Meirihluti getur vel hugsað sér fjarvinnu eftir faraldurinn Snorri Másson skrifar 24. janúar 2022 21:23 Salahverfi í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Vafalítið að inni í þessum húsum hafi leynst Kópavogsbúar í heimavinnu. En verða þeir í sömu sporum eftir ár? Vísir/Vilhelm Tæp 40% Íslendinga hafa áhuga á að vinna að hluta til áfram í fjarvinnu eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Atvinnurekendur gætu séð sér hag í að senda fólk heim frekar en að borga fyrir atvinnuhúsnæði. Frá því að kórónuveiran kom til sögunnar hefur fjöldi starfsfólks úr ólíkum stéttum verið sendur heim til vinnu þegar faraldurinn fer úr böndunum. Og fólk hefur kunnað þessu misvel. Ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína framkvæmdi á meðal 1700 svarenda eru fleiri sem hefðu áhuga á að halda áfram fjarvinnu eftir faraldurinn en hafa það ekki. 15% segjast hafa mjög mikinn áhuga á fjarvinnu eftir faraldurinn og 24% fremur mikinn, samtals um 39%. Um fjórðungur hefur áhuga í meðallagi á fjarvinnu en samtals hafa um 34% fremur eða mjög lítinn áhuga á fjarvinnu. Skattar breyti atferli Fjarvinna virðist því komin til að vera að vissu leyti en að hve miklu gæti að mati forstjóra Reita ráðist meðal annars af opinberum gjöldum. „Ef vinnustaðurinn færist heim getur það vel verið að háir fasteignaskattar á skrifstofuhúsnæði séu hreinlega hvati til þess fyrir utan allt annað að fólk fari heim til sín og vinni þar, eða er kannski neytt til þess af hálfu vinnuveitanda af því að hann vill ekki sitja uppi með alltof dýrt skrifstofuhúsnæði,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar voru 10% af veltu Reita fyrir nokkrum árum en eru nú 20%. Það þarf ekki að koma á óvart að forstjóranum hugnast ekki sú þróun. „Háir fasteignaskattar geta hugsanlega haft bein eða óbein áhrif á atferli okkar til að lifa og starfa. Fyrir utan það að þeir eru ekki sérlega góðir fyrir ykkar rekstur? Nei, ég þreytist ekki á að benda á það. Enda eins og ég segi, eru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði að mínu mati út úr öllu korti á Íslandi,“ segir Guðjón. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Tengdar fréttir Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Frá því að kórónuveiran kom til sögunnar hefur fjöldi starfsfólks úr ólíkum stéttum verið sendur heim til vinnu þegar faraldurinn fer úr böndunum. Og fólk hefur kunnað þessu misvel. Ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína framkvæmdi á meðal 1700 svarenda eru fleiri sem hefðu áhuga á að halda áfram fjarvinnu eftir faraldurinn en hafa það ekki. 15% segjast hafa mjög mikinn áhuga á fjarvinnu eftir faraldurinn og 24% fremur mikinn, samtals um 39%. Um fjórðungur hefur áhuga í meðallagi á fjarvinnu en samtals hafa um 34% fremur eða mjög lítinn áhuga á fjarvinnu. Skattar breyti atferli Fjarvinna virðist því komin til að vera að vissu leyti en að hve miklu gæti að mati forstjóra Reita ráðist meðal annars af opinberum gjöldum. „Ef vinnustaðurinn færist heim getur það vel verið að háir fasteignaskattar á skrifstofuhúsnæði séu hreinlega hvati til þess fyrir utan allt annað að fólk fari heim til sín og vinni þar, eða er kannski neytt til þess af hálfu vinnuveitanda af því að hann vill ekki sitja uppi með alltof dýrt skrifstofuhúsnæði,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar voru 10% af veltu Reita fyrir nokkrum árum en eru nú 20%. Það þarf ekki að koma á óvart að forstjóranum hugnast ekki sú þróun. „Háir fasteignaskattar geta hugsanlega haft bein eða óbein áhrif á atferli okkar til að lifa og starfa. Fyrir utan það að þeir eru ekki sérlega góðir fyrir ykkar rekstur? Nei, ég þreytist ekki á að benda á það. Enda eins og ég segi, eru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði að mínu mati út úr öllu korti á Íslandi,“ segir Guðjón.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Tengdar fréttir Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00