Þingmaðurinn þinn? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. janúar 2022 09:30 Þegar ég tók sl. vor þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar gerði ég málefni Reykvíkinga að sérstöku umtalsefni. Ég benti á að þingmenn ættu að vinna fyrir sína umbjóðendur og ég bauð fram krafta mína í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hlaut brautargengi í prófkjöri og sit nú á þingi sem sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjördæmaskipan landsins er ætlað að jafna atkvæðavægi milli landshluta og er Íslandi skipt í sex kjördæmi. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi er ákveðinn í lögum auk þess sem öðrum þingsætum en kjördæmissætum er úthlutað til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka. Þannig eiga hver samtök að fá þingmannafjölda í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Ég er fædd og uppalin í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ég bý enn og málefni Reykjavíkur þekki ég vel, bæði sem íbúi í borginni og sem varaborgarfulltrúi í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég mun því láta til mín taka á þingi um mál sem brenna á Reykvíkingum, hvort sem það eru húsnæðismál, dagvistunarmál, skólamál eða öldrunarmál. En ég er auðvitað þjóðkjörinn þingmaður á Alþingi Íslendinga og flest málefni sem koma til umfjöllunar á þingi geta varðað landsmenn óháð búsetu. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir frelsi, mannréttindum, velferð, aukinni verðmætasköpun og einstaklingsframtaki til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Á óvenjulegum tímum takmarkana og hafta lögum við okkur að breyttum veruleika. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þegar auglýst opna viðtalstíma, en það bíður betri tíma sem verður vonandi fyrr en seinna. Á þessum örfáu vikum sem ég hef starfað sem kjörinn fulltrúi á Alþingi hafa mér borist fjölmörg erindi frá einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Ég hef gert mitt besta til að svara þeim og hvet fólk til þess að halda áfram að leita til mín. Ég hef sömuleiðis leitast eftir tillögum að málefnum sem ættu að vera til umfjöllunar á þinginu, bæði í samtölum við fólk og á samfélagsmiðlum. Svörin og tillögurnar hafa verið fjölmargar og áhugaverðar. Ég er þakklát því að fólk gefi sér tíma til þess að svara því þetta hjálpar mér við að láta gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Sem er sannarlega markmiðið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég tók sl. vor þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar gerði ég málefni Reykvíkinga að sérstöku umtalsefni. Ég benti á að þingmenn ættu að vinna fyrir sína umbjóðendur og ég bauð fram krafta mína í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hlaut brautargengi í prófkjöri og sit nú á þingi sem sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjördæmaskipan landsins er ætlað að jafna atkvæðavægi milli landshluta og er Íslandi skipt í sex kjördæmi. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi er ákveðinn í lögum auk þess sem öðrum þingsætum en kjördæmissætum er úthlutað til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka. Þannig eiga hver samtök að fá þingmannafjölda í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Ég er fædd og uppalin í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ég bý enn og málefni Reykjavíkur þekki ég vel, bæði sem íbúi í borginni og sem varaborgarfulltrúi í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég mun því láta til mín taka á þingi um mál sem brenna á Reykvíkingum, hvort sem það eru húsnæðismál, dagvistunarmál, skólamál eða öldrunarmál. En ég er auðvitað þjóðkjörinn þingmaður á Alþingi Íslendinga og flest málefni sem koma til umfjöllunar á þingi geta varðað landsmenn óháð búsetu. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir frelsi, mannréttindum, velferð, aukinni verðmætasköpun og einstaklingsframtaki til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Á óvenjulegum tímum takmarkana og hafta lögum við okkur að breyttum veruleika. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þegar auglýst opna viðtalstíma, en það bíður betri tíma sem verður vonandi fyrr en seinna. Á þessum örfáu vikum sem ég hef starfað sem kjörinn fulltrúi á Alþingi hafa mér borist fjölmörg erindi frá einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Ég hef gert mitt besta til að svara þeim og hvet fólk til þess að halda áfram að leita til mín. Ég hef sömuleiðis leitast eftir tillögum að málefnum sem ættu að vera til umfjöllunar á þinginu, bæði í samtölum við fólk og á samfélagsmiðlum. Svörin og tillögurnar hafa verið fjölmargar og áhugaverðar. Ég er þakklát því að fólk gefi sér tíma til þess að svara því þetta hjálpar mér við að láta gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Sem er sannarlega markmiðið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun