Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 17:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki verið hrifinn af tillögum þess efnis að stytta einangrun. Vísir/Vilhelm Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. Frá og með miðnætti í kvöld taka gildi breyttar reglur um sóttkví hér á landi en heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis þurfi ekki að sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Í minnisblaði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í gær má finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins, sem virðist hafa verið stöðugur undanfarnar þrjár vikur. „Á þessari stundu tel ég að afléttingar þurfi að hefja með því að einfalda enn frekar ýmsar leiðbeiningar um sóttkví og sýnatökur og í framhaldi af því létta á ýmsum takmarkandi samfélagslegum aðgerðum. Mikilvægt er hins vegar að aflétta í hægum en öruggum skrefum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Með tillögunum er dregið mikið úr starfsemi smitrakningarteymisins og áherslan lögð á framkvæmd sóttvarnareglna innan heimila, vinnustaða og hópa. Þrátt fyrir að breytingar hafi verið gerðar á sóttkví og smitgát leggur Þórólfur ekki til þess að lengd einangrunar verði stytt, líkt og mörg önnur nágrannalönd hafa verið að gera að undanförnu og margir hafa kallað eftir, þar á meðal Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Einangrun þeirra sem greinast smitaðir verður því áfram sjö dagar en starfsmenn Covid-göngudeildarinnar geta þó ákveðið lengri einangrun telji þeir nauðsyn til. Þá verða almennar leiðbeiningar um einangrun óbreyttar. Fleiri muni greinast í skólum með breytingunum í dag Ómíkron afbrigði veirunnar er uppistaðan í þeim mikla fjölda sem er að greinast núna en einnig eru um tíu prósent enn að greinast með delta afbrigðið. Dregið hefur úr alvarlegum veikindum á spítalanum en þeim sem eru með vægari veikindi hefur fjölgað. Að sögn Þórólfs er það nú áskorun Landspítala að halda starfseminni gangandi með mikinn fjölda smitaðra. Hann telur ljóst að með þeim breytingum sem tilkynntar voru í dag muni smituðum líklega fjölda í skólum og hjá börnum á leik og grunnskólaaldri. Heilbrigðisráðherra segist munu tilkynna afléttingaráætlun á föstudaginn. „Tilslakanir í kjölfarið á ýmsum samfélagslegum aðgerðum munu á hinn bóginn að líkindum leiða til fjölgunar smita í eldri aldurshópum. Mikilvægt er hins vegar að sú fjölgun leiði ekki til fjölgunar á alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07 Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47 Danir losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að breyta reglum um einangrun vegna kórónuveirusmita á þann veg að smitaðir einstaklingar losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir. 24. janúar 2022 14:23 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Frá og með miðnætti í kvöld taka gildi breyttar reglur um sóttkví hér á landi en heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis þurfi ekki að sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Í minnisblaði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í gær má finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins, sem virðist hafa verið stöðugur undanfarnar þrjár vikur. „Á þessari stundu tel ég að afléttingar þurfi að hefja með því að einfalda enn frekar ýmsar leiðbeiningar um sóttkví og sýnatökur og í framhaldi af því létta á ýmsum takmarkandi samfélagslegum aðgerðum. Mikilvægt er hins vegar að aflétta í hægum en öruggum skrefum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Með tillögunum er dregið mikið úr starfsemi smitrakningarteymisins og áherslan lögð á framkvæmd sóttvarnareglna innan heimila, vinnustaða og hópa. Þrátt fyrir að breytingar hafi verið gerðar á sóttkví og smitgát leggur Þórólfur ekki til þess að lengd einangrunar verði stytt, líkt og mörg önnur nágrannalönd hafa verið að gera að undanförnu og margir hafa kallað eftir, þar á meðal Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Einangrun þeirra sem greinast smitaðir verður því áfram sjö dagar en starfsmenn Covid-göngudeildarinnar geta þó ákveðið lengri einangrun telji þeir nauðsyn til. Þá verða almennar leiðbeiningar um einangrun óbreyttar. Fleiri muni greinast í skólum með breytingunum í dag Ómíkron afbrigði veirunnar er uppistaðan í þeim mikla fjölda sem er að greinast núna en einnig eru um tíu prósent enn að greinast með delta afbrigðið. Dregið hefur úr alvarlegum veikindum á spítalanum en þeim sem eru með vægari veikindi hefur fjölgað. Að sögn Þórólfs er það nú áskorun Landspítala að halda starfseminni gangandi með mikinn fjölda smitaðra. Hann telur ljóst að með þeim breytingum sem tilkynntar voru í dag muni smituðum líklega fjölda í skólum og hjá börnum á leik og grunnskólaaldri. Heilbrigðisráðherra segist munu tilkynna afléttingaráætlun á föstudaginn. „Tilslakanir í kjölfarið á ýmsum samfélagslegum aðgerðum munu á hinn bóginn að líkindum leiða til fjölgunar smita í eldri aldurshópum. Mikilvægt er hins vegar að sú fjölgun leiði ekki til fjölgunar á alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum,“ segir í minnisblaði Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07 Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47 Danir losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að breyta reglum um einangrun vegna kórónuveirusmita á þann veg að smitaðir einstaklingar losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir. 24. janúar 2022 14:23 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07
Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47
Danir losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að breyta reglum um einangrun vegna kórónuveirusmita á þann veg að smitaðir einstaklingar losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir. 24. janúar 2022 14:23