Hvetur fólk til þess að tilkynna ofbeldismál innan samtakanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2022 12:16 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. sigurjón ólason Yfirlæknir á Vogi segir að kynferðisofbeldi líðist ekki innan SÁÁ og hvetur þá sem orðið hafi fyrir ofbeldi til þess að láta vita. Samtökin séu á vegferð breytinga. Jódís Skúladóttir, þingmaður VG og fyrrum skjólstæðingur SÁÁ sagði í kvöldfréttum okkar í gær að starfsmaður samtakanna hefði misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan Samtakanna og telur að þar viðgangist ófagleg vinnubrögð, sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna. Starfsmaðurinn starfar enn hjá samtökunum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi segir að ofbeldismál séu litin alvarlegum augum og þau líðist ekki meðferðarstarfinu. Hún segir ömurlegt að heyra af reynslu kvenna og segir samtökin á vegferð breytinga. „Við erum búin að vera á vegferð að breyta mjög miklu hjá okkur síðustu árin og erum áfram á þeirri vegferð. Það er bara varðandi nálgun sjúklinga, áfallamiðaða nálgun og meiri kynjaskiptingu og allt til þess að stuðla að öryggi sjúklinga. Ef við verðum þess áskynja að það sé eitthvað ofbeldi eða áreiti hvort sem það er sjúklingur eða starfsmaður þá er brugðist við því strax og af miklum alvarleika,“ sagði Valgerður. Forgangsmál að hlusta á þolendur Valgerður hvetur alla sem orðið hafi fyrir ofbeldi eða áreitni innan samtakanna til þess að láta vita. „Algjörlega og sérstaklega í okkar daglegu störfum þá er það algjört forgangsmál að það er alltaf hlustað og tekið tillit til slíkra kvartana og við stöndum með þolendum, alltaf. Það sem hægt er að gera í liðnum atburðum viljum við koma að eins vel og við getum.“ Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi Mál Einars Hermannssonar MeToo Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Jódís Skúladóttir, þingmaður VG og fyrrum skjólstæðingur SÁÁ sagði í kvöldfréttum okkar í gær að starfsmaður samtakanna hefði misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan Samtakanna og telur að þar viðgangist ófagleg vinnubrögð, sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna. Starfsmaðurinn starfar enn hjá samtökunum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi segir að ofbeldismál séu litin alvarlegum augum og þau líðist ekki meðferðarstarfinu. Hún segir ömurlegt að heyra af reynslu kvenna og segir samtökin á vegferð breytinga. „Við erum búin að vera á vegferð að breyta mjög miklu hjá okkur síðustu árin og erum áfram á þeirri vegferð. Það er bara varðandi nálgun sjúklinga, áfallamiðaða nálgun og meiri kynjaskiptingu og allt til þess að stuðla að öryggi sjúklinga. Ef við verðum þess áskynja að það sé eitthvað ofbeldi eða áreiti hvort sem það er sjúklingur eða starfsmaður þá er brugðist við því strax og af miklum alvarleika,“ sagði Valgerður. Forgangsmál að hlusta á þolendur Valgerður hvetur alla sem orðið hafi fyrir ofbeldi eða áreitni innan samtakanna til þess að láta vita. „Algjörlega og sérstaklega í okkar daglegu störfum þá er það algjört forgangsmál að það er alltaf hlustað og tekið tillit til slíkra kvartana og við stöndum með þolendum, alltaf. Það sem hægt er að gera í liðnum atburðum viljum við koma að eins vel og við getum.“
Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi Mál Einars Hermannssonar MeToo Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38