Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2022 23:20 Ríkisstjórnar fundur þar sem kynntar voru nýjar sóttvarnareglur í lok fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ljóst að forsendur hertra samkomutakmarkana séu brostnar og að lögin kveði á um að takmörkunum verði aflétt. Þetta kom fram í máli hans í Kastljósi í kvöld. Að sögn Bjarna er það algjör undantekning að víðtækum aðgerðum sé beitt líkt og gert hefur verið í faraldrinum. „Það segir skýrum stöfum í lögunum að engum opinberum sóttvarnaráðstöfunum megi halda úti nema brýna nauðsyn beri til og þeim beri að aflétta samkvæmt lögum eins fljótt og verða má,“ sagði Bjarni í viðtali hjá þáttastjórnendanum Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Hann benti á að þegar gripið var til tíu manna samkomutakmarkana þann 15. janúar síðastliðinn hafi það verið gert á grundvelli hugmynda um hversu mikill fjöldi smitaðra myndi valda álagi á spítalann en nú séu merki um að þróunin sé jákvæðari en fyrri spálíkön gerðu ráð fyrir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó talað fyrir því að hann vilji taka varfærin skref til afléttingar og sagðist Bjarni hafa fullan skilning fyrir því. „Það er mjög mikið undir, það eru beinlínis líf undir og heilsa. Álagið og ástandið á spítalanum er líka undir í þessu, ég skil það, en við megum aldrei snúa röksemdarfærslunni í þessu máli á hvolf,“ sagði Bjarni og benti á að það væri ekki venjulegt ástand að hafa tíu manna samkomubann. „Ég er að benda á það að samkvæmt lögunum þá ber ráðherranum að taka tillit til fleiri þátta heldur en það sem sóttvarnalæknir týnir til, það er beinlínis lagaskylda til ráðherrans,“ sagði Bjarni enn fremur. „Við megum aldrei ganga svo langt að framselja vald lýðræðislegra kjörinna fulltrúa, ráðherrans í þessu tilviki eða þess vegna þingmanna, til sérfræðinga.“ „Það er algjört neyðarúrræði að grípa svona inn í líf fólks“ Ríkisstjórnin kemur til með að funda um stöðu mála á morgun og koma þar afléttingar væntanlega til tals. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar í lok vikunnar en sóttvarnalæknir hyggst leggja til tilslakanir á reglum um sóttkví í vikunni og afléttingar á samkomutakmörkunum í þeirri næstu. „Ég lít á það sem skyldu mína að benda á það sem segir í lögunum. Ég skoða rökin og við verðum alltaf að muna að það er algjört neyðarúrræði að grípa svona inn í líf fólks,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort hann myndi sjálfur fara fram á afléttingar sagði Bjarni það í verkahring heilbrigðisráðherra. Hann telji að það hafi verið farsælt að fylgja tillögum sóttvarnalæknis í meginatriðum en þegar forsendurnar eru brostnar þurfi að draga ráðstafanir til baka. „Þegar við skoðum þessar síðustu ráðstafanir, þá er það mín skoðun á grundvelli talnanna sem liggja núna á borðinu, að forsendurnar eru brostnar, þetta mun ég segja, en auðvitað ræður ráðherrann hvað hann gerir,“ sagði Bjarni. „Ég er viss um að við verðum áfram farsæl í að koma okkur út úr þessu. Við erum að stefna í átt að frelsinu að nýju, það er það sem er jákvætt í stöðunni í dag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47 Willum boðar afléttingaráætlun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vinnur nú að aðgerðaáætlun um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum og á von á því að hún verði kynnt fyrir lok vikunnar. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 2. febrúar. 24. janúar 2022 09:34 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ljóst að forsendur hertra samkomutakmarkana séu brostnar og að lögin kveði á um að takmörkunum verði aflétt. Þetta kom fram í máli hans í Kastljósi í kvöld. Að sögn Bjarna er það algjör undantekning að víðtækum aðgerðum sé beitt líkt og gert hefur verið í faraldrinum. „Það segir skýrum stöfum í lögunum að engum opinberum sóttvarnaráðstöfunum megi halda úti nema brýna nauðsyn beri til og þeim beri að aflétta samkvæmt lögum eins fljótt og verða má,“ sagði Bjarni í viðtali hjá þáttastjórnendanum Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Hann benti á að þegar gripið var til tíu manna samkomutakmarkana þann 15. janúar síðastliðinn hafi það verið gert á grundvelli hugmynda um hversu mikill fjöldi smitaðra myndi valda álagi á spítalann en nú séu merki um að þróunin sé jákvæðari en fyrri spálíkön gerðu ráð fyrir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó talað fyrir því að hann vilji taka varfærin skref til afléttingar og sagðist Bjarni hafa fullan skilning fyrir því. „Það er mjög mikið undir, það eru beinlínis líf undir og heilsa. Álagið og ástandið á spítalanum er líka undir í þessu, ég skil það, en við megum aldrei snúa röksemdarfærslunni í þessu máli á hvolf,“ sagði Bjarni og benti á að það væri ekki venjulegt ástand að hafa tíu manna samkomubann. „Ég er að benda á það að samkvæmt lögunum þá ber ráðherranum að taka tillit til fleiri þátta heldur en það sem sóttvarnalæknir týnir til, það er beinlínis lagaskylda til ráðherrans,“ sagði Bjarni enn fremur. „Við megum aldrei ganga svo langt að framselja vald lýðræðislegra kjörinna fulltrúa, ráðherrans í þessu tilviki eða þess vegna þingmanna, til sérfræðinga.“ „Það er algjört neyðarúrræði að grípa svona inn í líf fólks“ Ríkisstjórnin kemur til með að funda um stöðu mála á morgun og koma þar afléttingar væntanlega til tals. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar í lok vikunnar en sóttvarnalæknir hyggst leggja til tilslakanir á reglum um sóttkví í vikunni og afléttingar á samkomutakmörkunum í þeirri næstu. „Ég lít á það sem skyldu mína að benda á það sem segir í lögunum. Ég skoða rökin og við verðum alltaf að muna að það er algjört neyðarúrræði að grípa svona inn í líf fólks,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort hann myndi sjálfur fara fram á afléttingar sagði Bjarni það í verkahring heilbrigðisráðherra. Hann telji að það hafi verið farsælt að fylgja tillögum sóttvarnalæknis í meginatriðum en þegar forsendurnar eru brostnar þurfi að draga ráðstafanir til baka. „Þegar við skoðum þessar síðustu ráðstafanir, þá er það mín skoðun á grundvelli talnanna sem liggja núna á borðinu, að forsendurnar eru brostnar, þetta mun ég segja, en auðvitað ræður ráðherrann hvað hann gerir,“ sagði Bjarni. „Ég er viss um að við verðum áfram farsæl í að koma okkur út úr þessu. Við erum að stefna í átt að frelsinu að nýju, það er það sem er jákvætt í stöðunni í dag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47 Willum boðar afléttingaráætlun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vinnur nú að aðgerðaáætlun um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum og á von á því að hún verði kynnt fyrir lok vikunnar. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 2. febrúar. 24. janúar 2022 09:34 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Sjá meira
Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47
Willum boðar afléttingaráætlun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vinnur nú að aðgerðaáætlun um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum og á von á því að hún verði kynnt fyrir lok vikunnar. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 2. febrúar. 24. janúar 2022 09:34
Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11