fyrirspurnum framkvæmdastjóra með útúrsnúningum. Þá hefðu þeir sömuleiðis tilkynnt félaginu eigendaskipti á tiltekinni tík, sem hafði verið aflífuð nokkru áður. Ræktendurnir hefðu með þessu reynt að láta svo líta út sem sambýlismaður annars þeirra væri eigandi tíkarinnar, sem hafði verið aflífuð, svo hann fengi atkvæðisrétt á aðalfundi Schäfer-deildar félagsins. Þá hafi ræktendurnir einnig verið með aðdróttanir í garð framkvæmdastjóra félagsins, sakað hann um einelti og húsbrot og auk þess hafi þeir reynt að para rakka við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá félaginu. Ræktendurnir kröfuðst þess við héraðsdóm að bráðabirgðaúrskurður siðanefndar vegna þessara mála yrði dæmdur ólögmætur. Þá var þess krafist að útgefnar og greiddar ættbækur tíkar í eigu ræktendanna, yrðu úrskurðaðar eign skráðra hundaeigenda en ekki eign Hundaræktarfélagsins. Málið er enn til umfjöllunar hjá siðanefnd Hundaræktarfélagsins. Hundaræktarfélagið byggði mál sitt að miklu leyti á því að stefnan væri vanreifuð. Málatilbúnaður hafi verið óljós og erfitt væri að átta sig á þýðingu lagatilvísana í stefnu fyrir úrlausn málsins. Þá sneri bráðabirgðaúrskurðurinn að innri málefnum félagsins og ætti hann ekki undir lögsögu dómstóla. Auk þess væri úrskurðurinn fallinn úr gildi. Dómurinn féllst ekki á kröfur ræktendanna og vísaði málinu frá. Ræktendunum var þó gert að greiða málskostnað Hundaræktarfélagsins. Mynd sem áður fylgdi fréttinni sýndi hunda sem ekki tengjast málinu. Myndinni hefur verið skipt út fyrir ótengda mynd og er beðist forláts á þessu. Dómsmál Hundar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Málið má rekja til þess að ræktendurnir tveir voru með bráðabirgðaúrskurði siðanefndar Hundaræktarfélagsins útilokaðir frá allri þátttöku í starfi félagsins og frá því að gegna dómarastörfum og öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið í þrjá mánuði. Úrskurðurinn byggðist á kæru stjórnar Hundaræktarfélagsins til siðanefndar þess, vegna þess að röng tík hafði verið skráð vísvitandi á eitt, tvö eða þrjú vottorð í umsókn um ættbókarskráningu tiltekinna gota. Þá hafi ræktendurnir sömuleiðis ekki mætt með hunda úr ræktun sinni til sýnatöku til sönnunar á ætterni, neitað að gefa upp upplýsingar og svarað fyrirspurnum framkvæmdastjóra með útúrsnúningum. Þá hefðu þeir sömuleiðis tilkynnt félaginu eigendaskipti á tiltekinni tík, sem hafði verið aflífuð nokkru áður. Ræktendurnir hefðu með þessu reynt að láta svo líta út sem sambýlismaður annars þeirra væri eigandi tíkarinnar, sem hafði verið aflífuð, svo hann fengi atkvæðisrétt á aðalfundi Schäfer-deildar félagsins. Þá hafi ræktendurnir einnig verið með aðdróttanir í garð framkvæmdastjóra félagsins, sakað hann um einelti og húsbrot og auk þess hafi þeir reynt að para rakka við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá félaginu. Ræktendurnir kröfuðst þess við héraðsdóm að bráðabirgðaúrskurður siðanefndar vegna þessara mála yrði dæmdur ólögmætur. Þá var þess krafist að útgefnar og greiddar ættbækur tíkar í eigu ræktendanna, yrðu úrskurðaðar eign skráðra hundaeigenda en ekki eign Hundaræktarfélagsins. Málið er enn til umfjöllunar hjá siðanefnd Hundaræktarfélagsins. Hundaræktarfélagið byggði mál sitt að miklu leyti á því að stefnan væri vanreifuð. Málatilbúnaður hafi verið óljós og erfitt væri að átta sig á þýðingu lagatilvísana í stefnu fyrir úrlausn málsins. Þá sneri bráðabirgðaúrskurðurinn að innri málefnum félagsins og ætti hann ekki undir lögsögu dómstóla. Auk þess væri úrskurðurinn fallinn úr gildi. Dómurinn féllst ekki á kröfur ræktendanna og vísaði málinu frá. Ræktendunum var þó gert að greiða málskostnað Hundaræktarfélagsins. Mynd sem áður fylgdi fréttinni sýndi hunda sem ekki tengjast málinu. Myndinni hefur verið skipt út fyrir ótengda mynd og er beðist forláts á þessu.
Dómsmál Hundar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira