Hinn 70 ára gamli Ranieri tók við Watford þann 4. október á síðasta ári en gengi félagsins hefur verið vægast sagt hörmulegt síðan hann mætti til starfa.
Hann stýrði liðinu í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og náði aðeins í sjö stig. Forveri hans, Xisco Munoz, náði í jafn mörg stig í aðeins sjö leikjum.
Claudio Ranieri earned as many points in 13 Premier League matches as Watford manager (7) as his predecessor Xisco Munoz earned in 7 matches
— WhoScored.com (@WhoScored) January 24, 2022
The Italian has become the eighth Premier League manager to be sacked this season pic.twitter.com/Z6MERg7ay1
Watford steinlá um helgina gegn Norwic City en bæði lið eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Með sigrinum fór Norwich upp í 17. sæti með 16 stig á meðan Watford er í 19. sæti með 20 stig.
Watford hefur þó leikið tveimur leikjum minna en Norwich og leik minna en Newcastle United sem er í 18. sæti með 15 stig. Næsti leikur Watford er annar fallbaráttuslagur en liðið mætir þá botnliði deildarinnar, Burnley.